Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 11
F Á L K I N N Sporðurinn á Hoffellsjökli. Myndin er tekin ofcm af Svínafelíi, sem er einstætt fell (32(i m.) rjett framan við jökulsporðinn. Franuui við jökulinn ern sandöldur, nýkömnar undan jöklinum. Jökulsporðurinn er klofinn í hvassa hryggi, en á milli þeirra skuggar í djúpar jökulgjár. Þarna fór Vainajökulsleiðangurinn upp á jökulinn i april 193(1. Myndina tók Sig. Þórarinsson. og slcjóta sleðanum inn í tjald og nota hann sem rúmstæSi. Sleðar af svipaðri gerð eru orðnir mjög algengir í skiðaferðum á Norð- urlöndu'm. Sleðinn er mjög ljettur í drætti, þótt á honum sje lítið tjald. svefnpoki, hitunartæki og dálítið af mat. En með þann úthúnað getur skíðamaðurinn algerlega ráðið sínum nælurstað og verið óhræddur þó hann dagi uppi, fjarri mannabygð- um. Margir gera sjer þetta ennþá ljettara með því að hafa 1—2 drátt- arhunda fyrir sleðanum. Seppi þræð- ir slóð húsbónda síns og þarf lítið fyrir honum að hafa. Til þess að annast flutninga á forða- húrinu upp á jökul, var ráðinn Jón frá Laug lögregluþjónn, sem bæði er vanur jökulferðum frá því hann tók þátt í Grænlandsför Wegeners og auk þess alkunnur að dugnaði og áhuga. Var honum ætlað að flytja farangur á klökkum upp úr Staðar- dal i Suðursveit, upp á vesturjaðar Heinabergsjökuls, en þaðan á sleð- um norðvestur á hájökulinn. Aðrir leiðangursmenn voru, auk okkar Ahlmanns, þeir Sigurður Þór- arinsson, kallaður Skallagrímur, Garl Mannerfelt, kallaður Katli. báð- ir nemendur við háskólann í Stoclc- hólmi og lærisveinar Ahhnanns og loks Malcolm Lilliehöök skiðakenn- ari m. m., í daglegu tali kallaður Mak. Við ætluðum, finnn i hóp, að fara úr Hornafirði upp á austanverðan Vatnajökul og halda svo vestur eftir jöklinum til móts við Jón frá Laug. Til þessarar ferðar höfðum við hundasleðann og að öðru leyti eins „Ijettan" útbúnað og hægt var að komast af með. Að lokum verð jeg að kynna hina fjóra ferfættu förunauta okkar. Þeir voru af grænlensku kyni. en áttu heima í Noreg'i og voru lánaðir i leiðangurinn. Forustuhnndurinn lijet Bonzó, gulbrúnn, stór og sterkur, vitur og góclyndur. Helgi lijet ann- ar, svartur og úfinn; Sverrir og Úlf- ur voru bræður, ungir og óharðn- aðir, heldur heimskir en seigir i drætti. Án þessara fjelaga hefði okkur oft orðið torsótt og erfið ferðin — ef ekki ómöguleg. IV. Frá Reykjavík til Hornafjarðar að Hoffelli. Við þurftum að fara snemma vors af stað til þess að komast á jök- ulinn áður en leysing byrjaði til muna. Ahlmann og þeir fjelagar komu því hingað með Lyru 20. apríl og fjórum dögum síðar leggjum við af stað, með alt okkar drasl, á varð- skipinu Ægi áleiðis til Hornafjarðar. — „Þið deyið allir — og hundarnir líka“, var viðkvæði Einars skipherra. þegar tilrætt var um ferðir okkar á leiðinni. „Það er verst með hund- ana“ bætti hann stundum við, þvi Einar er hundavinur og hefir rakka þann, er Balbó heitir með sjer i för- um. En til þess að halda friðinn hjelt Balbó sig undir þiljum að þessu sinni og gaf hinum grænlensku frændum sínum ekki færi á sjer. Daginn eftir erum við komnir i land á IJöfn í Hornafirði. Farangr- inum er nú skift. í annan stað það, sem Jón frá Laug á að flytja vestur á Heinabergsjökul, í hinn útbúnað okkar fimm, sem ætlum upp á aust- anverðan Vatnajökul. Og næsta dag, sd. 25. apríl, flytjum við svo sjálfa okkur og farangurinn á tveimur bíl- um alveg upp að sporðinum á Hof- fellsjökli og setjum þar tjöld í fyrsta skifti. V. Upp Hoffellsjökul. Hoffellsjökull er austasti stórjök- ullinn sem skríður frá sunnanverðum Vatnajökli niður á láglendið. Hann er sjerstæður meðal jökla, að því leyti, að hægt er að fara nxeð bíl olveg upp að jökulsporðinum. Það er hka auðvelt að komast upp á jökulsporðinn, en þegar ofar dregur, verða fyrir brattir og sprungnir kaflar. Þar eru sumstaðar 10—20 m lxáir ísranar eða hvassir kambar, með gjám til beggja lianda. Eftir Ixessum kömbum verður að þræða. Fyrst þegar Ahlmann sá þessa leið, sem við áttum fyrir höndum, leist honum illa á blikuna. En þegar Hof- fellsfeðgar og nágrannar þeirra komu okkur til hjálpar gekk þetta alt eins og i sögu. — Það tók fjóra daga að komast upp fyrir alla sprungukafta, en þar af fóru tveir dagar til ónýt- is vegna veðurs. Að kvöldi liins 29. apríl tjölduðum við undir Nýju Núp- um á ofanverðum Hoffellsjökli í 720 m. hæð yfir sjó. Vinir okkar úr bygðinni, sem svo vel og drengilega höfðu lijálpað okkur yfir örðugasta hjallann, sneru nú heimleiðis. Mjer er óliætt að fullyrða, að þeir höfðu unnið sjer fylstu virðingu og vin- áttu okkar allra með dugnaði sinínn og prúðmensku. — Nú þykjumst við vel á veg konmir. Framundan eru mjallhreinar, viðlíð- andi brekkur norður á hájökulinn. í NA. gnæfir Goðaborg og Goðatind- ar, sveipað aftanglóð hnígandi sólar. Veður er bjart og kyrt með vægu frosti. i Breiðamerkurjökli. 5—6 m. há ískeila með ,,leirhatt“ á kollinum. Að ntan er keilan kolsvört af sandi en að inrían er hún úr glærum og hörðum ís.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.