Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 29

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 29
F Á L K I N N 27 in bráSum að fara aÖ hátta, en þá var barið á eldhúsdyrnar. „ÞaS er maSur hjerna úti, sem endilega vill fá aS tala við skógar- vörðinn", sagði stúlkan þegar hún kom inn. „Hvaða maður er það?“ „Ferðamaður — gamall maður" Skógarvörðurinn varð háif ergi- legur en stóð upp og fór út. „Hvað viljið þjer?“ spurði hann þegar hann sá manninn. „Herra skógarvörður — jeg lieiti Óli Jónsson, og jeg er með hann Snipp hjerna í malnum mínum“. „Hvað eruð þjer að segja maður?“ Skógarvörðurinn hrópaði upp, svo hissa varð ha'nn. „Jeg er með hann Snipp i maln- um mínum“, hjelt Óli gamli áfram og augnabliki síðar lyfti hann Snipp varlega upp úr pokanum. Hann var að vísu heldur daufur í dálkinn og stirður; en skógarvörð- urinn sá brátt, að hann mundi ekki verða iengi að jafna sig. Snipp flaðr- aði upp um húsbónda sinn. „Athugið þjer, Stína, að láta börn- in ekki koma hingað fram — ja þvíiík gleði sem nú verður; nú skui- uð þjer koma inn og sjá sjálfur hve glöð börnin verða“. Skógarvörðurinn fyltist eldmóði af kæti. Hann setti sjálfur Snipp of- an i pokann aftur og dró Óla gamla með sjer inn í stofuna og að jóla- trjenu. „Upp með pokann jólasveinn — og i'rani með gjöfina!“ Óli hlýddi og eftir augnablik heyrðist langt gleðióp af munni barnanna. Biessunin hann Snipp stóð þarna bráðlifandi á miðju gólf- inu. BÓRNIN þrjú urðu brátt góðvin- ir Óla gamla og þreyttust ekki á, að hlusta á frásögn hans af viðureigninni við.örninn og um hina undraverðu björgun Snipps. En glaðastur allra var þó Óli gamli Jónsson; hann hafði ekki að- eins bjargað Snipp heldur lia.rð' hann líka bjargað jólagleði skógar- varðarfólksins. Og það er alls ekki smáræði fyrir flakkandi varningsmann. 27 ag 3i 30 82 So Iólaóamrin- 32 33 -36 -V, ‘ 7 4o 38 ^3q 49 44 ^7/ «*> 46 Kærkominn jólagestur. Þið eruð vist fyrir löngu farin að hlakka til jólanna, enda eru þau nú bráðum komin. Og altaf eru jólin og jólagleðin jafn kærkomin, ekki síst hjá börnunum. Jólin eru hátíð barn- anna og jóladagarnir mestu gleði- dagarnir á öllu árinu. Það er ekki síst vegna jólagjaf- anna, sem börnin hlakka til jólánna. Jafnvel þeim, sem orðnir eru full- orðnir og segjast ekki kæra sig um neinar jólagjafir, mundi þykja súrl i brotið, ef þeir fengi enga gjöfina, ekki vegna gjafarinnar sjálfrar lield- ur vegna þess, að það mundi þykja tómlegt ef enginn vildi minnast manns á sjálfum jólunum. En úr því að jeg er að minnast á jólagjafir, þá kemur mjer i hug dá- litil saga um gjafaútbýtmgu, sem mjer var sögð í fyrra. Á heimilinu sem sagan gerðist hafði eins og á öllum heimilum verið afar mikið að gera fyrir jólin og þegar pabbi kom inn að jólatrjenu, bújnn eins og jólasveinn með sítt og hvítt skegg og húfu og átti að fara að útbýta gjöfunum, þá kom það i ljós, að mamma hafði gleymt að skrifa nöfn- in bögglana. Nú var úr vöndu að raða fyrir pabba jólasvein, en liann ijet eins og ekkert hefði i skorist og útbýtti gjöfunum, eftir því sem hánn hjelt að við ætti, eftir útliti bögglanna. En eins og þú sjerð á myndinni þá urðu margir hissa á því, sem þeir lengu: Afi starði vandræðalega á hringlu. Amma horfði undrandi á langa tóbakspípu. Mamma varð ekki lítið hissa, þeg- ar hún opnaði vindlakassa. Pablji hafði l'engið regnhlif. Stóri bróðir hafði áreiðanlega ekki búist við að fá brúðu. Og stóru systir þótti skrítið að tá strákasleða. í böggli litla bróður var sauma- vjel. Og litla systir hafði síst af öllu búist við að fá ljósmyndavjel. Og litla barnið hafði ekkert aö gera við ballskóna sem það fjekk. Jæja, en svo var þetta lagað og allir fengu sitt. En það var mikið hlegið að þessu. En nú ætla jeg að spyrja ykkur: — Getið þið nú útbýtt gjöfunum eins og vera bar, svo að allir verði ánægðir? Ef þið getið það ekki, þá sjáið þið ráðninguna á öðrum stað. flver er bann? Þegar þið lítið á þennan hræri- graut af tölum og strykum, þá hald- ið þið kannske að Tóta frænka sje að gabba vkkur. En áður en þið farið að hugsa ill um mig, þá ætla jeg að ráðleggja ykkur að fá ykkur blýant, byrja við töluna 1, draga stryk að 2, og áfram til 3 og svona áfram þangað til þið eruð komin að tölunni 88. Dragið strykið fast. Þegar þið hafið farið svona tölu frá tölu þá mun koma fram að lo.í- um mynd af gömlum og góðum kunningja, sem kann miklu betur að útbýta jólagjöfum en pabbinn, sem jeg var að segja ykkur frá áðan. Barnahíal. Kennarinn: — „Því mennirnir verða að vinna og konurnar að gráta“. Hver er meiningin i þess- um orðum, Tommi? — Það er meiningin, að menn- irnir verða að vinna til að eign- ast peninga og kvenfólkið að gráta til þess að fá þá hjá þeim. Vikadrengurinn: — Gesturinn á nr. 116 segir, að það hafi lekið á sig í rúminu í nótt, svo að hann hafi orðið holdvotur. Gestgjafinn: — Skrifið þjer þá eitt bað — krónu og fimtíu — á reikninginn hans. — Verður giraffinn ekki kvef- aður ef hann veður í lappirnar? — Jú, en ekki fyr en í vikunni á eftir. Já, jeg var á ferð um Sikiley og þá rjeðust ræningjar á mig og tóku alt af mjer — peningana, úrið og meira að segja vagninn minn. Jeg hjelt þú hefðir haft skamm byssu? —Já, það var satt, — en hana fundu þeir ekki. Frœnka: — Unnustinn þinn er kornungur, Molly. Hefir þú sagt honum hvað þú ert gömul? Já, að nokkru leyti. Hann: — Mikill ágætis matur er þetta. Hvað kemur til. Áttu von á nokkrum til að borða? lJún: Nei, en jeg hugsa að eldakonan eigi það. Innbrotsþjófurinn: — Hvar er maðurinn yðar? Konan (skjálfandi): — Hann faldi sig undir rúminu. Innbr.: — Þá ætla jeg ekki að hreyfa neitt. Það er nógu mikið böl að eiga ragan mann, þó mað- ur sje ekki rændur í þokkabót, Þegar gjafirnar rugluðust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.