Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 14
12 F A L K I N N Jólakwfið Saga eftir CHARLES DICKENS Endursögð af Axel Breidahl. Ví'Ó' sátum saman i vinnustofunni minni, nokkrir kuiin- ingjar i mestu makindum, ekta jóla-makindum, en vetrar- stormurinn hvein i trjánum, ýlfraöi i simavírnum og gnauö- aði á gluggunum. Jeg man ekki hvernig taliö barst aö Dickens — jxiö voru máske andstæöurnar — en att í einu voriun við farnir aö rökræða af kappi. Einn af þeim yngstu sagöi: — Dickensl Hver œtli lesi Dickens framar. Hann er alt of seinn í vöfunum og mærðar- mikill.... Og þá var það, að jeg fór að verja Dickens: Við þykjumst víst allir kunna Dickens utanað. En i hvert sinn sem við lesum hann, opinberast okkur ný gleði. Við verðum aðeins að lesa hann i nœði. Einmitt á þessum flausturstímum verka sögurnar hans svo róandi á taugarnar. — Annars skal jeg segja ykkur sögu eftir hann, sem þið ekki þekkið. Hún hefir ekki verið þýdd, svo jeg viti — og mí skal jeg endursegja hana eftir minni og með eigin orðum. Jæja, við skulum kalla snguna: Köldukastíð. TILLY og mjer kom sam- an um, að það væri ekki eftir neinu að bíða. Tilly hjet eiginlega Matthild- ur og var unnustan min. Við vorum bæði á móti löng- um trúlofunum. En loreldrar okkar sögðu, að hún væri barn og jeg væri drengur. Og Bon- sor frændi minn, sem liafði fjárhald á reitunum mínum eft- ir lát foreldra minna, sagði, að jeg skyldi híða þangað til jeg læfði lært meira og þangað til atvinnan, sem jeg stundaði, væri komin á betri rekspöl. lp N hversvegna í ósköpunum ^ áttum við að bíða? Við vorum ungir elskendur, sem stóðum ekki í neinu að baki frægustu elskendum, sem sag- an segir frá, Abelard og Heli- ose, eða bvað þau nú heita. Tilly var blátt áfram yndisleg. Og hið uppvaxandi yfirskegg mitt naut frægðar í Dover og ná- grenni. Og svo áttum við nóg til, bæði tvö. Og það var vit- anlega það mikilsverðasta. Þessvegna einsettum við okk- ur að bjóða gamla fólkinu byrg- inn svo að um munaði. Jeg skrifaði átta blaðsíðu brjef í þremur eintökipn, og lýsti þar megnustu andúð minni á einlífi yfirleitt og lýsti því yfir, að gamla fólkið liefði engan rjett til að bæta nýjum ógæfusömum elskendum við þá sem fyrir væru. Fyrir áskorun mína gaf Tilly yfirlýsingu um, að hún væri reiðubúin til að taka eitur, ef hún fengi ekki vilja sínum framgengt. Og loks lýstum við því yfir, bæði tvö, að við mund- um strjúka við fyrsta tækifæri og láta gefa okkur saman, án samþykkis þeirra gömlu. Þá ljetu þau loks undan. Og blöðunuin var send opinber til- kynning um, að berra Alfred Sterling (mitt borgaralega nafn) ætli að klambrast í hjónabands- hlekkina þann 27. desember á- samt jómfrú Matthildi Stand- fast, einkadóttur Standfasts kap- teins í konunglega flotanum i Dover. Bonsor frændi minn liafði komið mjer fyrir hjá Baum & Boompjees, sem var þýskt versl- unarfyrirtæki i London. Gerði jeg þar svo lítið ógagn, sem mjer var unt, með því að gera ekki nokkurn skapaðan lilut. Um þær mundir mun Bonsor frændi hafa verið einna virð- ingaverðaslur maður í öllu Eng- landi. Áreiðanleikinn og virðu- leikinn ljómaði beinlínis af þykka, rósótta vestinu hans, sem Jiann var í bæði sumar og vet- ur. Það var svo traustvekjandi, þetta vesti, að þó það liefði komið labbandi einsamalt inn í Englandsbanka, mundi gjald- kerinn fúslega hafa greitt því livaða upphæð, sem vera skyldi, livort lieldur i gulli eða seðlum. Svona var Bonsor frændi. Það var á nafnið lians, sem jeg hafði fengið stöðuna. Það varð að ráði, að jeg færi frá London á aðfangadaginn og yrði um kvöldið lijá Bonsor frænda. A jóladaginn áttum við að horða lijá Standfasthjón- unum, tengdaforeldrum mínum. og annan dag jóla áttum við að undirskrifa ýms skjöl og skilríld. Og þriðja dag jóla átt- um við svo að giftast. Svona var nú áætlunin. CMvILNAÐUR minn við Baum & Boompjess varð hinn liá- tíðlegasti. Jeg hafði hoðið öllu fólkinu í hvínandi skilnaðar veislu á Þorláksmessukvöld. Já, það mátti nú segja hvinandi! Jeg gat ekki neitað því, að flest- ir urðu góðglaðir. Og við skild- um ekki fyr en komið var langt fram á dag, eftir að vinir mínir höfðu, margraddað og i tuttug- asta og sjöunda skifti fullvissað mig um að jeg væri „a jolly good fello\v“. Jeg misti af hádegislestinni til Dover, og afrjeð því að bíða eftir lestinni kl. 8% um kvöld- ið og það þvi fremur, sem liús- bændur mínir, í gleði sinni yfir að jeg færi, höfðu boðið mjer til lítils, fjögra manna kveðju- snæðings hjá mr. Max Boom- pjees, yngri húsbóndanum og þeiih sem lijelt veislurnar. Þetta var hunangs miðdegis- veisla. Jeg skemti mjer prýði- lega. Jeg skildi við húsbænd- urna i miðri flösku af þykku portborgarvíni, náði í leiguvagn og skotraði mjer inn í lestina í London Bridge. Þið vitið livað lestin ekur liarl þegar maður hefir innbyrt góð- an miðdegisverð rjett áður en maður fer af stað. Mjer fanst því líkast, sem jeg liefði verið sendur með símanum til Dover, svona fljótt liafði það gengið. Jæja, nú er víst mál til kom- ið, að jeg segi ykkur, að einu sinni þegar jeg var strákur datt jeg ofan í dý suður í Kent og varð innkulsa. Þessi sjúkdómur Iiafði víst falið sig í kroppnum á mjer í öll þessi ár. Að minsta lcosti gaus hann nú upp með fullum krafti, livort það nú hef- ir verið af æðibunuganginum á lestinni, dragsúg, loflslaginu i klefanum eða hvað það nú hef- ir verið. Þetta var reglulegt jólakvef eða inflúensa eða eittlivað í þá átt. Það er að segja, það var ti- falt verra. Það var köldusótl. Og hvilík köldusótt! Hún lýsti sjer í því, að jeg skalf allur á beinunum og riðaði eins og sei i fárviðri. Jeg bafði gersamlega mist alt vald yfir útlimunum og veslings búkurinn á mjer var eins og skip í Reykjanesröstinni þegar hann er á útsunnan. Blóð- ið æddi um líkamann með miklu meira en leyfilegum liá- marksliraða. Og svo rann það meira að segja í öfuga átt. Það var liræðileg tilfinning. Og svo liringsnerist alt í liausnum á mjer eins og þúsund gufuvjelar liefðu fælst samtímis. En þó gat jeg bæði hugsað og talað, þrátt fyrir að tennurnar glömr- uðu í skoltinum á mjer og tung- an væri í baklás. Jú, vist var það köldusótt. Þegar lestin staðnæmdisl |jau jeg út úr klefanum og beint i fangið á vingjarnlegum burð- armanni, sem studdi mig, en ljósker, brautarteinar, lestir og liús óku i liringekju alt í kring- um mig. Nú Jiefi jeg alla mína daga verið hófsemdarmaður, ef það er það, sem þið eruð að liugsa um. Og þykka tjöruportvinið yngra húsbóndans kom ekkerl jjessu máli við. Þetta var köldu- sótt. Og það sagði jeg líka öll- um á stöðinni. Og allir brostu líka svo hughreystandi og sam- úðarfult til mín. Allir, nema einn. Burðarkarl. Hann glotti. Nú hefi jeg eiginlega aldrei lialdið, að burðarkarlar væri sjerstaklega liarðlirjósta þjóð- flokkur. En í þessum karli var ekkert hjarta. Hinsvegar var þetta líffæri í liinum manninum, sem tindi mig upp i leiguvagninn og hag- ræddi mjer þar og dúðaði mig i fötum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.