Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 36

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 36
34 F Á L K I N N lengi að tygja mig og komast út, þó að rokið væri svo mikið, að maður gæti varla staðið i lappirnar. Og þegar jeg loksins var kominn upp á klettinn bak við vitann þá sá jeg skipið. Það lá á lilið langt uppi á grunni og brotsjóirnir gengu yfir það i sífellu, en reiðinn var fallinn fyrir borð. Þetta var ljót sjón, það verð jeg að segja og í kík- irnum gátum við sjeð, að skips- liöfnin hafði leitað sjer hælis á aftanverðu þilfarinu. Allur flutn- ingur, sem skipið hafði haft ofan þilja var náttúrlega kom- inn fyrir borð og var á floti í brimgarðinum. Sumt hafði rek- ið upp í fjöruna en, sumt sogast til hafs. — Og svo hafið þið róið út að flakinu. Vist gerðum við það. Við vorum enga stund að fara i sjóklæðin og koma björgnnar- bátnum út — og svo tókum við nokkrar tunnur af olíu og sels- lýsi í bátinn, auk þess axir, björgunarbelti, baujur og ým- islegt fleira áður en við lögð- um frá. -— Það hefir verið barningur hjá yltkur að komast út? — Víst var það. En jeg hafði knáa karla innanborðs og þess- vegna tókst það. En annar eins sjór, drengur minn, og annar eins ofsastormur! Það rauk og sauð af briminu eins og úr fossi. Og auk þess var nístandi kuldi. — Gátuð þið róið beint út í strandaða skipið? — Nei, fyrsl rjerum við út með Ytriodda. Löngu askviðar- árarnar okkar voru cins og strengdur bogi i sjónum, því að drengirnir tóku knálega á, en við mjökuðumst þó áfram liægt og bítandi úr að Harðbalaskeri og þaðan út að Stakksey og þá vorum við konmir á borð við skipið. Nú gátum við látið bát- inn reka undan sjó og vindi og að skipinu á hljeborða. En þrjá tíma höfðum við verið að róa þennan spöl, sem jeg hefði get- að róið einn á tíu til fimtán mínútum í menskra manna veðri. — Var öll skipshöfnin lifandi? — Já, það var hún, guði sje lof. Því að barkurinn var til þess að gera nýr, og afar slerk- ur. Það var hlje þarna gegn sjó og vindi, en hefði barkurinn brotnað um nóttina, þá hefðu þeir druknað á honum, hver einasti maður. Jæja, við náðum svo í enda frá skipinu, en ann- ars voru þeir orðnir svo mátt- farnir og kaldir og aumir þarna um borð, að þeir gátu hvorki neitt handa eða fóta. Nokkrir lágu i þilfarsganginum voru orðnir meðvitundar- lausir af kulda, og þessvegna urðu nokkrir af okkar mönn- um að fara um borð í skipið og tókst þeim að koma böndum a mennina og renna þeim um borð til okkar, einum og einum í senn. Þegar við böfðum tekið helminginn af mönnunum i bátinn gátum við ekki tekið fleiri og urðum að róa heim- leiðis. — Var ekki slæml beint und- an sjónum til lands? — Jú, en þá kom olían og lýsið að góðum notunj. Jeg setti gat á eina tunnuna og ljet olíuna renna Iiægt og bægt aft- ur úr skutnum um leið og bát- inn bar. Og þegar við komum hjerna upp að norðuroddanum sló jeg botninn út tunnunni og Ijet olíuna fara í sjóinn — það veitti ekki af, því að brimgus- urnar við oddann voru liærri en nokkurt hús. — Og það dugði, frændi? — Jú, ekki bar á öðru. Sjóinn lægði alveg kringum okkur og við komum öllum mönnunum undir þak. Og svo urðum við að halda af stað aftur, eftir hinum. — Og hvernig gekk sú ferðin? — Jæja, bærilega. Þetta fór alt sæmilega, en það mátti ekki læpara standa. Við komumst útað skipinu eftir stífan þriggja tíma róður, en þá var orðið hjerumbil dimt. Til allrar ham- ingju vorum við vel kunnugir og auk þess lýsti af brimgarð- inum í myrkrinu. En samt var þetta fremur ógeðfelt ferðalag og mest kendi jeg í brjósti um aumingja mennina, sem höfðu orðið að bíða svona lengi um borð í skipinu. Þeir voru bjer- umbil meðvitundarlausir, allir saman, þegar við loksins kom- umst út í skipið aftur. Við urð- um að renna þeim öllum á streng ofan í bátinn. — En svo hefir ykkur gengið greiðlega lil lands? — Já það gekk vel meðan við lægðum sjóinn með olíu, en ])egar við komum upp að norð- uroddanum i annað sinn lent- um við of nærri honum í myrkr- inu, svo að það var nær ó- mögulegt að stjórna björgunar- bátnum. Og þá kom á okkur sjór, sem benti okkur langar leiðir, — mjer datt ekki annað í hug, en að við myndum drukna þarna allir í einni bendn. Stýr- ið var upp úr sjó og þessvegna var báturinn stjórnlaus, en sem betur fór ljetu piltarnir mínir ekki á sig fá og hjeldu skipinu rjettu með árunum og tókst að halda bátnum á rjettum kili meðan við vorum að komast inn úr sundinu. Við vorum komnir í blje fyrir innan en báturinn var fullur af sjó. Samt komumst við heilu og höldnu i land. Og nú var nóg að hugsa, að hjúkra skipsbrotsmönnun- um, útvega þeim þur föt að fara í og gefa þeim mat og drykk. Og svo hjeldum við jól allir í sameiningu, hjerna í vita- varðarbústaðnum, við söng norðvestanroksins, sem kvað við í veggjum og gluggum. Jú, svona voru jólin míh fyrir sext- KOL KOKS SALT H.f. KOL & SALT ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ MINNING PUSHKINS. Nýlega eru liðin 100 ár síSan frum- herji nýrra rússneskra bókmenta, Al- exander Pushkins dó. Myndhöggvar- inn Merkurov er aS gera styttu þá af skáldinu, sem sjest hjer aS ofan. SONUK VON RIBBENTROP. Rudolf Ribhenlrop, sonur þýska sendiherrans í London sjest hjer á leiSinni i skólann í Westminster, þar sem hann lærir í vetur. Myndin sýnir hinn hefSbundna fatnaS skóla- drengjanna. án árum og síðan þá hefir Hans Keldrus haft leyfi til að bera björgunar-heiðurspeninginn úr gulli. — En hvernig fór með skip- ið? Á jóladagsmorguninn var tómt þarna úti á Djúpagrunns- boðunum. Sjórinn hafði molað skipið í smátt. — Nú en þarna er þá Þórir á Breiðum og dreng- urinn á Espilundi að koma. Þá skulum við fá okkur glas af berjavíninu hennar gömlu minn- ar og óska hver öðrum gleði- legra jóla og farsæls nýárs! — Við skulum vona, frændi, að gamli vitavörðurinn komi ekki á kreik núna til þess að boða ný slys. Rjett segir þú, drengur minn. Það er sjerstaklega um iólaleytið, sem manni finst að það eigi að rikja friður og gleði. ekki síður á sjónum en á þurru landi. Eftir Erik Sparre.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.