Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 50

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 50
48 F Á L K I N N p!p GAMLA BÍÓ sýnir 2. og 3. dag jóla. I Jólamynd 1936. VeitingahAsið „Hvíti hesturinn“. Afar skemtileg og fjörug óperettu mynd, tekin i Salz- kammergut, og hinu gamla hóteli „ZUM WEISSEN RÖSSL“ við W.OLFGANGVATN. Söngvar og lög eftir RALF BENATZKY. Hinn frægi 100 manna tyrolardansflokkur (Shuhplatter), sem dansaði tyrolardansa á heimssýningunni í Cicago, dansar í myndinni. Aðalhlutverkin leika: CHRISTL MARDAYN, HERMANN THIMMING, THEO LINGEN. Myndin verður sýnd á annan i jálum 'kl. 7 og 9 og sunnudag 27. des. kl. 7 og 9. Sérstök barnasýning með annari mynd verður báða dagana kl. 5. GLEÐILEG JÓL! Jólamynd GAMLA BIO ger- ist að þessu sinni suður í Tyr- ol, i hinum undurfagra smá- bæ St. Wolfgang í Salzkamm- ergut-hjeraði. í þessum smá- bæ er mikill fjöldi sumar- gistihúsa, vegna stórmikillar aðsóknar ferðafólks, er þang- að kemur til þess að hvila sig og njóta sveitalífsins og hinnar undurfögru náttúru. Og meðal gistihúsanna er „Zum Weissen Rössl“ (Hviti hesturinn) eitt hið frægasta, og gerist myndin að mestuþar. Forstöðukonan á „Hvíta hestinum“ heitir Josepha Yoglhuber (Christl Mardayn;, ung, fögur og ógift, en yfir- þjóninn, sá sem flestir þættir myndarinnar gerast kringum heitir Leopold og er leikinn af hinum ágæta leikara Her- mann Thimming. Leopold er ástfanginn af Josephu og þar eru margir um boðið, og 1 ún sjálf er ástfangin af dr. Seidler, lögfræðingi, sem( dvelur þar á hverju ári. Nú á að halda hátíð St. Wolfgang, vernd- ardýrlings bæjarins og í tilefni af því, streymir fjöldi fólks þangað og herbergjapantanirnar streyma til gistihúsanna. Á „Hvita hestinum" hefir dr. Seidler (Fritz Odemar) hoðað komu sýna og gremst Leopold það sárlega, er húsmóðir hans skipar honum að undirbúa besta herbergið undir komu hans. Leopold er sem sje hræddur um Josepu sina fyrir doktornum. En áður en doktorinn kemur, kemur ríkur iðjuhöldur Giesecke. á „Hvita hestinn“ ásamt dóttur sinni, Otilíu (Annie Markart). Þá eru öll góðu herbergin farin og Giesecke ætlar að fara aftur. En Leopold kemst að þvi að liann er svarinn óvinur doktorsins og sjer nú leik á borði. Hann lætur hann hafa herbergið sem doktornum var ætlað. Otilia Giesecke býst fyrir á herberg- ir.u, en þá kemur dr. Seidler og þeg- ar hann veit hver kominn er í ból bjarnar lætur hann lienni eftir her- bergið. Þau hafa sem sje hist áður og Seidler er ástfanginn af henni, en faðir hennar hefir verið á móti kynn- um þeirra. Þeir lenda því báðir uppi á kvistherbergi, dr. Seidler og Gi- esecke. Peim hefir lent saman áður og nóttin verður ófriðsöm. En nú koma þau tíðindi að furst- inn sjálfur ætli að koma. Og allir vilja láta hann gista hjá sjer, ekki sist gestgjafinn á „Villimanninum", sem jafnframt er borgarstjóri og for- maður hátíðanefndarinnar. En Leo- pold sem Josepha hefir rekið um morguninn fyrir það að hann elti hana á röndum, hugsar sjer að koma sjer í mjúkinn hjá henni aftur, með því að sjú svo til að furstinn gisti hjá henni. Enginn getur gengið um beina hjá furstanum nema Leopold og því grátbænir hún hann um að koma aftur. Og Leopold kemur. En furstinn er enginn fursti lield- ur heitir hann aðeins Fiirst. Gies- ecke veit þetta og þekkir hann því að hann er óþægilegur keppinautur hans, og dr. Seidler veit það líka, því að hann er lögfræðiráðunautur hans. Og Fiirst veit sjálfur ekkert um, að símskeyti hans hefir verið misskilið. Og nú er best að segja ekki söguna lengri. — — Leikrit þetta er gert uppúr frægri óperettu og segir „Politiken" að myndin taki henni langt fram. Það er gleðiblær en hávaðalaus yfir myndinni allri, leikurinn ágætur, ekki sist hjá hinni nýju stjörnu Charl Mardayn og Thimming sem ekki þarf að lýsa. Og sýningarnar úr lífi Bayernbúa eru heillandi og dans hinna 100 „Shuhplatter“ einkar skemtilegur. Heiðnrsmaðnr heimsækir borgina. (EEN GENTLEMAN KOMMER TIL BYEN) Stórfengleg og áhrifamikil mynd, gerð af FRANK CAPRA, eftir samnefndri skáldsögu Clarence Budington Kellands. Þegar þessi mynd kom til sögunnar þagnaði allur rígur, því að keppinautarnir kepptust um að hæla myndinni. SHIRLEY TEMPLE er aðalpersónan í barna- sýningunni um jólin. Hún sættir foreldra sína, þegar hjónaband þeirra er að fara út um þúfur. Sjaldan eða aldrei hefir list hennar sjest jafn áþreifan- lega og í þessari mynd, sem bæði börn og fullorðnir |f| hafa yndi af að sjá. W gleðileg jól! Jólamynd NÝJA BÍÓ er gerð eftir samnefndri sögu Clarence Budington Kellands sem vakti afar mikla athygii er hún kom fram. Þvi að höfundur- ir.n lætur þar refsivöndinn ganga ó stórborgarlífinu og spillingu bess, refjum og óheilindum, og er svo rök- W ' Gary Cooper og Jan Arthur í aðalhlutverkunum. fastur í kenningu sinni, að sagan verður ógleymanleg hverjum lesanda. Aðalpersónan er ungur maður, Long- fellow Deads sem á heima í smá- þorpi vestur í miðsveitum Banda- ríkjanna, lifir friðsælu lífi og ver tómstundum sinum til þess að blása á horn og yrkja smáljóð. Hann gerir engar kröfur til lífsins, því að hann þekkir ekki það að gera kröfur, og lionum líður vel. En einn góðan veð- urdag fær hann heimsókn málaflutn- ingsmanns i New York, sem tilkynn- ir honum, að frændi hans hafi far- ist í skemtiferð á Ítalíu og eigi hann 20 miljón dollara arf eftir hann og verði að koma til New York til þess að ráðstafa honum — vitanlega í samráði við málaflutningsmanninn. Þetta er tvímælalaust ein af merki- legustu kvikmyndunum, sem gerðar hafa verið, og er þar um best að vitna í ummæli keppinautanna. Það er Frank Capra, sem gert hefir mynd- ina, hinn stórfrægi galdramaður. Jesse Lasky, liinn stórfrægi leik- stjóri Paramount, segir: „Undursam leg á að horfa. Fer fram úr „Það skeði um nótt“. Henry Hathaway, sá sem var leikstjóri að „Synir Englands".: Capra yfirgengur sjálf- an sig, og myndin fer fram úr öllum öðrum myndum“. Kvikmyndadísin Merle Oberon: „Besta myndin, sem Gary Cooper hefir nokkurntíma leikið i“. SHIItLEY TEMPLE kemur á sýningar barnanna, um jólin. Myndin heitir „BARNIÐ í HLIÐUM HIMNARÍKIS" og segir frá því hvernig lítil telpa hefir orðið til þess, fyrir mælgi þvottakonunnar, að aðskilja foreldra sina, en verður síðar lil þess að sameina þau. Shir- ley leikur auðvitað aðalhlutverkið, litla læknisdóttur. Faðir hennar er ávalt önnum kafin. Konan hans elsk- ar hann. En orð þau, sem hún talar við vin hjónanna verða til þess að þau skilja. Hvorum á Shirley að fylgja? Það er lærdómur og kenning myndarinnar. Úr því að foreldrar hennar liafa skilið, þá getur liún eins vel skilið við þau bæði. Og hún fer út, með hundinum sínum, og ætlar sjer til Kina, fyrir aurana i spari- byssunni sinni. Það er fyrst og fremst leikur Shir- ley, sem hrífur mann i þessari mynd. En ekki síður leikur foreldra hennar, eða mr. Brent, sem verður hjóna- djöfull, af því að hann veit, að lijónabandið er ekki nógu sterkl. Fað- ir Shirley er vísindamaður í læknis- fræði og gegnir umsvifamiklu em- bætti á sjúkrahúsi, svo að hann má hvergi hafa frið, hvort heldur í heim- sókn kunningjans, nje á „cirkus“, þegar hann er þar nýbúinn að gefa efir skilnaðinn, og fer þangað með dóttur sinni, vegna þess, að það er frídagur, sem þau hafa notað á stað, sem heitir „Hlið liimnaríkis". Það er indæll staður, með skógi og vötnum. Og hann verður enn indælli, er mað- ur sjer, að barnið og náttúrufegurð- in, frelsar margt frá tortímingu,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.