Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 14
12 F Á L K 1 N N F Hundasleðar fluttir á klökkum ofan frá jökli. Jón frá Laug og Skarp- liéðinn á Vagnsstöðum. lireindýrshár fylgi með — þvi hárið losnar illilega af lireindýraskinnun- um á tjaldbotninum — enginn fæst um það. Á eftir kemur te eða kakó, lika með hreindýrshárum i. , Maginn meltir alt“. Með teinu gefst líka sænskt flatbrauð, sem rjettu nafni heitir „Hansens Enka“, en í daglegu tali er kallað „ekkja“. Og hver er sá, að hann neiti ekkju uppi á Vatna- jökli? Svo er að grafa farangur upp úr snjónum, ryðja snjó frá tjöldunum. gera veðurathuganir, athuga snjó- dýpt o. þvl. Um miðjan daginn drekkum við stundum kakó, stundum ekki. Um 6-leytið er svo kvöldmatur: Gular baunir og flesk eða „Ahlmanns- súpa“. Það er nú matur, sem segir sex. Það er grænmetissúpa með hreindýrakjöti, nautakjöti, rjóma og eggjum i. Alt þetta var soðið svo sem vera bar úti í Stockhólmi fyrir meira en mánuði síðan. Svo hefir grauturinn veriS þurkaður við 20 st. hita, í lofttómu hylki þangaS til alt vatn er horfið úr honum og eftir er skraufþurt og laufþjett þurineti. Þetta er svo látið í dósir og lokið límt yfir. Nú þurfum við ekki annað en að bleyta þetta upp í vatni og láta suðuna koma upp — þá er súpan tilbúin. Sama máli gegnir með brúnu haunirnar, erturnar og flesk- ið o. m. fl. Þessi matur er mjög hentugur á ferðalögum, ljettur i flutningi og fljótlegt að matbúa hann, og þarf litla olíu til þess. Og á svona ferðalagi gildir fyrst og fremst, að „matur er mannsins megin“. IX. Vestur á Heinabergsjökul. Loksins birti upp og sá til sólar. Þá var kominn 17. maí. Við bjugg- umst af stað i skyndi. Áform okkar, að fara norður á Eyjabakkajökul varð að farast fyrir. Við höfðum ekki matarbirgðir til að lenda á ný í vikuhríð þar norður frá og svo var fjelagi okkar, Mak, slæmur í fót- um og þurfti að komast sem fyrst til bygða. Og nú fengum við loks að sjá Vatnajökul — þegar hann bregð- ur því betra við. í norðri rís Snæ- fell, hvassbrýnt, risavaxið og drif- livitt eins og höggvið úr Alabasti. Lengst í norðri sjest Herðubreið í bláleitri móðu. Framundan blasa við Kverkfjöll. Á þriðja degi erum við staddir norður af Heinabergsfjöllum. Fram- undan er víðhvelfd jökulbunga, sem byrgir útsýn vestur yfir. Við lendum í langri og togandi brekku nærri upp á hábunguna, sem mun vera um 1600 m. yfir sjó. Þá opnast alt i einu út- \ sýni mikið og frítt vestur af. Lengst i vestri ber Öræfajökul með Hvanna- dalslinúk við loft. Miklu nær rís Þverártindseggin, hvassbrýnd og hörkuleg á svip. Til suðurs sjest yfir Heinabergsjökul en liandan við hann rís Birnudalslindur og Kaldárnúpur. Nú er stefnan tekin beinl suður af og gengur greiðlega í undanhaldinu. Alt í eiriu kemur Ahlmann auga ó tjöld niðri á jöklinum og mann. sem kemur á móti okkur og fer mikinn. Við síðasta hjallan mætum við Skallagrími, sem kemur þar öslandi á skíðum og er nú berfættur í skón- um til þess eins og að sýna, að nú sje hann orðinn fær í allan sjó aft- ur. Og nú er margs að fréttal — Allur okkar farangur er á ofanverð- um Heinabergsjökli Þar er Jón frá Laug og Skallagrímur kominn til hans fyrir nokkrum dögum. Leifur á Hoffelli, sem hafði verið með Jóni. er nýfarinn austur. Elutning- arnir hafa reynst mjög erfiðir vegna ófærðar og illviðra. Á jöklinum er djúpur og gljúpur nýsnjór, svo ekki var viðlit að beita hestum fyrir sleð- ana eins og til var ætlast. Menn hafa óttast um afdrif okkar og legið við borð að leit yrði hafin. Um 18-leytið komum við svo í tjaldstað og fengum myndarlegar við- tökur hjá Jóni frá Laug, sem býr þar í stóru og rúmgóðu tjaldi Um kvöldið fylgdi jeg Mak niður að Kálfafellsstað. X. Sólskinsdagar á Vatnajökli. Það er nú kominn 22. maí. Við höfum flutt alt okkar dót efst á Heinabergsjökul i 1150 m. hæð, setl þar upp forðabúr og veðurathugan- arstöð. Nú erum við ferðbúnir norð- ur á Brúarjökul: Ahlmann, Jón og Kalli. Hinir verða eftir til að gæta tjalda, gera veðurathuganir og snjó- mælingar. Um kvöldið tjöldum við á hábungunni fyrir botni Kálfafells- dals. Veður var hið fegursta þetta kvöld. Hægur þeyvindur stóS af öræfajökli, svo hiti var yfir 6°. Gullnar skýjaborgir sveipuðu austur- hlíðar Öræfajökuls. í sólmistri kvöldsins voru þær eins og ótrú- lega heillandi æfintýraland, fegurð sem varla birtist nema í draumum — eða uppi á Vatnajökli. Alt grá- lyndi veðráttunnar og Vatnajökuls er nú — ef ekki gleymt, þá fyrir- gefið. — Næsta dag höldum við' áfram norð- ur eftir í glaðasólskini og allgóðu færi. Á undan fer Kalli með hunda- sleðann. Á honum er mestallur far- angur okkar. Þetta draga þeir svo Ijettilega að öðru hvoru verSa þeir að taka hvíld og doka við eftir okk- ur Ahlmann, sem komum hægt og sigandi á eftir með púlkana í eftir- dragi. Þegar hundasleðinn stansar. fleygja sepparnir sjer marflötum á Fagurlwtsmýri i Örœfum stendur sunnan undir Örœfajökli. Jörðin hef- ir orðið fyrir þungum búsifjum af eldgosum og öskufalli. ,,Fagurhóll“ heit- ir fyrir ofan túnið, en nú er hann gróðurlaus. A Vagnsstöðum Skallagrímur og Kalli leggja upp. snjóinn og teygja úr öllum skönkum. Þannig liggja þeir þangað til Kalli lirópar: „Hei, gubbar". Þá rísa þeir upp til hálfs og bíða frekari fyrir- skipana. Og þegar merkið kemur. eru allir viðbúnir að rykkja í sleð- ann. Bonzó rís á afturfótunum og lc-gst með öllum síiium liunga í drátt- artaugina. Ef sleðinn hreyfist samt ekki, hefur hann það til að líta held- ur byrstur á fjelaga sína áður en Iiann tekur ó aftur. Fyrstu dagana kom þaS fyrir að seppar ruku hver á annan fyrir sleðanum og alt lenti í einni urrandi og bítandi kös, en nú eru þeir hættir slíkum barna- brekum. Daginn eftir hjeldum við kyrru fyrir og grófum 5 m. djúpa snjó- gryfju og boruðum svo með snjó- bor niður í rúml. 8 m. dýpi. Þar fengum við upp öskulagið frá gos- inu 1934. Þarna var snjólagið frá síð- asta vetri 5 m. þykt og þar undir 3 m. leyfar af snjóárganginum 1934— 35. f þessari gryfju skiftust lika á lög af þurrum snjó með 2—4 st. frosti í og svo þunn lög af krapa- snjó, þar sem hitinn var 0 stig. Er ekki vitað að svona lagskifting liafi áður fimdist í jökulhjarni. Sama fundum við í öðrum grýfjum viðs- vegar um jökulinn. Að þessari för, norður á Brúar- jökul, lokinni, fóru þeir fjelagar mínir fjórir aðra rannsóknnrför vestur undir Grímsvötn. Jeg sat þá einn i tjaldbúðunum í vikutima við veðurathuganir og snjómælingar. Eina nóttina var veðurhæðin 26 m. á sek. og bjóst jeg þá við að tjaldið mpndi sviftast i sundur á hverju augnabliki, en alt stóð óhaggað eftir storminn. — XI. Hallar undan fæti. Um nriöjan júni höfðum við lok- ið þeim rannsóknum sem við sóum okkur fært að gera tímans vegna. Tókum við þá tjaldbúðirnar upp og drógum allan farangurinn á sleðum niður ó jaðar Heinabergsjökuls und- ir Hálsatindi. Við þetta verk þótti Jón frá Laug stórvirkur, svo lengi verður í minnum haft, enda lukum við þessum flutningi á einum degi. Næstu daga fluttum við svo dótið á klökkum niður Staðarludsa, heim að Vagnstöðum og settum þar tjöld á grænni grund, eftir að hafa legið á snjó í 8 vikur. í þessum flutningum voru hundasleðarnir vitanlega erfið- astir, en Skarphjeðinn ó Vagnsstöð- um kann sjerstakt ráð til að flytja þá á klökkum — eins og myndin sýnir. Úr Suðursveit komumst við greið- lega með vjelbátnum „Björgvin" og Sigurði Ólafssyni til Hornafjarðar. XII. Ferðalok. Nú tóke vegir að skiljast. Jón fró Laug og Mak tóku sjer fari með línuveiðara af Austfjörðum til Reykja- víkur og höfðu seppana með sjer. Við Alhmann fylgdum Kalla og Skallagr. upp að Hoffelli, þar sem þeir áttu að dvelja fram undir haustið við mælingar á Hofsfellsjökli m. m. Nú var veðurblíða mikil og okkur var farið að langa aftur upp á Vatnajökul! En tínriun var liðinn. Við þurftum bóðir að vera komnir til Reykjavík- ur í byrjun júlí. Það var því ekki annað fyrir hendi en að kveðja fje- laga okkar og hina mörgu vini okkar i>ar í sveit, sem jafnan höfðu verið boðnir og búnir að greiða götu okk- ar með ráðum og dáð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.