Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 43

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 43
F Á L K I N N 41 ferðir sinar með Watts og oft- ast nefndur Páil jökull. VoriS 1875 kemur hann svo liingaS til lands í þriSja sinn og leggur upp ríðandi frá Reykjavík og austur aS NúpsstaS. FerSalýsingar hans austur um bygSir minna á, hve afar ólikt þaS var aS lcomast um SuSurland þá og nú er orS- iS. Þá var tæpast nokkur veg- arspölur til og engin á hrúuS á allri leiSinni. Watts hafSi haft áfangastaS á NúpstaS áSur og l)úiS sig þaSan i jökulferSina og eins gerSi liann nú. BrauSinat allan hafSi hann meS sjer frá Englandi, en þegar austur kom ljet hann slátra nauti og sjóSa kæfu meS smjöri i og var hún látin í belgi aS íslenskum siS. Til ferSarinnar höfSu þeir 100 pund af kæfu, 50 pund smjörs, 100 pund af skonroki, 15 pund af harSfiski, 15 pund af vind- þurkuSu keti, ennfremur súpu- „kraft“, súkkulaSi o. fl. Eitt tjald höfSu þeir meS sjer og einn svefnpoka, er þeir sváfu í allir sex jökulfararnir, andfætis, og vóg hann 00 pund. Watts ljet reiSa sig og fjelaga sína fimm upp á jökulhrún frá NúpstaS, en sendi svo menn meS hestana austur fvrir jökul norSur i land og áttu þeir aS taka jökulfarana norSan Vatna- jökuls. En fjóra menn ljet hann fylgja sjer áfram norSur á jök- ul gangandi, til þess aS lijálpa til aS draga sleSana meSan þeir væri aS ljettast, og þangaS til komiS væri upp af brattanum i sunnanverSum jöklinum, en þaS er nálægt Pálsf jalli. Er þessi tindur um 150 fet upp úr snjó- breiSunni og sjest allvel álengd- ar. FerSasagan norSur yfir var fremur viSburSarír. Þeir jökul- fararnir fengu aS jafnaSi vond veSur og höfSu ekki útsýni nema sjaldan og færSin var erfiS. Stundum urSu þeir aS halda kyrru fyrir allan daginn í tjöld- unum, einkum þegar norSur dró á Kverkfjallahrygg. Þar lireptu þeir blindbyl dögum saman. Watts mun hafa ætlaS sjer aS lialda stefnunni á Kverkfjöll, en þegar norSur yfir kom uppgötv- aSi hann aS liann var miklu vöst- ar og aS þaS var Kistufell, sem hann hafSi sjeS sköminu eftir aS rofaSi til eftir bylinn og hafSi haldiS vera Kverkfjöllin. HafSi aSalstefnan lijá þeim fjelögum veriS rjett austan viS hánorSur, alia leiS frá NúpstaS. Var nú tekin stefna á NA yfir VaSöldn og að Jökulsá og loks komiS til bygSa aS GrímsstöSum á Fjöll- um eftir 16 daga ferS frá Núp- stað, en 12 daga höfSu þeir ver- ið í sjálfu jökulferðalaginu. Voru þeir orðnir vistalillir og allþjak- aðir er þeir komu að Grímsstöð- um og þótti ferðin sæta tíðind- um, enda var þetta fyrsta ferðin sem farin hefir verið yfir Vatna- jökul þveran, svo aS áreiðanleg- TjaldstaSur Cambridge-leiðangursins við Kverkfjöll eystri. Upptök Kreppu. ar heimildir sjeu fvrir. Watts ferðaðist nokkuð um landið eftir þetta, fór m. a. til Dyngjufjalla og síðan suður Sprengisand í Þjórsárdal og þaðan um Geysi og Gullfoss til Reykjavíkur. Gaf hann út bók um ferð sína árið eftir fremur óskipulega en fjör- lega ritaða og her Islendingum yfirleitt mjög vel sögu. (Across Vatnajökull. London 1876). Nú liðu 29 ár þangað til Vatna- jökull var farinn í næsta skifti. Gerðu það þeir J. H. Wigner og .1. S. Muir og lögðu á jökulinn austan frá og fóru suðurfláa lians en komu niður lijá Græna- lóni i krikanum austan Síðujök- ulls. Þetta var á áliðnu sumri. Þeir lögðu á jökulinn 8. ágúst en komu af jöklinum 2. sept- emher eftir 26 daga útivist og liöfðu ekki komist nema tæpa 10 kílómetra á dag að jafnaði, enda urðu þeir að lialda kyrru fyrir dögum saman vegna bylja á jöklinum. Þeir kornu við á Esjufjöllum og fóru norðan við Þverártindsegg en leiðarlýsing þeirra hefir ekki mikið að bjóða sakir þess hve óhagstætt veður jieir fengu lengst af. IJinsvegar komust þeir aS raun um fyrstir manna, að eldstöðvar eru eng- ar við Grænalón, en það höfðu ýmsir haldiS áður og talið að hin tíðu hlaup í Skeiðarárjökli væri þaðan komin. Þótti ior þeirra glæfraleg og töldu ýinsir kunnugir þá af. Næsta ferðin er sannkölluð „hraðferS" og verður þess lík- lega langt að híða, að farið verði á jafnskömmum tíma yfir Vatna- jökul. „Yfir“ jökulinn er að vísu ekki alveg rjett því að þessi leið- angur fór elílíi lengra en suður í Esjufjöll en lijelt svo norður yfir aftur. ÞaS var J. P. Iíoch Grænlandsfarinn dansld og síð- ast forstöSumaSur flughersins danska, sem stýrði þessum leið- angri. Ivocli liafði starfað að þrí- hyrningamælingum lijer á landi skömmu eftir aldamótin og ferð- aðist þá mikið um landið, m. a. um Sliaftafellssýslur og mældi m. a. Öræfajökul. Kyntist liann íslenskum liestum í því ferða- Jagi og undraðist seigju þeirra og dugnað. Því var það, að er liann fór að undirbúa ferð sina stur yfir Grænland þvert nokkrum árum seinna afrjeð hann að nota íslenslca liesta til dráttar í stað liunda. Keypti hann liesta á Norðurlandi en fór um miðjan júní suður að Vatna- jökli til þess að reyna þol þeirra i jökulferðum. LagSi liann upp frá Kverkfjöllum með 14 liesta og fóður lianda þeim til 8 daga. Þrátt fvrir óliagstæða ferð komst hann suður á Esjufjöll á tveim- ur sólarhringum og hjelt svo norður aftur eftir sólarhrings viðstöðu í Esjufjöllum og kom til haka norður af jöklinum 24. júní. Næstu jökulfararnir voru Sví- arnir Hakon Wadell og E. Yg- berg. ASal markmið þeirra með feðrinni var að finna ástæðurn- ar fyrir jökulhlaupunum, eink- um hinum tíðu hlaupum úr Skeiðarárjökli. Þeir komu liingaS lil lands i júní 1919 og ferðuðust fvrst víða um suðurland en lögðu ekki á stað í jökulferðina frá Kálfafelli í Fljótshverfi fyr en 27. ágúst. Höfðu þeir með sjer þrjá liesta til drátar og fóð- ur og vistir til tíu daga. Þeir lögðu leið sína upp á Skaftár- jökul í beina stefnu norður af Kálfafelli, en þar var ilt sleða- Gamall vatnsbotn sunnan við Vítisveg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.