Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 36

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 36
34 F Á L K I N N þegar vi'ð voruin komin að dyrun- um hjá Pyecraft. — Hann sagði, að þjer ættuð að koma inn, ef þjer kæmuð, sagði hún, en myndaði sig ekkert til að vísa mjer neitt. Og svo hætti hún við, laumulega: — Hann er læstur inni. —. Læstur inni? —■ Já, hann læsti sig inni i gær- morgun og hefir ekki viljað tala yið neinn síðan. Og öðru hvoru bölvar hann eins og sjóari. Guð minn góður! Jeg starði á liurðina, sem hún hafði verið að horfa á. — Er það þarna? — Já. — Hvað gengur að honum? Hún hristi höfuðið dapurlega. Hann er altaf að heimta mat. Þung- an mat vill hann fá. Og jeg hef náð í það, sem jeg hef getað. Flesk búðing, pylsur — ekkert brauð! Og jeg má ekki einu sinni koma inn til hans. Og hann jetur og jetur hræðilegt! Þá kom hvínandi óp innan úr lierberginu: „Er það Formalyn?" — Eruð þetta þjer, Pyecraft? spurði jeg á móti og gekk inn og barði á hurðina. —• Segið þjer henni að fara. Jeg gerði það. Þá heyrði jeg eitthvað einkenni- legt þrusk við hurðina, rjett eins og verið væri að reyna að opna hana og svo frisið i Pyecraft, sem jeg kannaðist svo vel við. — Það er í lagi, sagði jeg, — hún er farin. En langa stund var hurðin ekki opnuð. Loks heyrði jeg í lyklinum, og rödd Pyecrafts sagði: — Komið inn! Jeg sneri lásnum og opnaði. Vit- anlega bjóst jeg við að sjá Pyecraft. Þvi hann var þarna hvergi. Mjer hefir aldrei brugðið eins illa við á ævi minni. Þarna var setustofan hans öll á öfuga endan- um, diskar og föt innan um skrif- færi og bækur, og margir stólar á hliðinni, en Pyecraft.......? — Það er alt í lagi kall minn. Lokið þjer dyrunum, sagði hann og í sama bili fann jeg hann. Þarna var hann uppi undir lofti, rjett hjá dyrunum, rjett eins og einhver hefði limt hann við loft- ið. Andlitið var með hræðslu- og reiðisvip. Hann másaði og baðaði út öllum öngum. — Lokið dyrunum! sagði hann. — Ef kvenmaðurinn sjer mig.. Jeg lokaði dyrunum og stóð á- lengdar frá honuin og glápti. — Ef eitthvað bilar og þjer detl- ið niður, hálsbrotnið þjer, Pyecraft, sagði jeg. Betur, að jeg gæti það, hvæsti hann. — En að hugsa sjer, að maður af yðar stærð og aldri skuli vera að príla eins og krakki.... —. Hættið þjer! æpti hann með skelfingu. — Þessi djöfulsins langa- langamma yðar.... — Gætið tungu yðar, sagði jeg. — Jeg skal segja yður.... sagði hann og spriklaði. — Hvernig í fjandanum farið þjer að því að hanga svona? spurði jeg En í sama augnabliki sá jeg, að hann hjelt sjer alls ekki, lieldur lá hann úpp að loftinu, eins og blaðra með gasi í hefði gert. Hann fór að brjótast um og ýta sjer frá loftinu og klifra niður vegginn til mín. — Það er þessari bölvaðri uppskrift að kenna, sagði hann. — Langa-Iangamma yðar. . . . — Nei! öskraði jeg. Hann greip i þessu bili i mynd í umgerð, sem var á veggnum, en bún ljet undan og hann þaut upp að loftinu aftur, en myndin hlamm- aðist niður á legubekkinn. Hann skeltist sem sagt upp í loftið, og þá skildi jeg hversvegna hrukkur og það sem mest stóð út -af fötum hans var hvítt. Hann gerði aðra til- raun og var nú það varkárari, að honum tókst að komast niður með því að taka í arinhilluna. Það var sannarlega einkennileg sjón að sjá þennan feita mann, sem leit út eins og hann ætlaði að fá slag þá og þegar, vera að reyna að komast frá loftinu niður á gólfið. — Það er þessi uppskrift, sagði hann, — hún er of kröftug. - Hvernig þá? — Jeg ef algjörlega misst allan þunga minn. Þá skildi jeg hvernig i öllu lá. — Já, en í herrans nafni, Pye- craft, þjer vilduð fá meðal við því að vera svona feitur. En þjer sögð- uð altaf „þungur“ og vilduð aldrei kalla það annað. Einhvernveginn koinst jeg í al- veg ágætt skap. Mjer fór blátt á- fram að þykja hálfvænt um Pye- craft í bili. —• Lofið mjer að hjálpa yður, sagði jeg og dró hann niður. Hann sparkaði frá sjer og reyndi að ná sjer fótfestu. Það var alveg eins og að halda í flagg í stormi. — Borðið þafna, sagði hann, — er alt úr rauðviði og mjög þungt. Þjer ættuð að láta mig undir það. Jeg gerði það, og hann iðaði til og frá, eins og loftbelgur í bandi, en jeg stóð hjá og talaði við hann. Jeg kveikti mjer í vindli. — Seg- ið mjer hvernig þetta skeði, sagði jeg við hann. — Jeg tók það, svaraði hann. Hvernig var það á bragðið? — O, fjandalegt! Já, Það get jeg rjett liugsað mjer. Hvert sem meðöl langa-langömmu minnar voru tekin blönduð eða efnin sem í þau fóru, aðskilin, voru þau vægast talað talsvert ó- lystug. Hvað mig snertir. . . . — Jeg tók svolítinn sopa fyrst. — Nú? — Og þar sem mjer fanst jeg ljett- ast og hressast eftir dálitla stund tók jeg alt meðalið. Ja, hjerna! Jeg hjelt fyrir nefið, sagði hann. — og svo hjelt jeg áfram að ljettast og Ijettast — og varð svona ósjálfbjarga. Hann gaf tilfinningum sinum lausan tauminn. — Hvað i ósköp- unum á jeg að gera? — Eitt liggur i augum uppi, sagði jeg, — sem þjer megið ekki gera. Ef ])jer farið út úr húsinu, verðið þjer uppnuminn. Og þá verí- ur að fá Lindbergh til að sækja yður aftur. — Atli þetta lagist ekki smátt og smátt? Jeg hristi höfuðið. — Ekki skul- uð þjer Ireysta því um of. Þá slepti hann sjer aftur og hann sparkaði í stólana, sem hann náði til og barði í gólfið. Hann hagaði sjer yfirleitl eins og hægt var að búast við al' feitum manni, sem aldrei hefir orðið að neyta sjer um neitt. — Það er að segja mjög illa. Og hann beindi tali sínu að mjer og langa-langömmu minni þannig, að talsvert skorti upp á almenna kurteisi. —■ Jeg bað yður aldrei að setja þetta i yður, sagði jeg. Og án þess að skeyta neitt um illyrðin, sem dundu á mjer og minni ætt, settist jeg í hægindastólinn og fór að tala vingjarnlega við hann, og koma fyrir hann vitinu. Jeg benti honum á það, að þetta væri sjálfskaparvíti, sem hefði hent hann og væri svo rjettlátt, að það væri líkast eins og í sögu. Hann hefði jetið of mikið. Þvi mót- mælti hann og við lcörpuðum um það atriði stundarkorn. Hann fór að verða reiður og há- vær, svo jeg hætti rökræðunum. - Og ofan á alt annað kölluðuð þjer þetta ekki einusinni rjettu nafni, sem sje ekki fitu, sem er ljótt en satt, lieldur þijngd. Þjer. . Hann greip fram í fyrir mjer og sagðist viðurkenna það. — En hvað á jeg að gera? — Jeg stakk upp á að venja sig við þessa nýju eðlisþyngd sína og haga sjer þar eftir. Og þá fórum við fyrst að tala af viti. Jeg sagði, að hann myndi eiga hægt með að læra að ganga neðan á loftinu, með hendurnar. . . . — Já, en jeg get ekki sofið, sagði hann. En það var enginn vandi að gera við því. Jeg benti honum á, að það væri hægur vandi að búa ti! rúm neðan á fjaðrabotni og fest;: svo ábreiðurnar með hnöppum, tii þess, að þær dyttu ekki. Hann yrði auðvitað að trúa ráðskonunni sinni fyrir leyndarmálinu, og eftir nokk- ur mótmæli, fjelst hann á, að það F/ik-. F/ak FLII FLÁK Heiðraða húsmóðir! Hversvegna nota önnur þvottaefni, þegar að /il er þvottaefni, sem sameinar alla kosti — sem er ódýrt, fljótvirkt og hlífir bæði höndunum og þvottinum? Það heitir FLIK-FLAK — það þvær fljótt og rækilega. Þegar þvotturinn hefir soðið stundarfjórðung eru öll óhreinindi horfin og eftir er aðeins a0 skola þvottinn — og svo eruð þér búnar. Auðveldara getur það ekki verið. — Og ekkert þvottaefni getur gert það betur. Sparið tíma og pen- inga. Látið FLIK-FLAK hjálpa yður með erfiði þvotta- dagsins. Heildsöldubirgðir hjá I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.