Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 38

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 38
36 F Á L K I N N Myndin sýnir núverandi húsaskipun á Hólum. Frú v.: áhaldahús, skóli íbúðarhús, kirkjan og peningshúsin. Það mun tæplega verða um deilt, að þegar minst er á Hóla í Hjaltadal við Skagfirðing gæt- ir meiri lotningar lijá honum, en hjá Árnesingi sem talar um Skálholt. Hjer skal ekki út í það farið, að leita skýringar á þessu, livort það stal'i af mismunandi Ivndiseinkunn norðan lands og sunnan, missterkri rækt við erfð- irnar eða öðru. En þó má benda á eitt, sem gerir aðstöðuna ó- líka: Árnesingar eiga ekki að- eins Skáihoit heldur líka Þing- völl. Þeirra trygð er dreifð á tvo sfaði. En Norðlendingum eru Ilólar að mörgu leyti þetta hvorttveggja þó aldrei væii þar háð Alþingi. Og óneitanlega hefir þeirra bisk- upssétur orðið þeim meira, en Sunnlendingum Skálholt. Það er eftirtektarvert, að þó að hisk- upsdæmi Suðurlands væri hæði stærra og fjöhnennara, þá stend- ur eigi minni ljómi af Hólastól en Skálholts, en oft meiri. Og það er einn Hólabiskupa, sem á sinni tíð gerðisl einn mesti land- varnamaður, sem Island hefir átt fyrrum daga, hvort sem það voru eiginhagsmunir og valda- girnd og trúarsannfærnig, sem j)ar rjeðu mestu, eða umönnun fyrir íslenzku sjálfstæði. Þegar hiskupsslóll hafði verið i Skálholti fimtíu vetur komst það í l'ramkvæmd fyrir sókn Norðlendinga, að þeir fengu sjer- stakan biskupsstól fvrir Norð- lendingafjórðung. Það mun hafa ráðið mestu um val staðarins að Illugi klerkur Bjarnason gaf föðurleyfð sína, sem liann sjálfur l>jó á, til biskupsseturs, því ann- ai's mundi staðurinn .eflaust hafa hafa verið valinn í Eyjafjarðar- sýslu, svo að hann lægi nær miðju umdæmi. Fyrsti biskup Norðlendinga varð svo Jón Ög- numdsson, líklega hinn siða- vandasti og strangtrúaðasti allra íslenskra biskupa, sá er breytti nöfnum vikudaganna á þann veg sem enn er i gildi og nam burt úr dagaheitunum nöfn Týs, Óð- ins, Þórs og Freys. Hann er lýst- ur sannheilagur maður 80 ár- um eftir dauða sinn. Og að sögn fró^ra manna hefii trúhneigð áhnennings verið miklu sterk- ari þar nyðra um hans daga og næstu aldir á eftir, en í Skál- holtsbiskupsdæmi. Og eftir að undur og stórmerki fóru að ger- ast við hein jæssa fyrsta biskups á Hólum fór að sjálfsögðu trú manna einnig vaxandi á staðn- um, þangað sem svo margir konni til að fá bót meina sinna. Hólastaður varð helgur staður með Jóni biskupi Ögmundssyni. Lítum svo sem snöggvast aft- ur til Hóla á Sturlungaöld. Bisk- upinn er ekki heima liann er flúinn frá staðnum, flakkar um með betlarahóp í hælum sjer og lifir enda sjálfur á bónbjörgum, gerir kraftaverk, vígir brunna og hjálpar þeim, sem eru enn hágstaddari en hann. En aðra löhdina er þessi förumaður ráð- ríkui ribhaldi og svo mikið j)ráa- blóð, að liann heldur jafnan á- fram orustunni löngu eftir að hann hefir tapað. En heima á Ilólastól sitja fjandmenn hans hinir veraldlegu sigurvegar- ar. Hólastóll gefur með Guð- mundi góða Arasvni öfgamynd af þvi, hvernig harátta gat orð- ið milli kirkjuvalds og konungs á síðari öldum fyrir siðaskiftin. Svo kemur tímabil útlendra biskupa, sem eigi kunna að skjóta skildi fyrir þjóðernistil- finningu og truartilfinningu Norð lendinga, menn sem liugsuðu meira um tekjurnar en skyld- urnar. Þar sitja ýmsir hiskupar. sem ýmist mundu vera kallaðir „okrarar. svindlarar eða fantar“ ef þeir lifðu nú. En það væri beinlínis villaaidi, að fara til- nefna dæmi úr þeim aldarhætti, án j)ess að nefna annað um leið. Alt miðast við sjónarhól þess tíma, sem það fer fram á. Og jæssvegna liafa sagnaritararnir stundum orðið fyrir þeim óhöpp- um, að hefja upp til skýjanna einn og ata annan í for, að þeir gleymdu því sjálfir, að líta á viðburðina og gerðirnar af þeim stað, sem gaf útsýnið óafbakað. Jafnvel Jón Arason getur Iivorki að j)ví er snerlir framferði hans í fjármálúm nje almennri hrevtni slaðist dóm af sjónar- hóli tuttugustu aldarinnar. Sið- ur en svo. En þó eru Hólar frægir af Jóni Arasvni. Eigi aðeins af bar- áttu lians gegn danska veldinu heldui og svo mörgu, sem sýnir að hann er á undan sínum tíma. Hann stofnar fyrstur prent- smiðju á íslandi að Hólum, Iöngu áður en Norðinenn, sem þó voru miklu stærri, láta sjer detta í lmg að koma sjer upp j.essu nýja menningartæki, sem eflaust hefir verið talið stærra þá en útvarpið á vorum dögum. A Hólum er prentuð fyrsta bók- in á íslandi og margar siðar og á þann hátt verður staðurinn um langan aldur merkileg miðstöð állrar lesmenningar, þeim sem aðeins gátu lesið íslenska tungu. Einmitt á Jieini öldum, sem liinir fornu biskupsstólar áttu um sár- ast að binda, eftir að dönsku konungarnir, sem stutt höfðu að siðaskiftunum hjer á landi liöfðu rúið þá, var prentsmiðjan jiað, sem hjelt uppi heiðri Hóla. Staðurinn setti vitanlega stór- lega ofan við siðaskiftin er hin forna dýrð livarf. Hinn síðasti kaþólski biskup var hálshöggv- inn suður í Skálliolti, danskir sendimenn og leiguþý þeirra rændu kirkjuna dýrgripum og fiuttu til Danmerkur, en lcon- ungur kastaði eign sinni á jarð- ir kirkjunnar og hins „mótþróa- fulla“ hiskups, sem síðan er ís- lensk þjóðhetja og þó fremur norðlensk þjóðhetja. Eftir fráfall Jóns Arasonar sitja lúterskir biskupar á Iiólum í 250 ár eða til ársins 1800 er landið var gert eitt biskupsdæmi og biskupinn settur i Reykjavík. Frá þessu tímbili er það Guð- hrandur biskup sem ber höfuð og lierðar yfir alla, mikill maður l.æði sem hiskup og höfðingi og umbótafrömuður meiri en títt var um lians samtíðarmenn. Það er' hann sem fyrstur kemur prentsmiðjurekstrinum á Hólum hoif og hann er i rauninni íyrsti bókaforleggjarinn lijer á 'andi. Það er hann sem ræðst í aó kaupa liaffært skip og leggja grundvöll að innlendri verslun, [. á að sú tilraun yrði árangurs- laus. Oxi Hjaltason er sá nefndur Kirkjun, skólahús, bter oy peningshús, fíaka til Hólabyrða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.