Fálkinn - 16.12.1933, Blaðsíða 30
28
F Á L K I N N
jólalrje
Gunnu
lítlUo
Sandlhólaprinsessan.
Eftir frans-þýska striSið 1870—
’71 hafði ung stúlka frá Elsass,
Aurelia Richard orðið heimilislaus.
Hún gerðist barnfóstra hjá fólki
seni hafði flúið frá Strasbourg tit
Bordeaux. Þau settust að í gisti-
húsi til hráðabirgða, en þar var
staddur Arabiskur prins, Sidi-Ahmed
að nafni, sem var sheik í Tedjana,
er liggur suður í eyðimörk Afríku.
Þau trúlofuðust stúlkan og hann,
án þess að taka tillit til ólíkra siða
og uppruna, og ákváðu að halda
brúðkaup sitt suður í Alsír. Frönsku
yfirvöldin kynokuðu sjer við að
láta fallega franska stúlkú giftast
manni, sem samkvæmt Kóraninum
hafði leyfi til að eiga' fjórar konur.
En Lavigiere kardínáli tók það heit
af sheiknum, að hann tæki sjer ekki
aðrar konur. Svo voru þau gefin
saman og fóru langt suður í Sahara
og settust þar að i vin einni, sem
var umgirt háum görðum, varnar-
virkjum og turnum. Aðeins einn
inngangur var í staðinn, yfir vindu-
brú sem lá yfir djúpa gröf og sterkt
járnhlið fyrir innan.
íbúarnir heilsuðu brúðhjónunum
með miklum gauragangi þegar þau
komu á þennan fangelsislega helgi-
stað, sem heitir Ain-Nahdi. Kvenna-
búrið var afnumið, en Aurelie tók
sjer fyrir kjörson einn af sonum
hinna' burtreknu kvenna, ól hanu
upp og mentaði hann vel og tók
svo til óspiltra inálanna um ýmsar
endurbætur og nýjungar. Hún kom
nýju skipulagi á landsstjórnina og
hóf síðan öfluga herferð á hendur
egyptsku augnveikinni, sem er
landplága þar suður í eyðimörk-
inni.
Varð hún svo fræg fyrir lækning-
ar sínar á augnveikinni að fólk
streymdi til hennar víðsvegar fra
úr eyðimörkinni til þess að fá bót
JólaengUliflin
Það er jólaengillinn sem veldur
því, að bjarminn er jafn sterkur í
stofu fátæklingsins sem sölum rík-
ismannanna þegar jólahátíðin nálg-
ast. ;
Og það er hann sem gefur gæt-
ur að öllu: að. húsfreyjunni takisf
vel jólaþaksturinn og að fátæki
drengurinn finnur krónupening í
snjónum þegar honum líður sem
allra vérst.
En best heyrir þú þetta á kirkju-
klukkununi þegar þær hringja inn
jólaheígina. Þær syngja: „Frið og
blessun! -— Frið og blessun!“ En
jafnvel hringjarinn sjálfur tekur
ekkert eftir þessu, þegar hann er
að kippa í strengina. — Það er jóla-
engillinn, sem er Guði kær, fremur
öllum öðrunr énglum, vegna þess,
að hann var viðstaddur fæðingu
Jesú. Þessvegna færir liann blessun
og gleði, hvar sem hann kemur . .
í nótt -leit hann inn í báglega
statt heimili,. Þar sat móðir og var
að sauma ný föt á brúður barn-
anna. Þar var hvorki silki nje
blúndur til að nota, en nálin gekk
ótt og títt og það var faliegt bros
á mutíni liióðurinnar, þegar húii
strauk ýfir fullgérðan brúðukjólinn.
En hún hnýklaði brúnirnar þegur
meina sinna hjá þessum undralækni.
Auðgaðist land prinsins mjög á
þessu því að sjúklingarnir gáfu
ríkulegar gjafir fyrir lækninguna.
Fyrir þessa peninga ljet Aurelie
rækta 000 hektara af sandi, og
gera grænar grundir þar sem áður
hafði aðeins verið fíkjutrje á stangii
Hún Ijet bora til vatns á við og
dreií, stofnaði stórt arabiskt þorp
með skóla og sjúkrahúsi og ljet
gera blómlegan garð í kring og
reisa gistihús handa vegfarendum.
Vegur bæjarins fór sivaxandi. En
svo dó Sidi-Ahmed á ferðalagi i
Alsír 1897, og fluttist þá ekkjan
til Alsír.
En ekki leið á löngu þangað til
sendinefnd kom tit hennar til þess
að biðja hana um að koma aftur,
giftast mngi sínum, sem hafði tek-
ið ríki eftir Sidi-Ahmed og halda
áfram hinu blessunarríka starfi
sínu.
Hún gerði 1 að, en hið siðara
hjónaband hennar var aðeins mála-
myndahjónaband. Hún starfaði enn
að endurbótum í tólf ár, þangað til
hún varð ekkja í annað sinn. Fjelck
hún þá kjörsyni sínum, þeim er
hún liafði alið upp, völdin i hendur
og fór til Evrópu eftir heimsstyrj-
öldina o,g settist að á ættaróðali
sínu í Elsass, sem nú var aftur
komið undir Frakkland.
En þráin eftir eyðimörkinni rak
hana af stað á ný og nú á hún
heima í smábænum Sidi-bel-Abbes,
södd lífdaga en í miklum heiðri
og gengur undir nafninu „Sand-
hólaprinsessan“.
Nýlega hefir franska stjórnin
veitti henni viðurkennngu fyrir hið
merka starf hennar, með þvi að
gera hana að riddara heiðursfylk-
ingarinnar.
hún leit á brúðurnar sjálfar, og það
gerði jólaengillinn líka, — því sann-
ast að segja voru þetta undarlegar
brúður. Þær voru gerðar úr spýtna-
kubbuln. Ein þeirra hafði ekki nema
einn fót, i aðra vantaði bæði aug-
un og hárið var ekki neitt. Þær
voru sköllóttar.
En mamma saumaði og saumaði
þangað til höndin varð þreyttari
og þreyttari og augnalokin svo
þung, eins og þau langaði til að
detta. Og loks sofnaði hún þarna
sitjandi, með nálina stungna inn i
faldinn á kjól litlu brúðunnar. . .
Þá gekk engillinn ofur hljóðlega
inn í stofuna, strauk mjúklega
hendinni yfir höfuðið á brúðunum
og á samri stund voru þær heilar.
Önnur hafði fengið augu og hin
fætur. Og svo tók engillinn skæri,
sem lágu á borðinu og klipti lokk
úr hárinu á sjer. Og á sama andar-
taki voru brúðurnar tvær orðnar
að tveimur englum.
Og svo kysti hann börnin, sem
sváfu þarna rólega með rósir i
kinnunum. Hann hvíslaði: blessað
veri heimilið og leið hljóðlega á
burt — út í jólanóttina.
A jólatrjenu hennar Gunnu litlu
hjekk stór kúla innan um gullhár-
ið, kökurnar og körfurnar, og
Gunna gat ekki af því litið, vegna
þess að kúlan var svo skinandi
fögur, alveg eins og sápukúla úr
gleri, og í ljósinu og ljómanum
endurspeglaðist þessi kúla um alla
stofuna. Jú, þú ættir nú að hafa
sjeð þá stofu. Stólarnir voru örlitlir,
með ofur grannar, bognar lappir.
Stóra klukkan í horninu var líka
bogin í sniðum og máluð allskonar
litum. Og svæflarnir og gólfdúk-
arnir — það stafaði á það öllum
regnbogans litum.
Gunna sat við trjeð og horfði á.
Hún hafði alveg gleymt fallegu
brúðunni, sem pabbi og mamma
höfðu gefið henni, og brúðueld-
húsinu og dominospilinu — öllu
nema stofunni sjálfri, sem endur-
speglaðist þarna innan í kúlunni.
Fullorðna fólkið borðaði og tal-
aði. Enginn tók eftir Gunnu, og
enginn tók eftir þegar hún lieyrði
mjúka rödd segja, innan úr jóla-
trjenu: „Komdu Gunna“, sagði
röddin. Og um leið sá hún að kúl-
an stækkaði — eða var það Gunna
sem minkaði?
Hún fann, að það var tekið í
höndina á henni og höndin leiddi
liana. Þessi sem leiddi hana var
svolítil huldustúlka, grænklædd og
með frunsur úr birkiblöðum á
kjólnum sínum. Og svo gengu þær
saman inn i fallegu stofuna þarna
í kúlunni og Gunna gat ekki að
sjer gert að hrópa: „Skelfing er
fallegt hjerna!“ Litla stúlkan kink-
aði kolli og sagði: „Já! En nú
skaltu fá að koma með mjer um
alt jólatrjeð, því að jeg er andi jóla-
trjesins og jólaengillinn hefir hag-
að því þannig, að jeg megi fá að
halda jól — jeg líka, áður en trjeð
visnar. Nú er kolsvarti kyndarinn
sem situr þarna korninn, og farinn
að tylla sjer á greinastúfana og
bíður okkar þarna með fullan poka
af brjóstsykri. Og svo engillinn,
sem var búinn til úr bómull og
glansmyndarhöfuðið hefir verið sett
á — liann ætlar líka að vera með
okkur, og kökugrísinn og glerfugl-
inn með grænu fjaðrirnar í stjel-
inu, og marsipanbrúðan — og svo
þú og jeg.
Gunna klappaði saman lófunum
fögnuði, en grænbúna huldutelpan
dró hana á eftir sjer, milli trjáa
og greina og beina leið upp í brjóst-
sykurspokann. Og þar voru öll hin
komin. Og brjóstsykrarnir í pokan-
um voru rauðir og gulir og með
allavega litum röndum, og sumir
voru sætir og aðrir súrir, en allir
voru þeir svo voðalega góðir. Og
grísinn snörlaði og fuglinn tísti, og
sótarinn hló — allir blöðruðu hver
sem betur gat, alveg eins og þegar
margir krakkar eru komnir sam-
an í afinælisgildi.
En brátt varð heitt í brjóstsyk-
urspokanum og sótarinn, sem var
mesti æringi, settist á barminn á
pokanum og fór að rugga sjer, svo
að Gunna æpti upp yfir sig og
huldustúlkan sagði: „Nei, nú er
betra að hlaupa út i jólatrjeð og
fara i feluleik“. Og svo tók hún
aftur í höndina á Gunnu og þær
þutu af stað hlæjandi og ljeku sjer.
Gunna settist bak við stóran
físisvepp, en þá tók hún eftir,
að gamall grænmálaður froskur úr
pappa hafði gefið sótaranum merki,
svo að hann vissi hvar hún var.
Þá hoppaði Gunna yfir á vafnings-
vef, en hann ruggaði fram og aft-
ur, svo greinarnar á trjenu skulfu
og litlu silfurklukkurnar, sem
hjengu þar, fóru að hringja og
klingja, og feitin úr kertunum lak
niður í andlitið á kófsvcittum sót-
aranum. Þá hló froskurinn og glenti
ginið svo hátt, að Gunna sá, að
hann var ómálaður að innanverðu.
Hún hjálpaði sótaranum að ná af
sjer vaxinu og honum þótti svo
vænt um þetta að hann hjálpaði
henni og kendi henni að klifra
uppeftir þessu ljómandi englahári,
sem er á öllum jólatrjám, og sém
var á víð og dreif um þetta trje.
Glerfuglinn hafði lagst á nokkur
mislit sykuregg uppi í trjenu og
ætlaði að fara að unga þeim út og
huldustúlkan togaði í græna stjelið
á honum og reyndi að útskýra fyr-
ir honum að eggin mundu bara
bráðna. En fuglinn hagaði sjer
eins og útungunarhæna og vildi
ekki fara af hreiðrinu, svo að hon-
um var lofað að vera þar.
Þau róluðu sjer í kringlu,
klifruðu um silfurstjörnurnar og
gægðust ofan i hvern poka og
körfu. í fljettaðri pappírskörfu
voru brendar möndlur og það var
það besta sem Gunna vissi. Hún
hoppaði ofan í og fór að borða.
Sótarinn kom og grísinn kom og
huldustúlkan og froskurinn og all-
ir sem í trjenu voru. En hvernig
sem það nú var, hvort hankinn
hefir verið illa límdur á eða rif-
inn, þá er svo mikið vist, að alt
pompaði ofan á gólf. Gunna sá
hvernig möndlurnar ultu út um
gólfið og hún heyrði inömmu sína
segja: „Þú mátt ekki hrista trjeð,
Gunna mín!“
Og í sama bili hvarf huldu-
stúlkan og sótarinn og grísinn, fugl-
inn og brúðan, alt sem var á trjenu
áður og meira að segja kúlan með
litlu stofunni í. Og hún fann litla
hönd sem snerti hana og heyrði
huldustúlkuna hvísla: „Góða nótt
og þakka þjer fyrir að þú komst“.
NOKKUR GÓÐ RÁÐ FYRIR JÓLIN
Sjáið um það, að jólatrjeð standi
vel fast á fætinum, því að ef trjeð
veltur um eftir að búið er að skreyta
það þá truflast jóllagleðin. Og el'
logandi er á því, getur trjeð kveikí
í húsinu. Það er góð ráðstöfun að
hafa ávált vatnsfötu nærri, þegar
logandi er á trjenu, einkum þegar
farið er að liða á jólin og trjeð er
farið að þorna, jiví að þá er það
mjög eldfimt.
LAUSN Á GJAFAGÁTUNNI:
Afi — lóbakspípan, — amma —-
regnhlif, pabbi — vindlar, mamma
— saumavjel, stóri bróðir — ljós-
myndavjel, stóra systir — ballskór.
litli bróðir — sleðinn, litla systir
— dúkkan og litla barnið — hringl-
an. —