Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 12
10 F A L K I N N Jökullón við Breiðamerkurjökul. Tjöldin okkar eru tvö, lágreist, úr þunnu efni og með botnum úr segl- dúk, stafninn er fleygmyndaður til þess að vindurinn nái síður taki á tjaldinu. Dyrnar eru kringlóttar, samandregnar pokadyr, ekki víðari en svo að maður getur rjett skriðið gegnum þær. Þetta er því nær eini dyraumbúnaðurinn, sem dugir í skafbyljum, en þægilegur er hann ekki. Við Ahlmann erum í öðru og minna tjaldinu. Skíðasleðana setjum við sinn með hvorri tjaldhlið breið- um hreindýrsskinn í sleðabotninn og þar ofan á þykka æðardúns svefn- poka. Á bak við stafnsúluna er rúm fyrir bakpokana okkar og á milli sleðanna verður þverfótar breitt bil, meiri er gólfflöturinn ekki. Við verð- um að afklæða okkur flötum bein- um á sleðunum. Það er óþægilegt fyrst en kemst fljótt i vana. í hinu tjaldinu eru þremenning- arnir: Kalli, Skallagrímur og Mak. Þeim þykir fyrirliöfn að draga skíða- sleða inn í tjaldið og breiða þvi að eins hreindýraskinn á tjaldbotninn undir svefnpokana. Þeir hafa mat- seld með höndum og þeirra tjald er jafnframt horðstofa. Úti við er vandlega gengið frá öll- um farangri. Skiðum er stungið nið- ur á endann og jafnframt notuð sem stagfestur á tjöldin. Ekkert má liggja eins og kastað af liendi. Ann- ars getur það farið í snjó og orðið leit úr því. Hjer er allra veðra von. Hundarnir eru bundnir á streng skamt frá tjöldunum með svo löngu millibili, að þeir nái ekki hver til annars. Þá bitast þeir. Þeir fá mat einu sinni á dag, 1 kg. af harðfiski, stundum feitimola með. Svona er umbúnaður okkar fyrstu nóttina á Vatnajökli. VI. I hríðargreipum. Góðviðrið lijelst því miður ekki lengi. Daginn eftir gekk til sunnan- átlar með slyddu og snjókomu á víxl og svona veðurlag hjelst óslitið næstu viku. í tveimur áföngum komumst við þó norður á jökul í h. u. b. 1200 m. hæð. Öðru hvoru verð- um við að standa í snjómokstri til þess að tjöldin fari ekki í kaf og loks er svo komið að þau standa r.iðri í nærri þriggja metra djúpri gryfju. Hvítgrár skýjaflókinn rennur saman við snjóbreiðuna, svo ekkert sést. I.ofthitinn er vanalega um frostmark, svo tjöldin eru síblaut og fötin okkar verða rakari með hverjum degi sem líður. Sunnudaginn 3. mai hefi jeg skrif- að í dagbók: Rigningin buldi á tjald- inu til miðnættis, en úr því fór að snjóa og skafa. Meiri og meiri snjór lilóðst að' tjaldinu og fyrir dyrnar, svo sjáanlegt var að það mundi fenna i kaf og útgangur teppast, ef ekki yrði að gert. Jeg fór þá út um 3-leytið og átti fult í fangi ineð að bora mjer út í gegnum skaflinn, sem lá að tjalddyrunum. Það var tvcggja klst. verk að grafa frá tjaldinu og rýma frá dyrunum, svo vel sem unt var. Mjer sofnaðist vel eftir þetta næturrölt. Um 9-leytið fór Ahl- man út til að grafa tjaldið upp á ný og moka útgöngudyr frá hinu tjald- inu. — Hjer er orðið heldur vott og cfjelegt inni lijá okkur. Rakir svefn- pokar og liaugar af votum fötum þar ,,Hundalíf“ Vatnajökli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.