Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 46

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 46
44 FÁLKINN - .. — , , „ i i iii I, n - » Frá Reykjavík Jþeirri sem jhverfiir Fólk þarf ekki að dvelja mörg ár í Reykjavík til þess að veita því eft- irtekt hve hraðfara breytingarnar eru á útliti höfuðstaðarins og bæjar- brag öllum. Nær árlega liverfa göinul og sjerkennileg hús og önnur koma i þeirra stað. Borgin þenst út á alla vegu og þar sem byggingalaus tún voru fyrir nokkrum árum eru nú komnar götur og heil húsahverfi. Hin allra síðustu árin hefir mest kveðið að breytingunum i Vestur- bænum, þar sem nú eru risin upp hin miklu hverfi verkamannabústað- anna og Byggingarfjelagsins. Og margt fleira mætti nefna. Eitt af einkennum bæjarins er það, sem sjá mátti þegar gengið var hjer inn með/sjó í gamla daga: hrogn- kelsahjallarnir, sem þar voru ó sjáv- arbakkanum, hjallur við hjall. Þessir hjallar eru nú flestir horfnir eða hafa verið fluttir. Þeir urðu að rýma þegar Skúlagata var breikkuð og end- urbygð og nú er þetta sjerkennilega hverfi horfið. Að það hafi verið bæj- arprýði skal ekki beinlinis fullyrt, en hitt er það, að hjailarnir voru lákn merkilegs atvinnuvegar, sem margir gamlir og góðir Reykvíkingar stunduðu. Nú cru verbúðirnar komn- ar í staðinn steinsteyptar og stæði- legar og frá þeiin , róa“ menn til fiskjar á stórum vjelbátum. Og l)ó að rauðmagavagnar sjáist enn á götunni í höfuðstaðnum ó vor- in, og reyktur rauðmagi í búðar- gluggunum þá verður það æ sjald- sjeðara að sjá grásleppuna, sem í gamla daga var uppáhaldsmatur ýmsra bæjarbúa og ekki síst bænda- fólks í landsveitunum lijer austan fjalls. Þau voru stundum mörg grá- sleppuklvfin, sem vegfarendur mættu lijer ó leiðinni austur yfir fjall. Og sumpart voru þau sótt 'liingað, en sumpart suður með sjó, bæði hert og sóltuð. Bændur versluðu við sömu mennina ár eftir ár með grásleppu og annað fiskmeti liert eða blautt. Það voru Reykvíkingarnir sem áttu hjallana, sem nú eru að hverfa er höfðu þessi vöruskifti — seldu fisk- metið og fengu í staðinn smjör og tólg eða kindur til frálags á haust- in. En nú er grósleppan orðin svo sjaldgæf í austursveitunum, að segja má að hún heyri fortíðinni til.----- Fálkanum hafa borist þrjár mynd- ir af gömlu hjöllunum, sem áður settu sjerkenni á bæinn, og birtir þær hjermeð. Þessir hjallar sem á inynd- inni sjást eru nú horfnir og þar er komið rennsljett stræti sem þeir voru forðum við vörina hjá Nýborg við Skúlagötu. Maðurinn, sem sjest á öllum mynd- unum lifir enn i hárri elli. Heitir / liann Ebeneser Helgason og á nú heima í litlu snotru húsi við Lindar- götu 2, ásamt konu sinni og ungri sonardóttur. Fálkinn hafði fyrir skömmu tal af gamla manninum og spurðist fyrst fyrir um hvort hann væri barnfæddur Reykvíkingur. —Ónei ekki er jeg nú það, svar- aði Ebeneser. Jeg er ættaður úr ól- afsvík. Þar er jeg fæddur fyrir bráð- um 84 árum, 15. mars. Og konan mín er úr Lundareykjadalnum. — En það eru nú liðín meira en 54 ár síðan við fluttumst búferlum hingað, svo að jeg er farinn að kannast við mig í Reykjavik. — En Reykjavík mun vera óþekkj- anleg frá því sem var þá? — Minnist ekki á það. Flest er nú horfið af því, sem einkendi bæinn í þá daga. Túnin eru horfin flestir gómlu bæirnir farnir líka, höfnin' ó- þekkjanleg og göturnar. Þá voru hjer stígar á víð og dreif milli bæjanna hjerna inn með sjónum, en engar göt- ur nema rjett í miðbænum. Og Mið- bærinn er óþekkjanlegur frá því sem nú er. Það var nýbyrjað að grafa fyrir grunni Alþingishússins þegar jeg fluttist í bæinn. — Og hvaða atvinnu stunduðuð þjer helst lijer framan af? — Eyrarvinnan var stopulli og minni í þá diaga en síðar varð. En jeg var vanur sjóinensku frá barn- æsku og snemma fór jeg að. róa hjeðan. Það var helsta athvarf svo margra i þá daga. Og hrognkelsa- vertíðin var fastur Iiður í atvinnu- lífinu á hverju vori. Fyrst að afla og síðan að liugsa um aflann verka hann og koma honum i peninga. — Hvert var róið eftir hrognkels- um hjeðan úr Reykjavík? — Við rjerum hjerna vestur undir Akurey. Þar voru aðalmiðin. í róðr- ana voru notuð ýmist sex manna eða þriggja manna för. Stundlim var eft- irtekjan litil, ekki nema nokkrir fisk- ar í hlut. En stundum komu 50—60 í hlut og það þótti nú gott. Hrogn- kelsaveiðin var atvinna, sem að jafn- aði draup drjúgum af og gaf góðan forða í búið, bæði beint og óbeint. Þó verðið væri ekki hátt á rauðmag- anum þá, í samanburði við það sem nú er, þá munaði um eftirtekjuna. Það var líka ódýrara að lifa þá en nú er, enda minni kröfur gerðar til lífsins. En nú er þetta að liverfa. Fyrir 6 —7 árum urðum við að verða á burt með skúrana okkar. Þeir lieyrðu for- tíðinni til, eins og við gerum sjálfir, gömlu karlarnir. Reykjavík stækkar. Þegar jeg kom hingað mun hafa átt hjer heima rúmlega 2500 manns. Það er ekki að furða, þó að bærinn hafi breytt um útlit. Á 1. mundinni sjest Ebeneser gamli aö gera að afla sínum eftir róður. A annari myndinni: Fisk- hjallar við Skúlagötu. fíamti mað- urinn að fara upp að trönunum. S. myndin: Kona sem er að kaupa grá- sieppuband. — Allar myndirnar teknar af II. Johcmnessen. ROBERT DONAT enski kvikmyndaleikarinn, sem leik- ur aðalhlutverkið á móti Marlene Dietrich í myndinni „Kniglit without armour“ sjest hjer vera að tala við eina leikkonuna, i hvildartímanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.