Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 33

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 33
F Á L K I N N 31 — Líttu á hann Merkúr, það er hann þarna rjett til liægri við nær- buxurnar stórkaupmannsins! llvað jeg seri, Emma frænka . . Jeg er ,að segja að við sjeum leyni- lega trúlofuð! - Þetta er bragð, sem hún lærði þegar við vorum i Monte Carlo. . Þegar Adamson var of stuttur fyrir vatnsberann. — Pabbi, sunnudagsskólakennar- inn segir, að ef við verðum þæg þá komum við i himnarlki. — Já, það er rjett, barnið mitt. — Já, en pabbi, þú ,segir að ef við verður þæg, þá skulum við fá að fara í Bíó. Hvorum eigum við að trúa? — Jæja, nú er hann Jón okkar blessaður laus við stríð og þjáningar þessa heims* — Nei, er þetla satt. Og jeg sem ekki hafði einu sinni heyrt getið um, að könan hans væri lasin! Gömul og dygðalirein jómfrú var hringd upn í símanum snemma morguns og spurt: „Halló! Góðan daginn! Hvernig líður þjer?“ — Mjer líður aldrei nema vel. — Æ, fyrirgefið þjer, jeg er að tala við vitlausa stúlku. — Segið þjer mjer satt, eruð þjer ánægður með þetta líf að flakka sveil úr sveit og betla? — Nei, frú. Jeg hefi oft óskað mjer þess, að eiga bíl, svo að jeg þyrfti ekki að ganga! — Svei mjer ef jeg meina það ekki! sagði Skotinn. Jeg vildi gefa þúsund sterlingspund til þess að verða milj- ónamæringur. Lítill drengur hafði mist afa sinn og mamma hans sagði honum, að nú yrði hann endilega að skrifa ömmu sinni og samliryggjast henni. Dreng- urinn varð að hlýða þessu og skrif- aði: „Elsku anuna mín! Það var leiðinlegt, þetta með hann afa. Viltu gera svo vel að senda mjer frímerki, því að nú er jeg farinn að hafa skifti við annan strák. Vertu blessuð og sæl. Þinn Halli“. Biskup einn var á visitasiuferð í sveit einni L Englandi og baðst gist- ingar á gömlu stórbóndaheimili þar. Ýmsir gestir voru þar fyrir, og kom bæði húsráðandanum og þeim saman um, að að láta biskupinn sofa í her- bergi einu í húsinu, sem var svo illræmt fyrir draugagang, að þar þorði enginn að vera. Og svo fór biskupinn í háttinn. Morguninn eftir biðu gestirnir með óþreyju að bisk- up segði frá því, sem fyrir hann hefði borið um nóttina. — Hvérnig sváfuð þjer i nótt, lierra biskup, spurði loks einn gest- urinn. — Agætlega! Jeg hefi aldrei sofið betur svaraði biskupinn. — Voruð þjer ekki ónáðaður neitt? — Nei, síður en svo, svaraði bisk- upinn en bætti svo við. — Það kom að vísu einhver inn í herbergið til min rjett eftir miðnættið og stað- næmdist við rúmstokkinn hjá mjer. — Hver eruð þjer, sagði jeg við manninn, hann var því líkastur sem hann væri vofa. En hann svaraði engu. Þá sagði jeg: — Jæja mjer stendur á sama hver þjer eruð, en jeg vona að þjer gefið samt ofur- lítinn skerf til heiðingjatrúboðsins í Mið-Afríku; þar er fólk í sárri neyð, og okkur vantar peninga. — En þá hvarf maðurinn undir eins. — Halló, Halló. Miðstöð! — Já. miðstöð. Hvað er númerið vðar? — Hundrað fjörutíu og átta. — Það er á tali. „Vaknið, kristnar kempur Drott- ins“, söng Hjálpræðislierinn fyrir utan glugga í Jerúsalem, snemma morguns. Alt í einu opnaðist glugg- inn og maður rak út hausinn og hrópaði reiðilega: — Hypjið þið ykkur á burt. Jeg er Arabi og ekki kristinn, — og í öðru lagi var jeg vaknaður löngu áður en þið komuð. Það var um miðnælti. Þreyttur og göngumóður vegfarandi staðnæmdist fyrir utan veitingahús, sem hjet „Georg og drekinn* og barði á dyr. Eftir ofurlitla stund sá hann konu eina ægilega birtast í einum glugg- anuin, og jós lnin yfir hann skömm- um fyrir að vera að gera ónæði um miðja nótt. Það væri búið að loka fyrir löngu og hann fengi ekkert hjer. „Snáfið þjer í burtu, annars siga jeg hundunum á yður“. „Jeg skal reyna það“, sagði mað- urinn, „en mætti jeg ekki tala við liann Georg áður en jeg fer. Prófessorinn er að gera tilraun í efnafræði og sýna lærisveinunum: — Ef svo færi að jeg gerði þessa tilraun ekki alveg rjett, þá mundi húsið springa í loft upp og við allir fara í tætlur, segir hann. — Gerið þið svo vel að koma ofurlítið nær, svo að þið getið fvlgst betur með! — Mikið happ var það að jeg skyldi ná i plankann. — Af hverju giftistu ekki einhverj- um eins og föður hans Dolla, mamma Hann fær altaf „ágœtlega“ fyrir dæmin, sem hann gerir heima hjá sjer. ■.'."Jfflffi SfiíT'Cr r ! i ' \ l liii. —r f | rl. L L 5: 'T'r-r 'T—;.- k nY-TnmjSlfi«|V n r Lli!ÍÍiÍiÍJ| IBÆffÆS ^r:. T- V- l <. • I > — Það er meiri hraðinn á þeim, hinum piltunum. — Auma tiltækið af kvenfólkinu að vera byrjað að ganga með stóru hattana aftur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.