Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 15

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 13 Alt sem jeg þurfti aö gera var aö hitta pappirsörkina með pennannm. Hann var svo umliyggjusam- ur, að liann sagði við þá sem stóðu í kring: — Já, hann hefir fengið það sem liann þarf! Það var ekillinn sem liann álti við, — að liann hefði feng- ið pjönkurnar mínar fram í hjá sjer. Þegar við komum heim tiJ frænda míns var köldusóttin orðin enn verri. Peningarnir, sem jeg ætlaði að greiða öku- manninum hrundu úr lúkunum á mjer eins og pipar í pipardós og skoppuðu á stjettinni. En jeg tók þráðbeint mið á klukku- strenginn við dyrnar, liitti á !:ann og greip í liann en tók svo ljakfall og valt aí'tur yfir mig, með klukkustrenginn í liendinni, en bjallan glamraði fyrir innan, cins og þúsund disk- ar hefðu brotnað. JakolD, trúnaðarmaður frænda míns kom þjótandi út og drösl- aði mjer inn í anddyrið. —• Æ, Jakes! stamaði jeg. Það er köldusótt! — Jú, jeg fer nær um það, sagði Jakes. —t- Ætli’ yður sje ekki Jiollast að fara í bólið? En þarna var Ijós í hverjum glugga og jeg vissi, að Tilly og Standfastsfóllcið alt mundi vera gestkomandi hjá frænda, og all- ir að lnða eftir mjer með að kveikja á púnskollunni. ()g þessvegna sagði jeg: — Nei, Jakes, manndóm vii jeg sýna og hera örlög mín eins og þol endist til. Gefið þjcr mjer konjak, heitt vatn og syk- ur! Hann hafði alt í einu orðið heyrnarlaus svo að jeg varð að kalla þetta hærra og hærra. Og nú birtist Bonsor frændi og vestið hans í stiganum og að baki lionum fjöldi karla og kvenna, sem dansaði svo ein- lcennilega fyrir sjónum míuum og Iieil torfa af Tilly-um.... ■Jeg skundaði glaður á móti þeim í krákustíg. Bonsor frændi lirópaði með þrumurödd: Alfred! Skammastu þín ekki? Snautaðu í bælið! Nú var mjer nóg boðið. Gat fólkið ekki sjeð hvað gekk að mjer? Jeg haðaði út öngunum og víxlaði lappirnar til þess að láta þau skilja, að jeg hefði fengið allsherjarköldu að gamla dýja-kvefið mitt hefði gengið aftur. Og til þess að taka af skarið og leiðrjelta þennan hræðilega misskilning þá þaut jeg eins og á gandreið upp stigann, en borð- inn hefir víst verið laus, því að jeg valt jafnharðan niður aftur. Eftir þriðju tilraunina skip- aði Bonsor frændi þjóninum að taka mig og bera mig inn í rúm. Þetta var smánarlegt. Og köldusóttin elnaði. Það var eins og undirsængin stæði i björtu báli. Jeg var veikari en nokkru sinni áður þegar frændi minn vakti mig og sagði, að þetta um köldusóttina væri hara fyr- irsláttur og jeg ætti að koma ofan og drekka the. Hann var þó einstaldega al- uðlegur við mig meðan við sát- um vfir morguntheinu. Hann klappaði mjer á öxlina og sagði, að það væri ekki nema einu sinni, sem maður segði skilið við piparsveiuastjettina og það væri nú eiriu sinni svo, að þetta væri ungt og ljeki sjer. Og svo helti hann eldheitu thei i boll- ann minn. Jeg ætlaði að hrista höfuðið en liætti við það. Því að það var svo sárt. Hinsvegar hristust hendur mínar og fætur forsvar- anlega og skankarnir og hand- leggirnir allur skrokkurinn. Köldusótin hafði hertekið allan líkamanri. En jeg fjekk mig ekki til að fara að rökræða veik- indin við frænda. Jeg ætlaði að bera örlög mín og hin ósæmilega grun annara eins og hetja og fór út til þess að draga að mjer hreint loft niðri við bryggjurnar. Eftir að jeg hafði þrívegis verið að því kominn að detla fram af hryggju og maður með gulan stráhatt hafði gripið í mig jafnoft og forðað mjer frá sjóferðinni, heimtaði maður þessi fimm shillinga fyrir að hafa bjargað lífi mínu og að svo búnu bauð hann mjer inn á krá til þess að drekka mjer til velfarnaðar og langlífs.... Já, velfarnaðar! Nú kemur það hræðilega. Jeg ætlaði í kirkju með Tilly og hennar fólki. Helst hefði jeg nú viljað losna við það. Og jeg sagði Tilly þetta með köldusótt- ina. En liún brosti með umhurð- arlyndi og klappaði mjer á koll- inn. Og svo gerigum við í kirkju. Það er að segja — gengum, er nú kanske of mikið sagt. Jeg dansctði. Já, er það ekki hræði- legt? Köldusóttin mín var nú orðin svo ráðrík í mjer, að jeg endaséntist heint i fangið á nokkr um gömlum konum, sem voru aftur á hak beint á bumbuna á kórdjáknanum. í leiðinni feldi jeg allar sálmahækurnar niður al' bekkjarbakinu og sparkaði fótarskemlunum hennar tengda- móður minnar vfir þvert kirkju- gólfið. Tilly sendi mjer örvænt- ii'garskeyti með báðum augunum og þegar jeg ætlaði að fara að segja „fyrirgefið þjer“ þá steig jeg ofan á líkþornin liennar frænku hennar, svo hún hljóð- aði. Loks hjekk jeg á magan- um á lmrðinni að kirkjubekkn- um og riðaði fram og' aflur á henni, þangað til djákninn kom og sagði, að nú yrði jeg annað- hvort að setjast í sæti mitt eða 1‘ara út. Af þvi að jeg sá í sama Lili prestinn slaga fram og aftur í prjedikunarstólnum en gömlu lconurnar sem sátu fyrir neðan hann hossuðust allar og pípurn- ar á orgelinu uridu sig eins og lifandi nöðrur, fór jeg út úr kirkjunni af frjálsum vilja. Þessi staður var ekki ákjósan- legur fyrir köldusóttina mina. En þó versnaði enn þegar kom að miðdegisverðinum hjá Stand- fast. Þrátt fyrir aðvörun mína hafði frú van Blank, frænka Tilly, verið látin sitja hjá mjer við borðið. Það er að segja, við komumst aldrei að borðinu. Þessi virkjamikla frú, sem hafði lofað Tilly dýru demantnælunni sinni i hrúðargjöf, var meðal annars með dragfald, alsettan glerperlum, aftan í pilsinu sínu. Og þegar hún gekk við hönd mjer niður stigann á leið í horð- salinn flæktist annar fóturinn á nijer svo illþyrmislega í fald- inum, að við urðum hæði fljót ofan stigann. Ekki veit jeg livað hún vegur mikið, en hitt veit jeg, skyrtulmapparnir mínir þrýstust í hold mitt inn að beini undan þyngslunum. Þegar jeg loksins losnaði úr flækjunni sagði hún ekki einu sinni „fyr- irgefið þjer“ heldur bað um vagn sinn og ók á burt. Jeg reyndi að afsaka mig. En Standfast, kapteinn í konung- lega flotanum horfði á mig blóðþyrstum rándýrsaugum og sagði aðeins: Þar fór demantsnælan hennar Tilly! Jeg ætla að fara fljótt yfir sögu um borðhaldið: einn disk- ur með skjaldbökusúpu drukn- aði í nýjum damaskborðdúk, eitt glas af Madeira litaði bláa moiré-kjólinn hennar ungfrú Mary Seaton, einn silfurgafall lenti í kinninni á Lamb liðsfor- ingja úr 54. regimenti og svo og það var verst: þegar jeg ætlaði að skutla hita af kalkún- anum með gafflinum mínum, kom svoddan sveifla á liand- legginn á mjer að allur jólafugl- inn flaug í fallegum boga yfir bórðið og liafnaði sig á fallega vestinu hans Bonsor l’rænda. maður á ekki að sitja í miðdegisveislum þcgar maður er með köldusótt! En friður liefir verið saminn bráðlega með einhverju móti, því að vfir áhætinum voru allir glaðir og ánægðir. En þá varð einhver óheillalómur til þess að mæla fyrir minni minu. Jeg sestar ]>egar við komum inn. Og þegar jeg stóð upp og sagði ^-i, „fyrirgefið þið“ þá hrataði je:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.