Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 8
G F Á L K I N N p INU SINNI var hvergi til ‘Li gripahús. Öll dýrin á jörðinni lifðu saman i stórum og hlýjum skógum par sem nóg varaf kjarn- gresi. 1 þá daga átu úlfurinn og björninn gras eins og við ger- um, kýrnar gáfu kálfunum sín- um alla mjólkina, kindurnar höfðu sjálfar ullina sína, svo þeim skyldi verða hlýrra, grís- inn varð feitur aðeins sjálfum sjer til skemtunar, hænsnin verptu eggjum til þess að unga þeim út og fjölga kyninu og hestarnir voru frjálsir og lilupu um í stórliópum, feitir og gljá- andi. Engri skepnu dalt í hug að gera annari mein. Þá voru lil hestar með horn og kindur með vængi, og hjörnin gat dans- að á afturfótunum og gerði það þegar hin dýrin voru orðin södd og hann langaði að skemta sjer. Ef lamb datt í lækinn og móðir þess var ekki viðstödd, var það venjan að hitt fjeð kom hlaupandi og hjálpaði greyinu litla upp og kendi því að hrista sig, svo að það skyldi þorna fljótar. Og þegar ungi var svo óheppinn að detta út úr hreiðr- inu, komu hinir fuglarnir, gripu hann í nefið og flugu með hann upp í lireiðrið aftur til foreldr- anna. En það er siður, sem hrafninn og haukurinn hafa gleymt nú á dögum. — Krr-uh, já, krummi tók einn af ungum mínum í fyrra, sagði hæna uppi á priki. Jeg gleymi því aldrei .... klúkk! —■. Ef þessi fjaðurveifa þarna uppi tekur fram í fyrir mjer í annað skifti hætti jeg, sagði hrúturinn. En rjett á eftir fann hann þráðinn aftur og hjelt á- fram: — En sem sagt, þá áttu dýrin góða daga og alt var eins og það átti að vera. En svo bar það við einn góðan veðurdag, að ein- hver undarleg vera kom þramm- andi til dýranna, og það mátti nú taka eftir minna. Hún gekk á tveimur fótum og var ber og aumingjaleg til að sjá. Henni var svo kalt að hún skalf, svo var hún glorhungruð og grelti sig alla og fetti og bretti, al- veg eins og þegar kind heur fengið mænusótt. Hún var svo þreytt að liún gat varla staðið á löppunum, og svo mjálmaði hún, alveg eins og hún kisa gerir þegar það glej'mist að gefa henni mjólkursopann. Mier finst jeg sjá þessa skepnu, hún hlýtur að hafa verið lík því sem við kindurnar vorum i fyrra þegar hún fóstra komst í fóðurþrot, svo að við fórum að jeta ullina hvort af öðru, til þess að hafa eitthvað til að jóðla á. En þá var það, að öll dýrin fyltust meðaumkvun með þess- um aumingja vesælingi og hjálp uðu honum eins og þau höfðu hjálpað hvort öðru. Kýrin fór til þessarar liengilmænu og sagði: — Góði minn, þú mátt fá þjer m/jóíkurlötgg úr júgrinu minu, það verður nóg handa lcálfinum mínum samt. Og kindin aumkaðist lika yfir hann og sagði: Jeg kenni í brjóst um þig og þessvegna máttu reita dálít- inn ullarlagð af mjer, þó að mig kenni til þegar það er gert. Og meira að segja: Hænan kom gaggandi og gaf þessari hræðu tvö egg, bjáninn sá. Og bestur- inn sagði við hryssuna sína: — Þú verður að una þjer hjá Iiinum liestunum stur larkorn, jeg ætla að spyrja þennan aum- ingja hvert hann ætli, og lofa honum svo að setjast á bakið á mjer og bera hann þangað. Svona atvikaðist það, að öll dýrin gengu í þjónustu manns- ins,af því hann var vanmáttugri en ÖII dýrin. En þetta liefðu dýrin aldrei átt að gera. Því að þegar ein sauðkindin sleikir aðra í þakklætisskyni fyrir veittar velgerðir, þá sýnir mað- urinn vanþakklæti fyrir það sem honum er vel gert. Ilann setti hand um hálsinn á hestin- um og tjóðraði hann og gerði hann að þræli sínum, með ahs- konar prettum og svikum. Idann drap kálfinn kýrinnar til þess að geta drukkið alla mjóli.ina sjálfur. Hann klipti alla ullina af kindinni, svo að stundum liggur okkur við að frjósa í liel, og bænan kvartar og kvein- ar enn þann dag í dag vegna þess að bann rænir frá henni öllum eggjunum. Svona atvik- aðist það, kæru vinir, að dýrin mistu rjettindi sín og að þau voru tekin úr hlýjum skógun- um og af kjarngresinu. Og upp frá þeim tíma er líka ó- friður milli dýranna. Maðurinn kendi úlfinum og birninum að drekka blóð; maðurinn kendi hrafninum að stela eggjum og nöðrunni að brugga eitur. Og síðan þá hefir öllum dýrum lið- ið illa, og lilýju skógarnir og kjarngresið er nú orðið svo langt undan, að við komuinst þangað aldrei aftur. IV- 0 VARÐ LÖNG ÞÖGN. Kýr- ^ in og kindurnar jótruðu og störðu út í myrkrið. Hesturinn hengdi hausinn og lagði augun aftur. Hænsnin lægðu stjelið og sátu lireyfingarlaus, öll dýrin voru að hugsa um hlýju skóg- ana og stóru kjarngresisengin, sem voru töpuð fyrir fidt og alt. Loksins bætti hrúturinn við: Þið munið ef til vill, að í gær komu tveir menn hingað inn. Þeir nudduðu flötum lóf- anum um bakið á mjer til þess að finna live feitur jeg væri og jeg veit vel hver tilgangur þeirra var með þessu. Þeir koma bráðum og bera mig út, og eftir það sjáið þið mig tæplega aft- ur. Mjer verður aldrei leyft framar að labba um hagana og sofa þar afsíðis hjá vinkonum mínum. Það er þessvegna sem það liggur talsvert illa á mjer og jeg er svo önugur núna. En annars er þetta leiðin okkar allra. — Já, víst er það svo, sagði bjöllukýrin og umlaði á básn- um sínum. Kindurnar og grís- inn andvörpuðu, allar skepn- urnar í húsinu störðu út í mvrkrið og andvörpuðu. En nú tók hesturinn til máls: — Nú man jeg að það var svolítið eftir af sögunni, sem hrúturinn hefir gleymt. Það var gamli heslurinn í stóra hestliús- inu forðum, sem sagði mjer þetta jólakvöldið góða og sagði okkur að gleyma því ekki. Hann sagði okkur, að við hestarnir ættum að þjóna mönnunum og sætta okkur við að þeir færu illa með okkur, án þess svo mikið sem að bíta barn til bana. Því einhverntíma verður þetta alt öðruvísi. Einhverntíma kemur stór heslur, sem er sterk- ari en allir menn til samans. Hann liefir sól i faxinu og eld i nösunum og þegar liann hneggjar þá heyrast þrumur um alla veröldina. Hann hleyp- ir öllum dýrum úr básunum sínum, safnar þeim saman og fer með þau í hlýju skógana. Þá fara úlfurinn og björninn aft- ur að bíta gras, eggin fá að vera- í friði og nöðrurnar hælta að brugga eitur. Og allir hestar — bversu litlir, þrautpindir og magrir sem þeir eru — verða ]>arna að nýjum og fallegum hestum eins og stóri hesturinn með sólina í f'axinu og eldinn í nösunum og fá að fara frjáls- ir um stóru hagana með kjarn- grasinu. En hvenær kemur stóri hesturinn með gullfaxið? spurði hrúturinn. Jeg vildi helst að liann kæmi áður en jeg verð sóttur og látinn liverfa. — Það gerir ekkert til, sagði liesturinn. Því að hvert skifti sem við erum sótt og komum ekki aftur, þá er það hesturinn með sólfaxið, sem liefir gert boð eftir okkur og þá er farið með okkur í stóru beitilöndin, einn og einn í einu. —- Nöff! nöff! rýtti grísinn. Og eftir stutta þögn bætti hann við: — Nú veit jeg meira en jeg hefi vitað áður. Það er þá ekk- ert hættulegt þó einhver komi og bindi um trýnið á mjer og dragi mig út, þvi að þá líður mjer betur eftir, sem mjer get- ur best liðið lijerna. Qg ÞEGAR GRÍSINN hafði '^lokið máli sínu lagðist hann alveg á bakið og sofnaði og dreymdi um stóra hestinn sem átti að koma. Og hrúturinn, sem enn þá stóð í krónni, kinkaði kolli og sagði: — Ef þetta er rjett, hvers- vegna skyldi jeg þá standa hjerna og hengja liausinn? Svo færði liann sig að lambinu, sem hann hafði stangað, og sleikti það og svo lagðist hann, sofn- aði og dreymdi um beitilöndin miklu og hestinn sem koma skyldi. En lcýrin unga sagði: Jæja þá lield jeg að jeg verði samt að leggjast á hnúskótta básinn vota. Því að þetta er ekki nema til bráðabirgða. Og svo lagðist hún á hnjen og valt út af. Og hesturinn gleymdi drag- súgnum lir vindaug- anu og gigtinni í aft- urfótunum og lagðist á básinn sinn, lcink- aði kolli og fór að dreyma. Og hænsn- in liagræddu sjer hka, stungu hausn- um undir vænginn og sofnuðu. Og allar skepn- urnar í húsinu gleymdu raunum sínum en drejuudi um kiarngóðu beiti- löndin og um hest- inn sem koma átti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.