Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 28

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 28
I 26 F Á L K I N N JIÓLABLAÐ BAIRNANNA JolðSíi^íi mm Eftir TORBY OLI GAMLI JÓNSSON labb- aði hægt og silalega upp Suðurásinn. Hann var barn þjóðveganna eða öðru nafni flakkari, var á sifeldu ferðalagi bæ frá bæ og bauð til sölu ýmiskonar heimagerða smáhluti — skeiðar og gafla úr trje, músagildr- ur, munntóbaksdósir úr birkinæfri og margt annað. Nú var farið að styttast lil jól- anna, og eins og altaf um það leyti gat Óli gamli ekki varist þvi að hugsa til góðra, og gamalla daga, þegar hann átti heimili sjálfur, þó litið væri, og gat haldið jólin há- tíðleg heima. Það var hart hljóðið, sem heyrðist þegar hann pjakkaði þunga stafnum sínum í veginn, en þó var það ekki svo sterkt að það yfirgnæfði veikt væl, sem kom innan úr birkikjarri, sem stóð rjett til hægri við veginn. Óli gamli var ekki lengi að hugsa sig um. Hann gekk á hljóðið og eftir örstutta stund staðnæmdist hann og hrökk við. Rjett fyrir framan hann var griðar- stór örn að bagsa með vængjunum. Hann hafði höggið klónum i svo- lítinn hund og hjó í hann í sífellu með beittu nefinu. Hann var svo önnum kafinn við hundsdrápið og tilraunirnar til að lyfta sjer á lofl með hundinn, að hann tók ekkert eftir óvininum, sem nálgaðist hann aftan frá. Án þess að hugsa um hættuna, sem hann stol'naði sjer i með því að ráðast á örninn, reiddi Óli gamli stafinn sinn og rak bylmings- högg á bakið á erninum. Ránfugl- in slepti samstundis bráð sinni og rjeðist gegn hinum nýja óvini sín- um. Óli gamli varð alveg ringlaður, þvi að árásin var svo snögg, en örninn notaði bæði vængina til að berja hann með og nefið til að högga í hann. Hann riðaði og datt aftur á bak, reiddi stafinn aftur til höggs; en þá barði örninn á handlegginn á honum svo hann misti stafinn, og nú hafði Óli ekkert nema hnefana til að verja sig með. Óli gamli rankaði við sjer og náði nú góðu taki með báðum höndum um hátsinn á erninum. Örninn byltist um og rykti í til þess að losa sig, en nú gat Óli gamli velt sjer og lagst ofan á örn- inn. Þó var viðureigninni ekki lok- ið, því að örninn varðist enn ó- sleitilega. En smám saman þurru kraftarnir og þegar Óli hafði náð i slíðurhnífinn sinn var viðureign- ínni tokið. ir OLI vissi varla sitt rjúkandi ráð þegar hann stóð upp. Þarna fyrir framan hann lá konungur fuglanna í síðustu krampateygjun- um, og nú streymdi brennheitt blóðið fram í kinnarnar á Óla gamla. Það var ekki langt síðan að „hans konunglega hátign“ hafði gefið út tilskipun um, að örninn, sem var orðinn sjaldgæfur, skyldi alfriðaður, og var ströng refsing lögð við brotum. Jæja — Óla gamla hægði nú samt bráðlega aftur; því að hann hafði í rauninni átt hend- lítími hund< GREDSTED. ur sínar að verja, ef því þá yrði trúað. Hann fór að athuga liundinn. Hann var lifandi enn og ýlfraði lágt og lá grafkyr og magnþrota á sama stað og áður. Óli tók hann varlega upp og fór að skoða hann. „Veslings seppaskinnið, sá hefir orðið fyrir barðinu á erninum“, tautaði hann. Á kviðnum voru djúp sár eftir klær arnarins og hálsinn og hausinn voru ataðir i blóði. Óli gamli tók af sjer bakpokann, vafði skyrtu um særða hundinn og bjó svo vandlega um hann i bak- pokanum ofan á sokkaplöggum og fatnaði. Hann leit sem snöggvast á yfir- unna óvininn, sem nú lá steindauð- ur milli greina, sem brotnað höfðu af trjánum, og labbaði siðan á burt af vígvellinum og lijelt norður á bóginn. Það var ekki langt að gisti- skýlinu við þjóðveginn og þar hafði hann áður fengið góðar viðtökur og fengið að liggja i útihúsi á hálm- hrúgu og í gömlum ábreiðum. jr ISkógargerði var jólakveldið í ár alls ekki eins og venja var til. Hvar var glaðlega barnahjalið, hvar voru Ijómandi og vonandi augun'? Snipp, besti vinur barnanna og leik- bróðir þeirra, fallegasti hundurinn í veröldinni, sem hafði alist upp með þeim, var horfinn —- hann hafði vantað í viku og nú var öll von úti, um að hann kæmi nokkurntíma aft- ur. — Og þetta var lika föður þeirra, skógarverðinum ljóst, þegar hann kom heim um miðdegið. Hann kallaði á konuna sina fram- an úr eldhúsi. „Það er útsjeð um, að við sjáum Snipp framar", sagði hann, „og mjer þykir það ákaflega leiðinlegt ekki síst vegna barnanna. Að jeg ekki minnist á, að duglegri sporhund hefi jeg aldrei ált og fæ áreiðanlega aldrei“. „Hvað er nú um að vera?“ spurði konan. „Þetta er alt saman dálítið dul- arfult“, svaraði hann. „í svolitlu birkirjóðri uppi á Suðurási fann jeg griðarstóran örn. Jeg get ekki sagt með vissu, hv'er ástæðan er til þess að hann hefir týnt lífinu. En jeg fann bæði blóðpolla og ný spor eft- ir Snipp“. „Og hvað svo?“ spurði konan. „Nú er elcki um annað að gera en kaupa sjer nýjan hund; en það dugar vitanlega ekki að kaupa ein- hvern óvaiinn hund út í bláinn. Við verðum að láta okkur nægja í kvöid, að segja börnunum að þau fái ann- an hund í staðinn, en svo þegjum við yfir hinu, sem jeg sagði þjer“. SNIPP litli var lifandi — og það, þegar tillit er tekið til allra á- stæðna, — í besta gengi. I augnablikinu lá hann i mjúka og hlýja fletinu sinu — vel geymdur í bakpokanum hans Óla gamla, i úti- húsinu. Á aðfangadaginn var Óla boðið að borða miðdegisverð hjá gestgjaf- anum og þar voru meira að segja aðrir framandi — annar varnings- maður og ökumaður, sem áði í kránni og var á leið að Skógargerði. Fólkið sat yfir jólagrautnum. „Það er eklci litið um örninn í ár“, sagði varningsmaðurinn. „Það er líka óvenjulega mikið af kanínum i skóginum núna“, sagði gestgjafinn. „Bændurnir kvarta og skógar- verðirnir eru í standandi vandræð- um“. „Þá þykir umsjónarmanninum í Skógargerði víst vænt um að örn- inn skuli fjölmenna hjer i ár“, sagði ökumaðurinn, „eða hitt heldur“. „Af hverju þá?“ „Af því að það er víst einn örn- inn, sem hefir hremt uppáhalds- hundinn hans — lítinn svartan seppa“. Nú misti Óli gamli Jónsson skeiðina sina, hún datt á borðið og glamraði í henni. Hinir litu allir á hann og Óla fanst eins og hann væri á nálum. Hvað var nú þetta. Skyldu þeir vita nokkuð um hundinn úti i úi • húsinu, úr því að þeir fóru að tala um hann? „Var það sá litli svarti — Snipp var hann víst kallaður“, hjelt gest- gjafinn áfram, „ójú, þá liggur víst ekki mjög vel á umsjónarmannin- um. Hann hefir átt hann lengi, og þetta var afbragðs kosta gripur“. „Já, skógarvörðurinn tekur sjer þetta ósköp nærri“, svaraði öku- maðurinn, “og þó eru börnin enn þá sárari '’fir því“. KLUIÍKUTÍMA seinna var Óli kominn á rölt aftur. Gesl- gjafanum til mikillar undr- unar, hafði hann staðið upp og kvatt og vildi ekki einu sinni svara spurningunni um, hvar hann ætlaði sjer að vera jólanóttina. Það var hlýtt og mjúkt hjá Snipp i malnum hans. Það var búið að borða jólamatinn i Skógargerði. Máltiðin var kyrlát- leg og það vantaði alveg venjulega fjörið. Börnin voru stúrin og þögul. „Hlustið þið nú á börn“, sagði skógarvörðurinn. „Áður en þið flir- ið að skoða jólagjafirnar, ætla jeg að segja ykkur frá sjerstakri gjöf frá pabha og mömmu. Þessi gjöf er að vísu ekki komin, en liún kem- ur. Pabbi hefir í dag skrifað eftir nýjum hundi handa ykkur, og hann köllum við vitanlega Snipp er það ekki?“ Óll börnin þrjú voru að þvi kom- in að gráta. „Nei, nei, börn, nú verð- ið þið að harka af ykkur, það er aðfangadagskvöld núna, munið þiö það. Iíomið þið nú og lítið á allar jólagjafirnar ykkar“. Meðan börnin i Skógargerði sungu kringum jólatrjeð og skoðuðu gjaf- irnar sínar þrammaði Óli gamli á- fram eins hratt og fæturnir gátu borið hann, gegnum skóginn. Snipp litli steinsvaf i malnuin hans. Klukkan varð níu og nú áttu börn- t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.