Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 39
F Á L K I N N 37 Skölinn og leikfimishúsið. sem fyrstur ljet reisa kirkju á Hólum, og var hún vandaðri en títt var um islenskar ltirkjur þá, en hún brann eftir skamma stund. Hina fyrstu biskupakirkju þar Ijet Jón helgi reisa og stóð hún þangað til á dögum Jörund- ar biskups (1267—1313), en hann ljet byggja aðra stærri, 50 álna langa og stóð hún um 100 ár, en hrundi 1394 i tíð Pjeturs biskups Nikulássonar, er reisti bina næstu kirkju, er staðið mun hafa rúm 200 ár, eða þangað til á dögum Guðbrands, en brotn- aði á ellidögum hans, svo að eklci varð hringt á staðnum. Næsta kirkjan stóð svo til 1754 er liún var rifin og þá'reist kirkja sú, sem enn stendur á staðnum og telja má með merkustu bygging- um landsins. Var hún hlaðin úr sandsteini úr Ilólabyrðu og kalk- húðuð. Iíirkja þessi er að með- talinni forkirkjunni 41 alin á lengd en 15 á breidd. Aðaldyr voru um forkirkjuna á vestur- gafli, en auk þess dyr á suður- hlið, kallaðar frúardyr, en um þær gengið inn í „frúarstúkuna" sem var undir prjedikunarstóln- um. Há milligerð var á milli kórs og kirkju en utanvið hana norðan megin var biskupsstúk- an. Innri gerð kirkjunnar hefir verið breytt á ýmsan hátt frá því, sem upprunalega var og flestir hinna góðu gripa sem kirkjan átti eru horfnir; tóku Danir suma, en aðrir hafa lent í þjóðminjasafninu í Reykjavík og má þar nefna kápu Jóns bisk- ups Arasonar, sem enn er notuð við biskupsvígslur. Iíaþólskir biskupar á Hólum munu jafnan eða nær altaf hald- ið skóla á stólnum, þó ekki sje þess getið nema um suma þeirra. En eftir siðaskiftin voru settar fastar reglur um skólahald á Hólum og í Skálliolti og lijelst Hólaskóli til 1800, að hann var lagður niður eins og prentsmiðj- an, þegar hiskupsdæmið var af- numið. Nemendur skólans skyldu vera 24 en kennarar tveir en yfirumsjón skólans var i hönd- um biskups og galt liaim kostnað við skólahaldið af tekjum stóls- jarðanna. Skólameistarinn fjekk i árslaun 60 rikisdali i smjöri, fiski, vaðmáli og peningum en til fæðis fjekk hann eitt naut, fjóra sauði fullorðna, 6 malt- tunnur, eina smjörtunnu, eina tunnu af salti en þrjár af mjöli, 260 fiska og svo mjólk og skyr eftir þörfum. En heyrarinn eða konrektorinn fjekk 20 dala laun auk fæðis. Piltum var skift í tvo flokka eftir stærð, og fengu þeir stærri meiri skamt og 10 álnir vaðmáls til fata, en hinir smærri ekki nema 7. —■ Sú námsgreinin sem langmest rækt var lögð við var vitanlega latínan, áttu skólasveinar eigi að- eins að geta skilið latínu á bók heldur lika geta talað hana og ritað. Gríska var einnig lesin og Nýja testamentið notað við nám- ið, einnig áttu þeir að kunna að lesa og skrifa íslensku og dönsku og læra svolítið í hebresku, þeir sem færastir voru. Aðrar náms- greinar voru trúfræði, siðfræði, saga og söngfræði. Skólanámið var tvö ár, að því loknu gátu stúdentarnir orðið prestar. Mannmargt hefir oft verið á Hólum í þá daga og liefir heim- ilisfólk sjálfsagt oft verið um hundrað og auk þess var mikið um farandfólk á staðnum í sum- um árum. En það var af miklu að taka. Kringum 1660 er talið að stóllinn hafi liaft afgjald af 318 jörðum, sem honum höfðu gefist og landskuldir um 370 hundruð auk eftirgjalds fyrir 1435 kúgildi. Telst til að þessar landskuldir hafi numið um 40.000 krónum ó ári, með því verðlagi sem var fvrir stríð. En þó var Hólastóll miklu auðugri en þetla síðustu 100 árin fyrir aftöku Jóns Arasonar. Þegar biskupsstóllinn var lagð- ur riiður voru Hólar seldir — fvrir 2400 dali og komust nú aftur í einstaks manns eign. í bvrjun 19. aldar var almennur skortur á byggingarefni um land alt, m. a. af samgönguteppu þeirri er fylgdi Napóleonsstyrj- öldunum og því var það, að hin- ir nýju eigendur Hóla seldu staðarhúsin til niðurrifs og voru þau flutt til næstu bæja. Þarna hafði áður verið fjöldi húsa, til- heyrandi biskupsstólnum, skól- anum og prentsmiðjunni og er talið að þau liafi verið alt að 60 með útihúsum. En alt þetta hvarf, að kalla mátti eftir að Hólar urðu bændaeign, nema dómkirkjan. Ilún var úr steini og varð ekki rifin. Eitt hús var það á Hólum, seni mikill sökn- uður var að missa, en það var Auðunnarstofa svonefnd, reist af Auðunni biskupi Þorbergssyni ig orðin 500 ára er hún var rif- in fyrir rúmuin 100 árum og snemma á 14 öld. Var hún þann- hafði verið svo ósködduð, að sennilegt er að liún gæti staðið enn i dag, ef sæmilega liefði ver- ið haldið við. Árið 1882 hefst nýtt tímabil i sögu Hóla. Þeir höfðu nú lifað við lítinn orðstír í 80 ár, en þetta ár kaupir sýslunefnd Skagfirð- inga jörðina fvrir 14.000 krónur í þeirri tilgangi að stofna þar búnaðarskóla. Sá skóli liefir nú staðið í fimtiu ár og hafa marg- ar breytingar orðið lil hins betra á þeirri hálfu öld. Hólar mega teljast með hestu jörðum landsns, en jörðin liefir ekki tekið öðrum eins stakka- skiftum allan þann tíma sem biskupsstóll var á Hólum eins og á þessu siðasta tímabili. Þar hafa verið gerðar jarðarbætur miklar og jörðin húsuð vel, svo að nú er ærið staðarlegt heim að lita til Hóla, eins og mynd- irnar, sem hjer gefur að líta hera vott um. Ber nú einna liæst á hinu nýja skólahúsi, sem er stórbygging á íslenskan mæli- kvarða. En það er kirkjan sjálf, sem er og verður gimsteinninn meðal þessara bygginga, svo lengi sem hún stendur. Og ]iað er sennilegt, að hún eigi eftir að standa af sjer flest nýrri húsin, sem reist hafa verið á Hólum í tíð liins nýja skóla. Og Ilólar hafa fengið biskup aftur, þó nokkuð sje með öðrum hætti en fyr. Þegar lög voru setl um vígslubiskup á Alþingi 1909, var annar þessara nýju auka- biskupa kendur við Skálholts- stifti eu liinn við Hóla. Geir Sæmundsson prófastur á Akur- eyri var liinn fyrsti vígslubiskup Hóla en Hálfdán prófastur á Sauðárkróki annar, var liann vígður í Hólakirkju að viðstödd- um fjölda fólks. Og prestar liafa nokkrir verið vígðir þar. Þannig liafa Hólar enn i dag hæði biskup og skóla. Skólinn er að vísu búnaðarskóli og biskup- inn vígslubiskup en ekki starf- andi yfirmaður allrar kristni i Hólastifti. En tímarnir hreytast. Og þó munu þeir aldrei breytast svo, að eigi verði bundnar við Hóla flestar dýrustu minningar, sem Norðlendingar eiga. Ilúlar. í baksýn frá v.: Hólabyrða, Ifagafjall og lieykjahyrna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.