Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 6
4 F Á L K I N N JIOL DÝMANNA Eftir JOHAN BOJER ÞAÐ VAR DIMT en hlýtt í litla peningshúsinu hjá- leigubóndans. — Napp, napp, sögðu allir munnarnir og tugðu í ákafa og rendu niður jólahevinu. Fjölskyldan þarna í gripahúsinu var tvær kýr, lit- ill og magur hestur, fimm kind- ur og hrútur sá sjötti, nokkur hænsni og svo grís, sem var á sifeldu brölti í bólinu sinu og tautaði: nöff! nöff! — Ef þú getur ekki haldið saman á þjer skoltunum og lætur okkur hafa matfrið, þá vippa jeg mjer yfir byrsluna og inn í bólið til þin, sagði gamli hrúturinn sem var hálf geð- vondur — og svo stakl: ’.ann sínu eigin nefi ofan í jötuna sína eftir meira lieyi og tugði áfram — kjapp, kjapp! En liúsfreyjan, hún malmóð- ir þeirra var ennþá þarna við gegningarnar. I kvöld höfðu kýrnar fengið óblandað hey en engan saxaðan liálm, hesturinn hafði fengið stallinn fullan af höfrum, hænsnin feitan mjel- hræring en ekkert af súrum kartöflum. Því allar skepnurn- ar áttu að fá góðan jólamat eins og fólkið. T OKSINS hafði fóstran lok- ■^ið starfi sínu og tók byttuna sina og fór, en á þröskuldinum sneri hún sjer við og bauð gleði- leg jól. Og svo fór hún út, þar sem hár og dimmblár stjörnu- himinn hvelfdist yfir fannhvílt klæði jarðarinnar. — Gaman væri að vita hvað hún fóstra mín liefir gefið mjer í kvöld, sagði ein kindin og dró við sig að stinga nefinu ofan í jöluna. Allir búendurnir í fjós- inu kölluðu nefnileaa konuna í hjáleigunni fóstru, af því að það var hún sem gaf þeim. — Hún hefir auðvitað gefið þjer bestu tugguna sem hún átti, sagði litla lambið — það stóð þarna og Ijet sem það væri að háma í sig hey, þó það kæmi ekki svo miklu sem einu strái niður. Og svo hnerraði það og var rjett að því komið að velta um hygg, því að lyklin af kúm- eninu var of slerkt fyrir litla nefið á þvi. — Nei, skyldi liún ekki hafa gefið mjer hakkaðar kartöflur, þær eru það besta sem til er; suinar kindur fá að jeta sig sprengsaddar á karlöflum á hverju hausti, áður en þær eru teknar og farið með þær eitt- livað út í buskann. Jeg hefi einu sinni stolist í svoleiðis æti, og mikið var það gott. — Jeg lield nú að hún fóstra eigi nokkuð sem hetra er. Það er til nokkuð, sem heitir flat- brauð, telpurnar hafa einstöku sinnum stungið upp i mig bita af því, þegar jeg hefi rekið nef- ið inn úr eldhúsdyrunum. — Krr-u, krr-u, sögðu hænsn- in sem voru flogin upp á skaft- ið sitt yfir glugganum, þar sem þau sátu nú með hangandi stjel- ið og störðu spekingslega út í myrkrið. Og haninn sem var framsögumaður bætti við: -— Væri jeg í hennar sporum þá mundi jeg velja injelstöppu í jólamat, hún er svo kjarngóð að jafnvel hanar gætu verpt eggjum af henni. Gamla forustukýrin með bjöll- una stóð róleg á básnum sín- um og tugði og tugði og var að smá tvístíga með afturfótunum. Loksins var hún búin með gjöf- ina og fór nú að jótra og sneri sjer og vatl á básnum til að klóra sjer ofurlitið á bakinu, loksins rjetti hún hausinn yfir hyrsluna og ávarpaði hina kúna: — Gleymdu nú ekki að leggja þig á hina hliðina í kvöld, dóttir mín. Á jólanóttina lialla kýmar sjer að Kyndilmessunni — það er góður og gamall siður. Og svo lagðist hún sígandi á básinn, beygði liausinn aftur með sjer og jótraði með lokuðum augum. — Hafið þið nú ekki liátt, börnin góð, sagði hún skömmu síðar. — Nú vil jeg hafa kyrð. Jeg hefi ýmislegt að hugsa um og rjett á eftir var hún farin að hrjóta og umlaði í svefninum á milli. — Æ, nú er hann þarna aftur dragsúgurinn, sagði hesturinn og hnipraði sig upp í horn i básnum. — Hún fóslra liefir vist gleymt að byrgja vindaugað og súgurinn næðir gegnum merg og bein á mjer — hú-hú! Og svo tvísteig liann til og frá á gigt- veikum löppunum. 17' INDURNAR höfðu jetið upp hjá sjer og stóðu nú hreyf- ingarlausar og góndu út í myrkr- ið meðan þær voru að jórtra. Lambið litla hljóp fram og aftur á mjóu fótunum löngu og ljek sjer. Þó að það væri ekki nema mánaðargamalt var það farið að hafa gaman af að erta þá fullorðnu. Sjerstaklega varð hrúturinn reiður þegar það gerði lionum þá móðgun að koma til hans og láta eins og það ætlaði að sjúga hann Enda kom það fyrir oftar en einu sinni, að hann slangaði það svo óþyrmilega að það enda- sentist yfir þvera króna og kúl- veltist þar. — Hvað eruð þið eiginlega að rökræða um? spurði grisinn og lagði aftur báðar framlappirnar upp á milligerðina. Mjer heyrð- ist þið vera að segja eitthvað þarna í fjárkrónni, en jeg hefi hálf slæma heyrn. — Hvað ætli við segjum nema ekki neitt, hreytti gamli hrútur- inn út úr sjer. — En jeg hefði gaman af að fræða þig á því, að um næstu jól verður þú orð- inn okfeitt svín, og þá kemur einhver með snæri og bindur um trýnið á þjer og dregur þig úl. — Dregur einhver mig út? sagði grísinn og sneri sjer að lcindunum. — Annars þarf jeg ekki yfir neinu að kvarta hjerna í bólinu minu, sjerstaklega síð- an jeg fjekk svona mikið af mómylsnu til þess að gösla í. Þvi skyldi jeg þá vera dreginn út? Og livað skyldi svo sem eiga að gera við mig ef jeg væri dreginn út? — Það færðu að vita þegar þar að kemur, sagði hrúturinn, en mjer er óliætt að segja það, að sú ferð verður engin skemti- ferð hjá þjer og jeg býst tæp- lega við að hægl sje að treysta því, að þú komir nokkurntíma hingað aftur, eftir að þú ert farinn úl. — Hvað er eiginlega þetta út? spurði lambið sem hafði fæðst þarna inni í fjóskumbaldanum og liafði aldrei komið undir hert loft. Það var ákaflega for- vitið. — Úti, svaraði hrúturinn, það er ákaflega stórt hús, miklu stærra en þetta lijerna, og þar er heitt á sumrin og akur og engi og skógur og gott gras, og smali með hafurshorn, sem ver okkur fyrir úlfunum. En samt hefi jeg nú stundum stolist á burt frá smalanum með góðri vinkoriu minni þegar okkur langaði til að vera nokkra daga í næði. Það er alls ekki haúlu- legt, ef maður hara snýr altaf nefinu upp í vindinn og hefir gát á úlfinum. Þetta var svo háfleygt að lambið hotnaði ekkert i því. Þá fór hesturinn að gefa orð í belg: — Þetta gerum við hestarnir líka. Meðan jeg var folald og elti hana móður mína upp um lieiðar, vorum við stundum fjöldamörg liross saman og móðir mín var með bjöllu um hálsinn. Ja, það var nú skemti- legra í þá daga en nú. Á nótt- inni lágum við saman í þjettum hnapp, hún móðir mín og jeg lágum í miðjunni, en sterkustu hestarnir í útjöðrunum, en einn hesturinn stóð altaf með nefið ujip í goluna og hjelt vörð; og þegar liann var orðinn þreyttur stóð annar upp og tók við af lionuiri. Og einu sinni kom björn- inn og læddist eins og þjófur ú nóttu, en þá voru tveir liest- arnir, báðir skaflajárnaðir, ekki lengi að taka mannlega á móti honum. Jeg stóð og gægðist undir kverkina á henni móður minni, jeg man það alveg eins og það hefði skeð í gær. Það var ekki spaug að vera hjörn þá, altaf man jeg hvað þeir slóu hann óþyrmilega. — Og samt tók sami bjarnar- pabbinn hana elstu dóttur mina og har liana burt með sjer milli framlappanna, skaut bjöllukýr- in inn í, því að hún hafði vakn- að við samtalið. — Ef þú skyld-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.