Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 20

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 20
18 F Á L K I N N Gesliar Ihjíá steiealdarkoimi^ Til vinstri• Nýiendan við Amdrupshöfii T. h.: Við kofa Júlíusar o() Elisu. Eftir REGINALD ORCUTT. Hún heilsaði okkur konungleg eins og dóttir Djengis-Khan. Með innilegu alúðarhrosi, sem blandaðist djarflegu tilliti for- vitinna sælla og svartra augna bauð hún okkur innilega vel- komna. Hún gaf bendingu með því að kinka kolli og að vörmu spori þustu krakkarnir hennar fram, staðnæmdust snögglega og horfðu á okkur undan hleypt- um brúnum, gutu hornauga hvert til annars, skriktu um leið og þau hnutu um hrúgu af loðn- um hvolpum og endasentust inn í kofann. Móðir þeirra fór að skellihlæja og með látprúðum hreyfingum opnaði hún dyrnar upp á gátt og bauð okkur inn. Brekkan upp að Tobinliöfða neðan frá grjóturðinni við Am- drupshöfn er hvorki brött nje erfið, en við urðum að rekja okkur mílu eftir milu um grýtt- an halla, sem sjórinn liefir skol- að upp á ströndina við Rosen- vingeflóa eftir að hafa malað hann í kvörn tímans um hálfa miljón ára. Urð úr gneis og kalksteini. Þarna var enginn slóði, því að þeir fáu, sem eiga þarna heima og eiga erindi við kaupstjórann í nýlendunni og færa Jósúa og Severínu rjúpur til Vonarhöfða nota vitanlega húðkeipinn sinn, en konur og krakkar koma á eftir i umíak konubát — eða sitja heima, eu það er algengast. Vetrarísana á firðinum hafði leyst fyrir þremur dögum. Eu þó kominn væri júlímánuður og geislar miðnætursólarinnar glitr- uðu og leiftruðu heiðbláir og smaragðgrænir á skriðjöklunum á Kristjánslandi IX. skændi samt ís á sundið þar sem grunt var, en þessi börkur hvarf fyr- ir morgungolunni. Himinhvolf’ð virtist óskiljanlega fjarri, mjall- Iivitt í austri yfir rekísbreiðun- um, en háloftið eins og turkis- blá hvelfing alsett hvítagulls víravirki úr fjarlægum skýjum og gullregni ískrystallanna marg- ar mílur yfir höfði okkar. Langt framundan sáum við nyrst.u Eskimóabvgðina í Austur-Græn- landi, eins og gróna fasta i klettinn: heimkynni Júlíusar og Elísu. Hans og Jim höfðu stritað þessa leið frá Claveringeyju suð- ur um vorið með hundasleðana sína, sex hundruð mílna veg, og voru kunningjar hvers ein- asta Eksimóa á Liverpoolströnd • inni. „Gertrud Rask“ hafði ílutt þeim fyrstu og einustu póst- brjefin á árinu frá Kaupmanna- liöfn, fullan sekk af upplífgandi staðreyndum frá öllum breiddai stigum, verðmæti framleidd af vjelaöldinni, sem var svo uridur- samlega fjarri kyrðinni á þess- um afskektu slóðum. Þeir ætl- uðu að hverfa heim eftir viku og var bæði um og ó. Annars- vegar gleðin yfir endurfundum við ástvini og ættingja, vonin um skemtileg kvöld í Tivoli, ilmurinn af danska beykiskóg- inum meðfram Eyrarsundi, líí's- þægindi og öryggi. En ávalt munu þeir telja það töfrandi endurminhing að Iiafa dvalið heilt sumar og heilan vetur á þessari miklu eyju, sem var sköpuð á morgni lífsins, en þar sem lífið virðist vera að byrja. Þeir þrömmuðu þarna á und- an okkur við hliðina á fornfræð- ingnum, lilæjandi og revkjandi með vasana troðna af Carlsberg Exportbjór, sem þeir höfðu feng ið af skipsvistunum og nýja pakka af amerískum Chester- field-sigarettum í anoraknum. Læknirinn, Greta dóttir hans og jeg komum á eftir með fleira góðgæti. Þeir Hans og Jim höfðu dvalið i Umanak nokkur ár og töluðu grænlensku reiprennandi. lnnúit, ekki eslcimó, sögðu þeir. Eskimó: kjötæta er engin grænlenska heldúr Indiánamál, myndað af Cree-Indíánunum sem þóttust meiri hinni norð- lægari grönnum sínum í Can- ada. Inriúit þýðir: hinir lifandi. Meðan við bröltum yfir flögu- grjót og möl upp á ásinn opnað- ist okkur Scoresbysund í vestri, i einmanalegri tign og töfrandi fegurð, Að vísu munu menn vart kalla grænlenska strand- landið fagurt og orðið frítt gefur eigi heldur rjetta lýsing á þess- um ferlegu fornu kynjamynd- um skopunarverksins í frumöld. Utan frá þröskuldi hafsins teyg- ir sundið firði sina og krepta risafingur laugt inn í land. Dal- ir sundsins eru liuldir þrjú hundruð metra djúpum sjó, en á lionum fljóta heilar fylkingar af ísjöklum, sem hinn lifandí skriðjökull skilar sí og æ í faðm hafsins öld eftir öld, alt ofan frá liömrum bergeyjanna, eða núnatakkanna inni á jöklin- um, en þeir gnæfa hátt við him- inn og tignarlegir svo að orð fá eigi lýst. Grænlendingabústaðirnif i þess- um úthverfum norðurpólsins Grænlensk börn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.