Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 19

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 19
F Á L K I N N 17 Veiðarfæri fyrir komandi vertíð - frá 1 eyrls önflli til hotnvSrpn - verður NÚ eins og UNDANFARIÐ BEST og ÓDÝRAST að kaupa hjá okkur. Biðjið um verðtilboð! Heildsala. Smásala. Verslun 0. ELLINGSEN REYKJAVÍK (Elsta og stærsta veiðarfæraverslun landsins). Símnefni: »Ellingsen, Reykjavlk*. STUNDAGL ASIÐ TÆMIST ÓÐAR EN VARIR Hver sá, sem hefir fyrir öðrum að sjá, og er ekki líftrygður, hefir ekki int af hendi skyldu sína. Líftryggið yður i „DANM ARK“ meðan þér eruð hraustnr og vinnufær Aðalumboð ÞðRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. REYKJAVÍK Og miðlarinn varð að sætta sig við þetta. Og varð að gera sig blið- an og sleikja út um báðumegin, þvi að hvernig færi, ef bjeðaður skóar- inn kæmi ekki við hjá ökumannin- um. Og svo sat Húhnemann miðlari þarna eins og hver annar vaktari niðri í kjallarahálsinum með uppr brettan frakkakragann og fanst heim- urinn vera leiður og ljótur. Þarna varð’ hann að biða hálftíma þangað lil vagninn kom. Ekill afsakaði með þvi, að þeir hefðu ekki haft neinn vagn lausan fyr. Miðlarinn skreidd- ist upp í vagninn stirður og kaldur og svo var haldið af stað á rólegu hrokki, því að Hans var ekki svo, að hann væri að þenja gæðinginn að óþörfu. Þegar hann kom heim liafði liann húið sig undir að flytja langt og átakanlegt erindi um píslarvætti sitt, til þess að rökstyðja, að sjer væri lifsnauðsyn að nokkrum lútsterkum og brennheitum toddyglösum. En svo langt komst hann aldrei, því að þegar hann kom heim var þar alt í uppnámi. III. Nokkrum árum áður — 1857, svo að maður sje nákvæmur — hafði verið sett ritsímastöð i Bergen. „Eitthvað nýmóðins skítti, sem eng- inn liefir trú á“, sagði fólkið. „Op- inn gluggi út að heirninum", sögðu þeir bjartsýnu. í fyrstunni hafði Hiihnemann miðlari talið sig til síð- ari flokksins; en nú var hrifningin farin að kólna, og það hafði sínar gildu ástæður. í mörg ár hafði hann haft skifti við útvegsmennina í Kinn-sveitun- um — við ríku fiskimiðin milli Stat og Flórey. Síðustu árin hafði það verið almenn ósk Bergensbúa að fá símasamband við þessa staði, en enn- þá höfðu engar óskir stoðað. í meira en ár liöfð'u þessar sveitir haft rit- símasamband innbyrðis, en það var alt og sumt og miðlarinn hafði jafn erfiða aðstoðu eftir sem áður. Annars var það ákveðinn maður í bænum, sem átt hafði eigi lítinn þátt í viðhjóði miðlarans á „þessum loft- kastölum“. Maðurinn hjet Jakoh Frydendal og var frá Friðrikshald. Hann var herskyldur sjóliðsforingi og símalagningamaður, en síðan i haust liafði hann dvalið í Bergen og unnið á ritsímanum. Hann var mjög hljómelskur og þareð miðlar- inn m. a. taldist til stoða liljóm- listarlífsins í þessum merkilega bæ, hafði ungi maðurinn fljótt orðið gest- ur á heimili hans. Nú, jæja, miðlar- inn gekk þess ekki dulinn að liðs- foringinn gaf dóttur hans liýrt auga, hýrara en hann eiginlega kærði sig um; en af því að honum gat ekki dottið í hug sá möguleiki, að Maria hans vildi eiga austlending, jafnvel þó hann syngi og spilaði eins og engill, þá Ijet hann sem ekkert væri. Auk þess var liún sama sem trúlof- uð Wollert Ditlöff, syni Dancherts Ditlöff. Þeir voru fyrir löngu orðnir ásáttir um það, gömlu mennirnir, svo að þar þýddi þessum sjóliðs- uppskafningi lítið að fara á fjör- urnar. Það var ekkert út á hljómlistar- afrek hans að setja; hinsvegar fanst miðlaranum minna til um andagift- ina hans, þvi að hún snerist mest- megnis um þennan bjeaðan ritsíma, sem að þessi gepill kallaði mestu uppgötvun inannkynssögunnar. ójá, góðan daginn! það var þá til að eyða orðum að! Miðlarinn var orðinn dauðleiður á þessu ritsímagelti. Og loks rann viðhjóður hans á símritar- anum og símanum saman í eitt. En María veslingurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kavaljerinn liafði beðið hennar fyrir löngu en hún hafði ekki þorað að segja já. Ekki af þvi að hann hjeti Jakob eins og faðir hennar; enginn þurfti að ótt- ast það smáræði. Nei, það var Woll- ert Ditlöff sem gerði, að liún gat ekki ráðið þelta við sig. Vitanlega mundi faðir hennar aldrei neyða hana lil að eiga æskuvin hennar gegn vilja. liennar, en hinsvegar var það Ijóst, að hann mundi líta hvern annan tengdason hornauga. Maria Húhnemann og Frydendal liðsforingi voru fyrir löngu orðin umtalsefni í hinum skrafgefna Hansastað. Alt frá fínu frúnum í Hollendingagötu og Kalfari niður gjörvallan mannfjelagsstigann til körfukerlinganna á 'Torginu og við Múrinn, vissi fólk ábyggilega að það voru stórtíðindi að gerast í Húhne- mannsfjölskyldunni. Frú Hiihne- mann hjeldi með dóttur sinni og liðs- foringjanum, en miðlarinn mundi ekki hafa sagt síðasta órðið í þessu máli. Ungi Ditlöff væri orðinn hrenglaður á sönsunum og mundi fleyja sjer í Lungegárdsvatnið einn góðan veðurdag, hversu kalt sem væri. Og sögurnar flugu og fengu í sí- fellu nægilegt eldi. Jafnvel eftir að það mátti vera orðið öllum ljóst að Wollert Ditlöff elti hana á röndum, dóttur ofurstans i virkinu lijeldu sögurnar áfram nieð ósviknum krafti. En nú var sagt að það væri af ein- tómri örvilnan, sem hann væri far- inn að draga sig eftir hinni fögru ungfrú Montclair. Jú, það var fjör- ugt í Bergen í þá daga. Það þurfti svo sem engan ritsíma til þess að gefa orðunum vængi. Stina, vinnukonan lijá Huhnemann heyrði náttúrlega allar þessar sög- ur út í æsar, en liún hafði sem rjett var ekki minst á þær einu orði og hugsaði sem svo: „Það ergir þau ekki sem þau ekki heyra“. En núna í kvöld hafði liún hlaupið á sig. í öllu vastrinu og umstanginu. önnunum og stritinu, sem vant er að vera á sumum heimilum þegar jólin nálgast. hafði henni óvart sinnast við Maríu. Frúin hafði farið að heiman til þess að heimsækja vinkonu sína og i fjar- veru hennar hafði dóttirin ætiáð að leika húsmóður. En við það tækifæri varð henni á að troða nm tær margra ára gömul og hefðai-helguð rjettindi vinnukonunnar, svo að nú sprakk Stína, sem hafði amstrast i eldhús- inu síðan klukkan fimm i morgun í einum rykk. Viðureignin jókst orð af orði og áður en Stína gat við ráðið hafði hún bunað upp úr sjer því, sem fólk talaði svo mikið um eimnitt núna. Og nú fór Maria vitanlega að gráta, og Stina vinnukona, sem var besta skinn þrátt fyrir alt og sem nú hafði ljett á sjer, sá nú hvað hún hafði gert í bræði sinni og fór að gráta líka. En svo vildi óhepnin að frúin kæmi áður en þær höfðu skælt sig ánægðar og þá komst hún vitanlega að öllu saman. Og í sama bili sem frúin hafði náð i vasaklútinn og var nýbyrjuð að snökta, þurfti miðlarinn auðvitað að rekast heim. Og hafi hann ekki verið orðinn reiður fyr þá varð hann það nú. Stína vinnukona varð að gera svo vel og koma inn i stofu og standa fyrir máli sinu og segja alt sem hún vissi. En raunirnar voru ekki enn þá á enda. Stína hafði varla lokið við að skrifta þegar barið var á dyrnar. Frúin fór sjálf til dyra. Þar stóð Frydendal, hann og enginn annar. Maria lagði á flótta þegar hún heyrði rödd hans. . — Fyrirgefið að jeg ónáða; jeg sje að jeg kem til óþæginda! sagði liðsforinginn kurteislega undir eins og 'hann kom inn fyrir og sá upp- inálaða skelfinguna á andliti frúarinn ar og reiðina á andliti miðlarans. — En jeg skal ekki vera langorður. Jeg ætla bara að verða fvrstur til að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.