Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 26

Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 26
kvolcL Enyin hódíð ársins á e.ins almenn ítök meðal siðaðra þjóða um allan heim eins og jólin. fíæði fódækir og ríkir keppast við að gera jólin sem unaðslegust sjer og sínum, einkum börnunum, en þeirra er hátiðin fgrst og fremst. En í hverju landi hafa myndast sjerstakir jóla- siðir, oft hýsna sjerkennilegir og ýmiskonar átrúnaður í sambandi við jólin, svo sem jólasveinatru barnanna og margt annað.Jólinvoru i heiðnum sið hátíð þess, að daginn tæki að lengja og sólargangurinn að hækka og eimir enn eftir af þeirri trú, jafnvel hjá kristnum þjóðum, sem halda jólin fyrst og fremst há~ tíðleg lil minningar um fæðingu frelsarans. Hjer eru birtar nokkrar útlendar jólamyndir. Efst á þessari blaðsíðu er mynd sem sýnir jólasið einn, sem tíðkaður er í ýmsum löndum. Fólk- ið úr nágrenninu safnast saman og syngur jólasálma úti á víðavangi. þannig að þeir heyrist iir fjarska til næstu húsa. — Þó eru aftan- söngvar í kirkjum tíðkaðir mjög flestum kristnum löndum og sýnir næsta mynd hvítklædda kórdrengi sgngja sálma undir kirkjuhvelfing- i:num. — En neðsta myndin ói þess- ari blaðsíðu sýnir öðru megin Mariu mey, er hún sýnir fjárhirðunum barnið, en liinu megin vitringana frái austurlöndum. A næstu blaðsíðu er að ofanverðu mynd af skógi í snjó. 1 nágranna- löndum okkar þykir það ómissandi, að jörðin sje hvít af snjó ói jólunum og lijer er það trú, að ef auð sje jörð um jólin muni hiin verða hvít um páskana. Að neðan til vinstri sjest lúðraflokkur vera að leika jólalög í kirkjuturninum og loks sjesl að neðan til hægri mynd úr turni, þar sem klukkurnar eru að hringja inn jólahelgina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.