Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 26

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 26
24 F Á L K I N N F Á L K I N N 25 Wm £ í:.;::WÍ > íwS Efsta röðin; frú vinstri: Matsveinarnir í París iiafa með sjer samkepni um það, rjett fyrir jólin, lwer geti búið til besta jólamatinn. Þessi samkepni fer fram úti á gölunum. Á miðri opnunni efst er mgnd af ýmiskonar störfum undir jólahátíðina í Kaupmannahöfn. Þar sjest hrúga af brauðum, sem ætluð eru til útbýtingar meðal fátækra, slátrarar að lima sundur grísina í jólamatinn, húsfreyjan að baka til jólanna og loks lítill drengur, sem verður að haldaijólin á spítalanum. Efst t. h.: Aldrei hafa póstmennirnir eins mikið að gera og fyrir jólin. Myndin sýnir jólapakka á pósthúsi í Danmörku. Á miðjum blaðsíðunum eru tvær myndir. sem eru fullkomnar andstæður og eru þó báðar tekn- ar um jólin. Til vinstri er mynd að aðalgötunni i bænum Jiiga í Abessiníu; þar er sól og sumar um jólin. En hinumegin er jólamynd frá Garm- isch Partenkirchen í Bayern; þur er alt nndir snjó og klaka. Mytidin neðst t. v. sýnir sið, sem hafður er í ýmsum töndum Mið-Evrópu. Þar safnast fólk í hópa á jóladagsmorgun og syngur sálma fyrir utan gluggana hjá nágrönnunum. Neðst t. h.: I Risafjöllum hafa póstarnir nóg að gera um jólin, eins og annarsstaðar. En þessi póstur hefir engan hest. Hann verður að draga alla jólabögglana á sleða á sjálfum sjer, milli bæ janna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.