Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 40
38
F Á L K 1 N N
Frá hátíðalioldiimim
í Khöfn f iílcfní 400 ára
afmælís slöbótarínnar.
Eftir dr. JÓN HELGASON, biskup.
Danir hafa i liaust minst 400
ára afmælis siðbótarinnar með
hátíðahöldum um land alt.
Mest kvað að hátíðahöldunum
í Khöfn og stóðu þau dagana
28. okt. til 1. nóv. að báðum
dögum meðtöldum. Fulltrúum
frá hinum evangelisku ná-
grannaþjóðum var boðið td
þessara hátíðahalda. Sem full-
trúi íslands mætti biskup lands-
ins.
Siðbótin i Danmörku var
formlega lögtekin af ríkisþingi,
sem haldið var á Gamlalorgi i
Iíhöfn 30. okt- 1536, og hátíð-
leg tilskipun (reces) gefin út af
konungi í því skyni. Var aðal-
atriði tilskipunarinnar það, að
öllum hinum kaþólsku biskup-
um var vikið úr embættum og
vilyrði gefin um skipun „rjettra
biskupa og spuerattendenta, sem
sjeu færir um að fræða almenn-
ing og prjedika heilagt evan-
gelium, guðs orð og heilaga
kristilega trú“. Að vísu má
segjá, að aðferðin, sem beitt
var í sambandi við lögfesting
hins nýja siðar, væri í ýmsu til-
lili athugaverð, en alt slíkt verð-
ur að skoða í ljósi þeirra tíma,
og má síst leggja á það mæli-
kvarða löngu siðari tíma- Alt
að einu verður ekki sagt, að
þessum siðaskiftum væri dembt
yfir þjóðina óundirbúið. Því að
um aldamótin 1500 er tekið að
brydda á megnri óánægju með
hina ríkjandi kirkju og í flest-
um biskupsembætlum sátu ver-
aldlega sinnaðir menn (flestir
af aðalsættum), sem ekki höfðu
áhuga á neinu öðru en að safna
auði, og ljetu mál kirkju og
kristindóms sig engu skifta.
Auk þess er þegar um 1520
ttkið að hóla á siðhótarhreyf-
ingu víða i bæjum og kenni-
menn að gerast ærið berorðir
í prjedikunum sínum um það
er þeim þótti aðfinsluvert í
kristnihaldi rómversk-kaþólsku
kirkjunnar. Það kom og skjótt
á daginn, að konungarnir, hæði
Kristján II. og Friðírik I. voru
þessari hreyfingu hlytnir og
liöfðu ekkert við það að athuga,
að kirkja landsins losnaði und-
an yfirráðum páfa — þótt hvat-
irnar liafi ef til vill verið lítt
kristilegar hjá þeim háðum, og
hvorugan órað fyrir afleiðing-
um þessa meðhalds þeirra með
hinni nýju hreyfingu. Þannig
liafði Friðrik fyrsti konungur,
tekið Ilans Tavsen undir vernd
sína er liann í Vjebjörgum
liafði opinberlega gengið í her-
liögg við hina rómv. kirkju og
kristindómsskoðun hennar, og
að síðustu kallað hann til Khafn-
ar, sem sóknarprest við Niku-
lásarkirkjuna þar í bænum,
þvert á móti vilja og óskum
biskupa og dómkapítula. Með
þeim liætti varð þessi Nikulás-
arlcirkja vagga siðbótarinnar í
Khöfn.
Þegar þvi halda skyldi hátíð
til minningar um siðaskifti þau
er urðu þar í landi fyrir 400 ár-
um, var ekki nema eðlilegt, að
þessi hátíðahöld byrjuðu í þess-
ari kirkju, þar sem hin fyrsta
evangeliska guðsþjónusta liafði
verið flutt í liöfuðstaðnum árið
1529 — sjö árum áður en sið-
bótin var lögfest. Við þessa
minningarsamkomu, miðviku-
dagskvöld 28. okt. flutti skrifta-
faðir konungs, dr. Neiiendam,
prófastur við Hólmsins kirkju
í Kliöfn (maður, sem margir
munu kannast við frá komu
hans hingað til lands 1926),
einkar fróðlegt og skemtilegt
erindi um upphaf siðbótarinn-
ar lijá Dönum. En bæði á und-
an og eftir erindi þessu voru
gamlir sálmar sungnir af mik
illi list, hæði kórsöngvar ag ein-
söngvar. Sjerstaklega var mesta
yndi að heyra „Drengjakór K-
hafnar“ syngja Lúthers-sálm-
inn gamla „Vor guð er horg á
bjargi traust“, þótt áhrifamest
yrði það, er allur þingheimur
stóð á fætur og söng síðasta er-
indi þess sálms: „Það orð þeir
skulu, og óþökk fá“. Sú stund
verður þeim er þetta ritar ó-
gleymanteg.
Aðalhátiðin fór fram í Frúar-
kirkju á sjálfan afmælisdag sið-
bótarinnar, föstudag 30. okt.
Var þar sem geta má nærri
livert sæti skipað, kirkjan öll
skreytt hlómum og ljósum og
flest stórmenni borgarinnar
j)angað komið með konungs-
fjölskyldunni í broddi fylkingar
og mörgu hirðfólki (m. a. kon-
ungsrilara Jóni Sveinbjörns-
son). Laust fyrir kl. 10 gekk
skrúðfylking kennimanna til
Siðbótarhúlíðin í Frúarkirkjn i
Kaupmannahöfn.
kirkju, um 400 að lölu, með Sjá-
landsbiskup og fulltrúa íslensku
kirkjunnar í fararhroddi. Var
haft á orði, að önnur eáns
skrúðfylking kennimanna hefði
ekki fyrri sjesl þar í borginni.
Biskupinn, dr. Fuglsang Dam-
gaard, prjedikaði og hafði tek-
ið sjer texta úr 1. brjef Pjeturs
1. kap. v. 24. 25: „Alt hold er
sem gras og öll vegsemd þess
sem blóm á grasi; grasið skræln
ar o(g blómið ,fellur af, en orð
drottins varir að eilífu“. Þótti
biskupi, sem vænta mátti, segj-
ast ágætlega í alla staði. En
bæði á undan þrjedikun og eft-
ir var sjerstakur tíðasöngur
sunginn, beinlínis saminn til af-
nota við þelta hátíðlega tæki-
færi. Fór sá hátíðasöngur all-
ur fram svo vel sem hest verð-
ur ákosið, og var í fylsta máta
samhoðinn hátíðatilefninu.
Siðar um daginn, kl. 4, var
aftur gengið til Frúarkirkju, sem
einnig þá var full af fólki, svo
ekkert sæti var óskipað. Við
það tækifæri fluttu fulltrúar
hinna framandi kirkna kveðjur
og lieillaóskir til hinnar dönsku
kirkju í tilefni hátiðarinnar,
eftir að Khafnar-biskup hafði
með stuttu ávarpi boðið þá vel-
komna. Fyrstur talaði þar full-
trúi íslensku kirkjunnar, og síð-
an hver af öðrum uns allir ell-
efu höfðu lokið máli sínu. Þótt
ekki væru ætlaðar nema 10
minútur hverjum ræðumanni
þá var þessari samkomu ekki
lokið fyr en eftir 2% tíma, sem
orsakaðist mest af því, að túlka
varð ræður sumra hinna út-
lendu gesta.
Sunnudaginn 1. nóv. var liá-
tíðaguðsþjónusta fyrirskipuð í
öllum landsins kirkjum og við
jjá guðsjjjónustu notaður sjer-
slakur tíðasöngur, sem saminn
hafði verið í því skyni. Sá er
þetta ritar sótti guðsþjónustu í
Ilolmens-kirkju. Prjedikunina
þar flutti dr, Neiiendam fyrir
fullu húsi. En tíðasönginn ann-
aðist sjera Haukur Gíslason,
landi vor og fór honum það
verk prýðilega úr hendi, enda
er hann raddmaður ágætur.
Auk þessara aðalþátta minn-
ingar-hátíðahaldanna voru
haldnir fyrir almenning kirkju-
hljómleikar (t. d. í Hallarkirkj-
unni) og fyrirlestrar fluttir (l.
a. m. á Háskólanum, þar sem
dr. V. Ammundsen biskup flutli
erindi um menningargildi sið-
bótarinnar, sem mikið þótti til
koma, og í húsi K. F. U. M.). t
bóksalagluggum voru sýnd ým-
is rit frá 16. öld. Einna ein-
kennilegast af því er fyrir aug-
un har þessa daga var leiksýn-
ing, er haldin var undir ber-
um liimni fyrir framan gamla
ráðhúsið á Gammeltorv, þar
sem lögfest var siðbótin forð-
um. Átti þessi leiksýning að
»