Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 10
8 F Á L K 1 N N UM VOR Á VATNAJIÖKLI Þættir af ísleiask-sæinska leiðangrinum 1036. Eftir JÓN EYÞÓRSSON Jún Eyþórsson veöurfræðingur. I. Hvað er Vatnajökull? Vatnajökull heitir einu nafni há- lendi mikið og stórskorið á Suðaust- urlandi. Það er alt hulið samfeldri hjarnbreiðu hið efra, en í brúnun- um eru rismiklar gnípur og fjall- bákn, sem greypa meginjökulinn i umgerð. Fram um skörð og slakka á milli fjallanna skriða ístungur — skriðjöklar — niður eftir hlíðunum. Sumar ná niður í fjallsrætur og heim undir tún á hæjunum, sumar ná fram á sljettlendið svo skammt verður eftir til sævar. Ár eftir ár hleour snjó á hájökul- inn, vitanlega mest að vetrinum, en um hásumarið geta einnig geisað þar ægilegir hríðarbyljir, þótt litið verði þeirra vart í næstu hygðalögum. Nokkuð af þessum snjó þiðnar að sumrinu, en mikið verður þó jafnan eftir að haustinu af snjó frá síðasta vetri. Sumarblíðan á Vatnajökli er slopul. Hitinn minkar yfirleitt um 0,5—1.0 stig á hverjum 100 m., sem liærra dregur frá sjávarmáli, svo þó að hitinn sje 10 stig í bygðum, sunn- an Vatnajökuls, verður hann varla yfir frostmark á hájöklinum. Þati lægi nú nærri að lialda, að allar þessar fyrningar af vetrarsnjó söfnuðust fyrir á jöklinum, svo hann færi hækkandi ár frá ári. En svo er ekki! Og það er af þvi að jökull- inn er lifandi. Hann meltir þessar snjófyrningar og losar sig við þær. Sú melting fer fram á þann liátt, að snjórinn hreytist fyrst i grófgert hjarn, er síðar myndbreytist smám saman í jökulis, djúpt undir yfir- horði jökulsins. En jökulísinn sígur og þrýstist úl til hliðanna, uns hann skríður fram úr fjallaskörðunum og niður hlíðarnar sem skriðjöklar, eins og þegar hefir verið lvst. Hájökullinn er jafn undir fæti og sprungulaus. En skriðjöklarnir eru yfirleitt úfnir með gínandi jökul- gjám og hvössum íshryggjum. þeir skríða áfram 50—200 cm. dag hvern yfir sumarið en fara sjer hægra að r „Hver hefir sinn djöful að draga". Á skiðum með „pulk“ i eftirdrayi. vetrinum. A leið sinni sverfa þeir klappirnar í salla eða rífa með sjer bnullunga og stórbjörg úr fjallahlið- unum og aka þessu öllu fram fyrir sig. Þar setjast hjörgin og hnull- ungarnir að og mynda jökulgarða eða j< kulöldur en sallann og mölina taka jökulárnar og færa til sjávar. Þannig starfa jöklarnir ár og síð, að því að meitla og móta svip landsins. Þeir rifa niður og smálækka fjöllin en fylla upp sjóinn og færa strönd- ina út á við. En Vatnajökull hefir fleiri öfl í þjónustu sinni. Frá eldhjarta lands- ins liggja æðar um Vatnajökul. Og þegar þær spýta rauðu, rofnar ís- þekjan eða bráðnar, og glóheitir öskumekkir ])eytast marga kílómetra í loft upp. Ein eldæðin er í Öræfa- jökli, hinum þungbrýnda fjalljötni, sem teygir hausinn fram undir sjó. Á kolli hans mótar fyrir heljarmikl- um eldgíg undir hjarninu. Á börm- um gígsins standa gnípur upp úr og er mest þeirra Hvannadalslinúkur (2119 m.), hæsta fjall landsins, svo vitað sje. öræfajökull gýs sjaldan, en því að- súgsmeiri er hann, þegar hann bærir á sjer. Síðast gaus hann 1727 og olli þá miklu tjóni í Öræfasveitinni með jökulhlaupum og öskufalli. Annað gossvæði er alþekt í Vatna- jökli. Það eru Grímsvötn í hájöklin- um vestanverðum. Þar gýs varla sjaldnar en 10. livert ár og jafnframt koma stórkostleg jökulhlaup úr Skeið- arárjökli. Síðast gaus þar vorið 1934, eins og kunnugt er. II. Rannsóknir á Vatnajökli. Vatnajökull hefir til skams tíma verið meðal minst könnuðu svæða á jörðunni. — í jólablaði Fálkans í hitti fyrra var ítarlega sagt frá helstu ferðum yfir jökulinn og læt jeg nægja að visa til þess. Jeg sagði áður að Vatnajökull væri lifandi. En það á ekki aðeins við Vatnajökul heldur og jökla yfirleitt. Líf jöklanna er i því fólgið, að þeir nærast á snjó, að þeir melta snjó og að þeir hreyfast. Þvi meiri snjó sem þeir fá sjer til viðhalds, því meiri verður hreyfingin, átök þeirra ineiri til að mylja fjöllin og færa úr stað. Sumir jöklar í heimskautalöndunum fá lítinn vetrarsnjó, enda leysir litið af þeim á sumrin. En hreyfing þeirra og áhrif verða þá jafnframt lítil. Þeir eru oft lítið annað' en dauðar hjarnskánir. Hvermg er þessu varið með Vatna- jökul samanborið við aðra jpkla á svipuðum hreiddastigum, sem rann- sakaðir hafa verið árum saman? Það var höfuðverkefni okkar, sem réðumst í rannsóknarför á Vatna- jökul síðastliðið sumar, að fá svar við þessari spurningu. Við vildum fá að vita, hve mikill snjór safnaðist fyrir á Vatnajökul yfir veturinn og hve mikið af lionum yrði eftir óleyst að haustinu. Við vildum fá að vita, hve mikið leysti af ís á skriðjöklun- um yfir árið. þeim sem ná alveg nið- ur á láglendið. Við vildum fá að vita, hve hratt skriðjöklarnir mjökuðust fram yfir sumarið, live mikinn aur og grugg jökulárnar bera fram að jafn- aði á sólarhring og loks um áhrif veðurlagsins á snjóleysinguna. Ef spurt væri, live mikið vatns- inagn renni frá Vatnajökli yfir sum- arið eða yfir árið, þá yrði því vand- svarað, ef mæla skyldi vatnsmagnið beinlínis i ánum. Svo margar eru þær og illar viðureignar. En með því að fá yfirlit yfir alla snjóleysingu á jöklinum yfir árið, má reikna vatnsmagnið út á mjög einfaldan hátt, án þess að miklu skeiki. Jeg býst við að rannsóknir okkar í sumar og mælingar, sem síðan liafa verið gerðar, reynist nægileg gögn til þess að svara þessum íriirgu spurningum í öllum aðalatriðum. Þar ineð er sagt að leiðangrinum hafi Práf. Hans Ahlmann. tekist að leysa af hendi hlutverk sitt. — III. Undirbúningur. — Útbúnaður. í fyrra haust varð það samkomu- lag milli okkar Hans Ahlmann, próf. í landafræði við. Stockholms Hög- skola, að gera alvöru úr 10 ára gam- alli ráðagerð okkar um rannsóknar- för á Vatnajökul. Við leituðum fjár- hagslegs stuðnings af opinberu fé bæði hér og í Svíþjóð með þeim ár- angri, að um þetta leyti i fyrra vetur gátum við bundið ferðina fastmæl- um og liafið undirbúning. Skyldi Ahlmann sjá um ferðaútbúnað að mestu leyti og rannsóknartæki. Jeg skyldi hins vegar kosta fhitninga og ferðir innan lands og matvæli að sem mestu leyti. Það var ráðgert að flytja vistar- forða, geymslutjöld o. m. fl. upp á hájökulinn og setja þar forðabúr á hentugum stað. Til þessara flutn- inga skyldi nota hesta og sleða. Frá forðabúrinu ráðgerðum við svo að fr.ra rannsóknarferðir í ýmsar áttir um jökulinn með eins ljettan úthúnað og liægt væri. Til slíkra ferða höfð- um við einn fjögra metra langan Nansen-sleða og fjóra dráttarhunda, tvö ljett tjöld og fjóra skiðasleða eða „pulka“, sem okkur var sjálfum ætlað að draga. Þessir sleðar eru gerðir eftir hreindýrasleðum Lappa sem fyrirmynd. Þeir eru 200 cm langir og 50 cm breiðir, heygðir upp til heggja enda, með heilum hotni og heilum meiðum. Við báða meiða er festur segldúkur lil þess að breiða yfir farangurinn og verja hann snjó og vætu. Spanskreyrkjálkar eru festir framan á sleðann og krækt i dráttar- belti í mjaðmastað, en beltinu er lialdið uppi með krossreim yfir axl- irnar. Undir sleðann voru svo sett skíði með nýsilfursþynnum undir. Að nóttunni má taka kjálkana af Ferðatjald, hálfgrafið í snjó. Jökulalda og jökullón á Dreiðamerkursandi. lnnan i öldunni er jökulís, en þunt lag af sandi og möl ofan á. Þar sem svarta skellan er, hefir sandurinn skriðið niður og sjest í svartan og sandborinn ísvegg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.