Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 21

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 21
F Á L K I N N 19 Til vinstri: 'Uisa meö yngsta barn iö sitt. T. h. I■'jölskylda Júliusar. 1 ■ eru gerðir úr liellu og grjóti. Og aldrei hygði nokkur Keníti, sem Balaam spáði um, hús sitl á traustara hjargi; húsin eru uelgd við klettinn, eins og skelj- ar sem maður sjer á þangi um fjöruna. Vesturgaflinn í kofa .íúlíusar er styrktur með gildri Síheriufuru, sem ef til vill liefir rekið liingað austan frá Ob eða Jenissei. Gegn suðri og veslri fallegir gluggakarmar með glerrúðum, hámark tíslcuþægind- anna frá Kaupmanahöfn. Og á varpanum fyrir utan er grind úr furu til þess að leggja húð- keipana á, elta tóuskinnin á, sól- baka skinnsokkana og liengja selkjötið til þurks, svo hátt að sepparnir nái ekki í það. Ah! segir Elísa og brosir, þeg- ar við hneigjum okkur og göng- um inn. Drottinn minn, hvað þetta alt er yndislegt! Að vera kominn á burt úr heimi, sem engist sund- ur og saman af fjármálaraun- um, skuldum, vígbúnaði, toll- múrum, gjaldeyrisvandræðum, banni, þorpurum og yo-yo, og brjóta hjer brauð sitt sem gest- ur lijá liúsfreyju framan úr steinöld og afkvæmum hennar, frændum okkar, sem fyrir tólf þúsund árum lögðu upp í lang- ferðina hingað innan úr dular- heimum Mið-Asiu! Sem gestur hjá þessari húsfreyju, sem heils- ar okkur með hlýju handtaki, og á glaðlegan hlátur sem okkur ekki aðeins dreymir um heldur heyrum, og sem nú er að kveikja á primusnum. Ljettur logi gýs upp eins og tákn gestrisninnar hjcr á útvígi mannkysins, „hak- dvramegin" á Grænlandi. Hún hafði sjeð til okkar fyrir meiia en klukkuslund, en Hans fullyrti við mig, að þrifnaðui- inn og reglusemin sem heimilið bar vott um væri alls ekki koin- ið til af því, að hún hefði átt von á gestum. Hillur voru með- fram veggjum í þröngu and- (iyrinu og lágu þar net, skutlar, snæri og byssur. Til hægri lítii stofa með gluggum gegn austri og vestri. 1 norðvesturhorninu voru þrjú rúm. Á norðurveggn- um höfðu verið hengdar upp með stærðfræðilegri nákvæmni ofurlítil mynd af Ivristjáni kon- ungi tíunda, klipt úr blaði og i messing umgerð sem var alt of slór en prýðilega fægð, litmynd er sýndi innreið Jesú í Jerúsalein á pálmasunnudag, ljósmynd af Rosing presti i Angmagsalik og stórt en býsna snjáð landkorf Evrópu fyrir ófriðinn — á liöfði. Kassi, sem einu sinni hafð haft að geyma róusykur sunnan úr Tjekkoslovakíu var notaður sem horð undir prímusinn, en þarna voru fleiri kassar, sem notaðir voru í stóla stað. Júlíus liafði i vetur selt spánýtt gólf úr ilm- andi furubörðum í stofuna, timbrið hafði orðið afgangs aí' kirkjubyggingunni í nýlend- unni. Þarna stóð blilckfata með vatni sem hafði náðst við að hræða snjó; og við hliðina á lienni áhald sem sjaldan sjest nema í svefnherbergjum, banna- fult af kjöti, spiki og innýflum úr nýdrepnum sel. Elísa er fríð og fönguleg þó liún sé orðin tuttugu og sex ára gömul og fjögra barna móðir „blessaða Guðs-selina“ kall- ar presturinn þau, af því að lömb eru engin til á Austur- Grænlandi. Hún er óblandaður innúit og af því að hennar ar fólk er liingað komið frá Angmagsalik og jiangað ■ frá Vesturbygð á Grænlandi hefir hún þjetta svarta hárið skift í miðju og fljettað. En Eleonora og Cliarlotta og Severina (þau fara illa þessi kristnu nöfn) nota hárgreiðslutískuna frá Angma- gssalik, háan, bogadreginn tvö- faldan hnút, reyrðan saman með þveng úr lituðu selskinni. Breiða unglega andlitið, alvarlegt og brosandi á víxl, var lifandi mynd cilbrigði og lífsgleði, sem ljóm- aði af eirlituðu hörundinu. Tenn- ur hennar voru skínandi livítar, ennþá óslitnar og óskemdar af þvi að elta skinn; stutta og breiða nefið ótrúlega fallegt. Og á fallegu eyrunum dingluðu í dag frumlegustu eyrnahringirnir sem jeg hefi nokkurntíma sjeð. Ein rauð perla, tvær grænar. ein rauð og svo að lokum hvít- ur buxnahnappur, minjagripur eftir þvott af einhverjum ferða- manninum. IJún var í ljósblá- um unorak, peysu með áfastri hettu úr vatnheldu ljerefti, fall- ega útsaumuðum selskinnsbrók- um og háum skinnsokkum, sel- skinnsskóm með hundskinns- bryddingum, prýðilega saumuð- um og með sólum úr rostungs- húð. Elísa var frá sjer numin af gleði, þegar Greta svaraði kveðju hennar á reiprennandi græn- lensku og á mállýslcu þeirri, sem hún sjálf liafði talað í Vest- urbygð og ekki spilti það þegar hún tók upp öskju með góm- sætu og íallegu átsúkkulaði frá Nordfelds í Austurgötu. Hans og Jim var tekið eins og göml- um vinum enda voru þeir gam- alkunnugir þarna, og þeir gáfu sigarettur og eldspítur í orlofs- gjöf. Svo voru læknirinn og fornfræðingurinn kyntir og ljetu eins og þeir væru heima hjá sjer á hreinu furugólfinu, livor með sinn krakkann á fanginu, alveg ófeimna. Það reyndist öllu flóknara að kynna mig, því að jafnvel þó að það væri Skoti sem fann Scoresbysund fyrir lieilli öld og gæfi því nafn sitt, og að síðan hafi komið þarna inargir Bretar, sem innúítarnir kalla „Tuluk“, var jeg fyrsti Am- eríkumaðurinn sem komið hafði í þessa bygð og frú Greta út- skýrði nú, að jeg ætti heima sólarlagsmegin við hafið mikla. Elísa hafði heyrt föður sinn tala um Ameríkumenn, sem komu frá Boston með kryolit- skipunum til Ivigtut. Eigi að siður virtist jeg vera mikið ný- mæli á þessum slöðum. Elísa íagði höndina á öxlina á mjer og ljómaði af fögnuði. „Amer- ikamiu“ kallaði hún mig og á samri stundu var þetta orðið heiti mitt í hverjiun ejinasta eskiniþakofa milli Tobinhöfða og Harry-eyjar, því að frjettir ber- a,st fljótt, jafnvel í símalausu landi. PenelopC, konan min, sem iijelt arineldunum lifandi, ekki á íþöku heldur í danskri eldstó á Skagen, hefði kvöldið áður en jeg lagði af stað í Grænlands- ferðina gefið mjer fjöldan all- an af ýmiskonar smáglingri með sterkum litum og gljáa, sein jeg átti að gefa grænlensku börnunum, en sjálfum mjer hafið hún gefið stóra og fall- ega hitaflösku og var utan á henni mynd af glottandi eski- móastrák, sem sat á jaka og af púka sem glotti enn meir og skaraði í eldi og lýsti þvi yfir á fjórum tungumálum, að flaskan væri óbilandi. Um morguninn hafði jeg heðið ugfrú Morten- sen á „Gertrud Rask“ að fvlla flöskuna með sjóðheitu Brasi- líukaffi. Vegna þess hve græn- lenska loftið var hreint og tært var hægt að sjá til ferða okkar alla leið frá Amdruphöfn og / húökeip á grænlenskum firði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.