Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 21

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 21
F Á L K I N N 19 — Mig minnir, að þjer segSuð, að þjer hefðuð rannsakað kroppinn áður en þjer keyptuð hann, sagði Menken gletnislega. — Þjer steiktuð hita og þefuðuð meira að segja af lionum, til þess að vera viss um, að það væri ekki fiskbrækja af honum. —■ Víst gerði jeg það. En jeg lilýt að hafa verið stíflaður i nefinu í gær líka. Nei, það er óiriögulegt að reiða sig á fólk, nú orðið. Ellertsen skipstjóri kom rjett á eftir og svo var sesl að borðum. Þetta varð daufleg kvöldmáltíð, enda þótt miðlarinn lielti ótt á glösin. bæði dramm og rauðvíni. Kambur- inn stóð á borðinu, girnilegur lil fróðleiks; en það var aðeins smakk- að á lionum fyrir kurteisi sakir, og meira en helmingurinn var endur- sendui' út í eldhús. Miðlarinn var líkastur karfa á þurru landi og frúnni og dótturinni leið ekki mikið skár. Ellertsen skipstjóri var með sama svip og húshændurnr, en „Ný- kirkju-Blaðið“ ljek á als oddi. Næstu dagar urðu miðlaranum litlir sældardagar. Iivar sem hann kom var ekki um annað talað en jólaflesk, rifna skó, guðhrædda skó- smiði og langar setur í kjallaraháls- um. Og ekki var betra heima. Jóla- amstrið var byrjað og raunahugs- anirnar, sem ríktu á heimilinu urðu enn þungbærari við tilhugsunina urn grísakropp upp á tólf lýsispund, sem hjekk í kjallaranum, ónothæfur til alls nema máske í ketstöppu. En svo lcom alveg óvænt ljós i þessu myrkri. enda þótt segja mætti, að það væri auðmýkjandi fyrir vesl- ings miðlarann. Á miðvikudagskvöldið, þegar hann kom heim lagði þessa ilmandi steik- arlykt fram i gang, svo að miðlar- inn andvarpaði. Svona hefði ilmur- inn átt að vera á laugardaginn var, þegar hann liauð honum heim þess- um geiflukjafti, honum Menken, sem nú var á þönum imi allan bæ, til að gera honum háðung og svívirð- ingar. Frúin tók á móti honum og það ljómaði á henni alt andlitið. — Ja, nú máttu hnusa, Jakob minn, sagði liún, — því að nú skaltu fá svínakamb sem segir sex. — Hvað segirðu heillin? sagði miðlarinn og ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. — Þetta var svei mjer gleðileg frjett! En frjettin var ekki nema hálf- sögð ennþá. Þvi að frúin sagði að þau hefðu verið svo heppin að geta skift á vonda grísinum fyrir alveg ljómandi kropp, og ekki gefið eyri í milli. Jakob Huhnemann hristi höfuðið. — Þetta skil jeg ekki. Við hvern liafðirðu skifti? — Það segi jeg þjer ekki fyr en scinna. Komdu nú að borða. Svínakamburinn var gæðamatur og miðlarinn hafði óseðjandi matarlyst. Og þegar liann loks hafði etið sig saddan sagði frúin honum við hvern hún hefði skrift. Það var enginn annar en hann Frydendal liðsforingi sem hafði hjálpað henni út úr þess- ari Idípu. — Ilvað segirðu, kona? Miðlarinn spratt tipp eins og mús hefði bitið hann. — Hefði jeg vitað um þetta skyldi jeg' ekki hafa hragðað á kambinum. Á morgun gerum við kaupin um aftur, það skaltu vita! — Það er of seint, Jakob minn. sagði frúin, þvi að hann Niels var hjerna áðan að brytja hann. Bóg- ana og lærin lagði jeg i sykurlaka og' rifjasteikinni hefi jeg velt up]i úr pipar og salti. Þú veist að það er orðinn hver síðastur og þessvegna tókum við til við kroppinn undir eins og hann kom. — Þið hafið gert samsæri bak við mig, einmitt það hafið' þið gert, sagði miðlarinn gramur; hann stóð við reykborðið sitt og tróð i pipuna. — Alls ekki! Liðsforinginn kom rjett eftir að þú varst farinn á skrifstofuna og stakk upp á skiftun- um. Hann hafði fengið kropp, sem Iiann ætlaði að salta og nota í skips- kost, sagði hann; en af því að sá lcroppur var úrvals ket, þá stakk hann upp á því að við fengjum hann en hann fengi okkar í staðinn, því að liann væri nógu góður í ket- stöppu. Ó hvað jeg varð fegin. Hvað þetta var göfugmannlegt af lionum! Það var þögull og óánægður miðl- ari sem settist í ruggustólinn nokkr- um mínútum siðar með langpípuna sína og „Bergenspóstinn". V. Eitl kvöldið eftir að miðlarinn hafði lokað skrifstofunni gekk liann upp i Logen lil þess að drepa tím- ann dálitla stund. Það var ekki ver- andi heima núna — rjett komin jól — hann var alstaðar fyrir og hvergi frið að l'á framundir miðnætti. Hví- líkt líf, drottinn minn! Það fór sí- versnandi að vera maður, fanst miðl- arnum og hann andvarpaði djúpt. .4 Logen huggaði hann sig við heitt toddyglas. Þetta var snemma kvölds og hann var enn eini gesturinn. Ilon- um leiddist að vera einn og reyndi að fara að tala við óla tritil, en Óli var að gera hreint í sinni deild og mátti ekki vera að rabba, hversu feginn sem hann vildi. Og miðlar- anum fanst hann enn meiri einstæð- ingur en áður. En svo kom þarna nýr gestur og þá hýrnaði yfir miðlaranum. Því að þetta var engin annar en vinur lians og dúsbróðir, Breders kaupmaður í Veitunni. liann sem átti einmitt sama húsið sem manntuskan þarna frá Stavanger hafði skóaraverkstæðið í. Breders hafði verið i Hamborg síð- an í október og mundi ekki hafa heyrt neytt af kjáftættinum sem gekk i bænum og hafði eitrað svo tilveru miðlarans. Nú skildi liann fá sjer gotl rabb og alveg sneiðalaust. — Velkominn heiin, kallaði miðl- arinn. — Komstu með Hamborgar- skipinu í gær? — Nei, jeg fór landleiðina frá Kiel til Kristianíu, og þaðan með strandferðaskipinu og kom heim um miðjan dag í gærdag. Jeg hefi ekki komið til Kristianíu fyr, en ekki get jeg sagt að jeg lcynni við mig þar. Þessir austlendingar eru of liæg- ir og drumslegir. Og miklu falskari en við. — Þetta líkaði miðlinum að heyra. — Já, það segirðu satt, hrópaði hann glaður og pantaði undir eins nýjan toddy handa Breders. — Annars var jeg að frjetta, að við hefðum fengið einhvern dela það- an nýlega, hjelt Breders áfram. Fry- dendal minnir mig að hann heiti, sá er líklega lögulegur! — Hvað segirðu mjer um hann, spurði miðlarinn og reyndi að gera röddina svo hlutlausa sem liann gat. — Nú skaltu heyra! Það flutti skóari i kjallarann hjá mjer meðan jeg var að heiman, einstakur ráð- vendnismaður, segir ráðskonan mín, Irúaður og þessháttar, gerir ekki hundi mein og borgar húsaleiguna upp á dag. En heldurðu ekki að þessi nýi símritari hafi farið vel að ráði sínu við hann, að því sem ráðs- konan segir mjer. Veistu hvað liann gérði fanturinn? Hann pantaði sjer flunkuný stígvjel úr lakki, en þegar þau voru búin liafði hann ekkert að borga með. — Þessu trúi jeg mætavel, sagði niiðlai'inn og fylgdist vel með. Haltu áfram, Breders minn! — Já, bíddu nú við, því að jeg verð að dreypa á grogginu fyrst. Skál. skál — eh! Bærilegt er bragðið. — Nei, peninga átti hann eklci, en held- urðu ekki að hann hafi prangað hálfum gris upp á skógarann sem horgun. — Það er naumasl að hann gerir mikið í fleskinu. — Hver? — Nei, það var ekki neitl. Haltu áfram, Breders minn! — 'Vertu þá ekki að taka fram i fyrir mjer en lofaðu mjer að tala út. Hálfan grís, sagði jeg. En það var nú grís í lagi. Eintóm bjeuð svik, ekki baun annað en svik. Á jeg að segja þjer, Hiihnemann. Konan skó- arans sagði að fleskið hefði alls ekki verið mannamatur — ekki einu sinni hundamatur! Það lagði af því svo sterka fiskbrækju, að það var ekki hægt að renna því niður. Hvað seg- urðu um það. — En--------------Hvað gengur að þjer? Finst þjer vert að hlæja að þessu? Gengur nokkuð að þjer? Hann spurði ekki að ástæðulausu, því að Hiihnemann hagaði sjer væg- asl sagt eins og fifl. Hann veltist um í hlátri svo maginn á honum hrist- ist, og sló á lærið á sjer svo að small í. — Mikið skrambi er þetta gatt! sagði hann hvað eftir annað. Jeg hefði ekki getað gert honum verri glennu sjálfur! Mikið dje... var þetta sniðugt! Breders hristi hæruskotið höfuðið og var alveg i vandræðum. Hann hafði búist við að miðlarinn fyltist heilagri vandlætingu en svo kom — að honum fanst — óverðskulduð hlátrasköll í staðinn! En Óli trítill, sein vissi vel hvað miðlarinn átti útistandandi við skóarann í Veit- unni, gaut horaauga til hans og glotti illyrmislega. — Þetta er ekki til að hlæja að, Húbnemann minn, þvert á móti, sagði Breders stuttur i spuna. — Mjer er ómögidegt að skilja hvaða ganian þjer getur þótl að þessu. — En mjer er mögulegt að skilja það, sagði miðlarinn og hláturinn sauð í honum. — Þetta eru heslu frjettirnar sem jeg liefi fengið lengi; — hvað þetta var mátulegt á skóar- ann. Svo að það var þetta, sem hann notaði fleskið mitt tíl, bansettur lóm- urinn, ha-ha-lia! Á jeg að segja þjer, Breders minn, að visu er Fryden- dal áustlendingur, en þetta bragð lians er svo sniðugt, að liann getur ekki verið fæddur í gær. — En nú dettur mjer nokkuð i liug, hjelt liann áfram. — Það var bara hálfur kroppur sem skóarinn fjekk fyrir stígvjelin; hvað skyldi hann hafa gert við hinn helminginn? — Það veit jeg, sagði Óli trítill, sem stóð við diskinn; — hann prang- aði honum upp á hann Menken vigt- armann. VI. Trúlofunin var opinberuð i fjöl- skyldusamsséti lieima hjá miðlarar.- um fyrsta dag jóla og alt var gleði og gæfa. Annan i jólum um morgun- inn gengu þau nýtrúlofuðu iiin Kal- faret og inn á Haukaland. í brekkunni fyrir ofan Sembs Bryggeri, þar sem Hansa Bryggei i er nú, var enginn maður á götunni svo að þá stal liðsforinginn kossi frá elskunni sinni; og þetta varð inn- gangurinn að löiigu ininaðai samlali milli þeirra. Hvað þau töluðu um? Flesk. vit- anlega! Príma jólaflesk seiu and- stæðu við flesk með síldarbrækju- liragði, sem liafði haft undtirsamleg áhrif. Því að mi leysti liðsforinginn frá skjóðunni. — Grísinn sem liann pabbi þinn keypti af bóndanum frá Voss, var ógallaður í alla staði, sagði hann. — Þú hefir sjálf smakkað á honum um jólin. En það var vonda fleskið er hún lnismóðir mín keypti til jólanna, sem jeg prangaði inn á Menken og skóarann. Og nú kom sagan öll eins og hún lagði sig. Liðsforinginn gerði enga tilraun til þess að leyna tilgangi sín- iim. Að hlíðka frúna og ávinna sjer hylli miðlarans eftir öll þessi læti, sem bæjarslúðrið hafði orsakað — það var eina leiðin til þess að fá sámþykkið til ráðahagsins við Maríu. Bærinn var ekki stærri en svo, að liðsforingjanum liafði undir eins bor- ist til eyrna vandræði miðlarans út af rifunni í skónum og því sem þar fylgdi. Ennfremúr hafði hann heyrt um fleskkaup miðlarans og að hann liefði boðið Menken og Ellertsen heim upp á lomber og svinakamb. Hann hafði gert samsæri við Stínu vinnukonu, og það var ekki það versta sem hann gat gert. Því að Stína, sem var í örvæntingu út af af- leiðingum þess, sem liafði gloprast út úr lienni var fús til þess að vaða eld og vatn til þess að hjálpa honuni. Hann gat treyst Stínu því að liún var bergensk vinnukona, sömu teg- undarinnar og þær, sem gáfu Holberg efni í Pernillurnar hans, og Stína reyndist i engu vera eftirbátur þess- ara snjöllu og forsjálu meyja, þegar að því kom að lijálpa tveimur elsk- cndum i líeyð. Án þess að depla augunum hafði hún farið að ráðum liðsforingjans og lagt svinakambinn ofan í síldartunnuna i kjallaranum, svo að bragðið yrði eins og til var ætlast. Og árangurinn fór fram úr hæstu voiium, eins og vjer höfum heyrt. Daginn sem biðillinn bar fram hið eðallynda tilboð sitt um að hafa skifti á kroppunum, liafði Stína aftur nóg að hugsa. Eins og við munum tók frú Húhnemann tilboðinu með þökkum, og þegar litið bar á sætti Stína lagi og sótti kroppinn niður í kjallara og lagði hann á eldhúsborð- ið. Þau liöfðu náð í nýjan svina- kamb og þóttist Stína hafa skorið hann út úr kroppnum áður en frú- in kom fram. — Jeg tók vitanlega hálfa kropp- inn aftur frá skóaranum undir eins og hann hafði gert sitt gagn þar, og borgaði honum þá þrjá dali og sex skildinga sem jeg skuldaði honum, sagði liðsforingirtn að lokum. — En jeg hafði enga meðaumkvun með Menken. Það getur þolast að kven- fólk fari með slúður; en karlmenn sem fara með slúður eru úrþvætti! Menken liefir gott af að reka sig á það, finst þjer ekki? — En liálfa grísinn sem l>ú tókst aftur, hvað gerðirðu við hann? spurði María, sem nú var farin að íhuga söguna frá gamanhliðinni. ■— Þú hefir vist ekki látið hann úldna? — Nei, nei, jeg gaf hann á sjó- mannaheimilið. ()g þar verður lianii allur að stöppu. Það verða margar stöppumáltiðir. Falck-Andevsen.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.