Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 48

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 48
46 F Á L K I N N -------- GAMLA BÍÓ —— Jólamynd 1933. Leikfimiskennarinn. ,,DE BLAA DRENGE“ Gamanleikur og talmynd i 12 þáttum. ASalhlut- verkið leikur Önnur hlutverk leika: Johs Mayer, Karen Lykkehus, Knud Haylund, Maíhilde Nielsen Schiöler Linck, Svend Bille, Nina Kalcker, Robert Smith, Helga Frier, Sigfr. Johansen, Ib Schönberg. íý lög eftir Kai Norman Andersen. LIVA WEEL er senx allir vita skemtilegasta leikkona Danmerkur og sýnir hún lijer list sýna ýmist sem leik- fimiskennari eða sem hershöfðingi, svo sprenghlægilega að enginn sem í leikhúsinu silur kemst hjá því að skelli- hlægja að LIVU WEEL. Myndin verður sýnd á annan í jólum kl. 5, 7 og 9. ---------------GLEÐILEG JÓL!--------------------------- Hrífandi talmynd um sögu Englendinga 1899 til 1932 geríi af Fox Film undir stjórn Wjnfied Sheean og Frank Lloyd, efiir' hinu fræga le'kriti NOEL COM'ARD. Fylkiny heimsviðburðanna líður dfram fyrir sjónum áhorfandans í þessari mynd: Búastríðið - flugið yfir Ermasund -- andlát Victoríu Bretadrotningar — Tit- anicslysið heimsstyrjöldin. Aðalpersónur myndar- innar, Marrgotshjónin upplifa glla þessa viðburði, en viðhorf þeirra við tilverunni breytist ekki, þrátt fyrir mótlætið og í lolc leilcsins heilsa þau ókvíðin árinu sem kemur. Þau eru leilcin af Diana Wynyard 09 Ciive Brooh. Þarna era og rakin örlög annara einstaklinga af öðrum sljett- um. Mgndin er si/ning hins enska þjóðlífs á síðiistu áratugum og 15 þúsund manns hafa aðstoðað við þá sýningu. Stórfenglegasta nútímamynd, sem tekin hefir verið. LEIKFIMISKENNARINN. Jólamyndin sem GAMLA BÍO sýn- ir að þessu sinni er sú danska tal- myndin sem mestar vinsældir hefir hlotiS í Danmörku til þessa og þær vinsældir á hún ekki síst að þakka Livu Weel, hinni frægu gamanleik- konu, sem allir komast í gott skap al' að sjá. í þessari mynd leikur hún roskna kenslukonu við skóla í allstórum dönskum bæ. Hún kennir bæði leikfimi og náttúrufræði og er vel látin af nemendunum því að hún er altaf i góðu skaxxi. í æsku hefir hún verið i ástabralli við Barsö liðsforingja (Johs. Meyer), sem hef- ir svikið hana vegna annarar, og síðan hefir hún lagt ástamálin á hilluna en gengur öll upp í starfi sínu. En lhm ann leiklist og fer ávalt i leikhúsið þegar leikarinn Herman Sander (Svend BiIIe) leik- ur. Hann er umferðaíeikari og í miklum metum. Kenslukonan hefir lítið saman við samkennara sína að sælda, nema söngkennarann, Henrik Brandt (Sigfr. Johansen) sem dreymir um’ að verða tónskáld og hefir samið óperettu, sem eng- inn vill leika. í skólanum er ung stúlka, sem heitir Eva Christoffersen og er ást- fangin af söngkennaranum. Ein telpan á skólanum slettir þvi í hana að hún sje lausaleiksharn og fær harðar ákúrur hjá kenslukon- fyrir og sama dag refsar hún bróð- ur stelpunnar fyrir óknytti. Syst- kinin klaga fyrir föður sinum, en það er einmitt Barsö, fyrrum unn- usti kenslukonunnar. Hann heimt- ar að hún sje kölluð fyrir kenn- arafund. Nú kemur leikflokkur í bæinn, og Eva, sem langar til að verða leikkona, fer á fund Iierman San- ders til að fá leikandapláss og fær loforð fyrir þvi. Daginn eftir er kennarafundur haldinn og kenslu- konan fær svo harða útreið að liún ákveður að fara úr bænum. En áð- ur fer hún á fund Barsö og þekkj- ast þau þá aftur og það kemst upp að Eva, sem kenslukonan hefir haldið hlifisskildi yfir er óskilget- in dóttir Barsö og söngmeyjar, sem hann hefir verið að draga sig eftir jxegar hann skildi við kenslukon- una í ganda daga. — Og nú skal efnið ekki rakið lengra, en þess aðeins getið, að alt endar vel, eins og fólk vill láta sögur enda. Leikurinn er bráðfjörugur, fullur af ekta dönsku græskulausu gamni. Er liann samin af Paul Sarauw og Fleming Lynge, sem eru kunnustu „revysmiðir“ Kaupmannahafnar, en leikstjórnina hefir George Schnee- voigt haft með höndum. Sönglögin hefir Kai Normann Andersen sam- ið við teksta eftir Börge og Arvid Möller, en dansarnir í myndinni eru eftir Holger Bjerre. Myndin er tekin af Nordisk Tonefilm. „CAV ALC ADE“. Leikritið „Cavalcade" eftir Noel Coward hefir náð fastari tökum á Englendingum en nokkurt annað leikrit í inörg ár og var sýnt mán- uðum saman á Drury Laneleikhús- ihu í London. Það kallar til þjóð- ernistilfinningar Breta og hefði því mátt ætla, að það næði siður tök- um á erlendum áhorfendum. En sú varð ekki raunin á. Leikritið hefir hvarvetna fengið aðsókn svo einsdæmum sætir, og þá eigi siður myndin, sem úr því var gerð. Það var ameríska Foxfjelagið, sem kvikmyndaði leikinn og setti sjer það markmið að gera hann svo enskan, sem unt væri. Og þetta hef- ir tekist svo vel, að Englendingar sjálfir segja, að myndin sje al- ensk. Leikendurnir i aðalhlutverk- unum eru allir eriskir og þó að myndin sje tekiii í Ameríku er um- hverfið svo enskt að sjá, að þaul- kunnugir Lundúnabúar sjá ekki betur en að það sjeu hús og torg í London, sem horft er á. Þetta hefir vitanlega kostað of fjár — en myndin hefir tekist. Efni myndarinnar er að sýna, hvernig stríðið lcemur niður á tveimur enskum fjölskyldum, Ro- bert Marryot og fólki hans og fjöl- skyldu bryta hans. Hún byrjar á gamlárskvöld 1899 þegar Marryots- hjónin eru að óska hvort öðru gleðilegs nýjárs. Da<'inn eftir legg- ur Marryot upp í Búastríðið og skilur konuna og tvo drengi eftir heima. Hann kemur óskaddaður heim aftur og sömuleiðis bryli hans. Marryot fær aukin metorð, og bryt- inn getur keypt sjer veitingakrá en legst í drykkuskap, sem verður hon- um að bana. — Og hjól tímans snýst áfram, áhorfandinn sjer jarð- arför Viktoríu drotningar, Bleriot flýgur yfir Ermasund, „Tilanic" ferst og á því annar sonur Marryots, sem var þar farþegi í brúðkaups- ferð. Og loks kemur heimsstyrjöld- in, þar sem hinn sonurinn ferst. Loks lýsir myndin breytingunni, sem verður á þjóðinni við styrjöld- ina — á sama hátt og hún lýsir frá ári til árs breytingum þeim, sem gerast í landinu. Þarna er hvert smáatriði bygt á staðreyndum, svo að myndin er menningarsöguleg heimild um sögu Englands frá alda- mótum til kvöldsins sem hún end- ar á, gamlárskvölds 1932. Aðalhlutverkin, Marryotshjónin, leika Clive Brook og Diana Wyn- yard. Þessi ágæta leikkona, sem líka ljek i leiknum á Drury Lane mun ávinna sjer mesta samúð allra í leiknum, sem hin áhyggjufulla kona og móðir og viðhorf hennar við styrjöldinni og öðru því, sem gengur henni á móti er sýnt með svo dæmafárri smekkvísi, að eng- inn getur horft á myndina ósnort- inn af leik hennar. ltið sama er að segja um CJive Brook, en hon- um þarf síður að lýsa, því að hann er svo góðkunnur flestum kvik- myndagestum. Annars eru hlutverk- in hvert öðru betur leikin og um- gerð myndarinnar er með því stór- fenglegasta, sem sjest hefir í kvik- mynd. í kvikmyndinni eru 15.000 statistar. Myndin er nákvæmlega þrædd eftir leikritinu og er fullyrt, að aldrei hafi kvikmynd verið gerð eftir leikriti, er fallið hafi eins vel saman við frumheimildina. Það er Winfield Sheean forstjóri, sem hafði yfirumsjón með þessari mynd, en aðalleikstjórinn var Frank Loyd, sem er Englendingur. Jafnvel ljós- myndararnir, sem tóku myndina eru enskir, að ekki sje minst á smiðina, er bjuggu til leiksviðin úti og inni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.