Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 30

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 30
28 F Á L K I N N lóíatríesskraiit í sumum löndum eiga börnin svo gott, að þau geta sótt jólatrjen handa sjer út í skóginn við heimilið. Jóla- trjen verðið þið börnin hjerna að fá frá öðrum löndum og kosta þau talsverða peninga, þó að þau kosti ekki nema 35—50 aura, þegar þau eru tekin úr skóginum. Svo mikið legst á þau í flutningskostnað á sjó og landi, fyrir utan annan kostnað. En þess dýrmætari eru þau, þegar þau eru komin hingað, til landsins sem grenið ekki vex. Og fögur eru þau þegar þau eru komin inn í stofuna og sterkan ilminn leggur af þeim. Þó að jólatrjen þyki falleg eins og þau eru af náttúrunnar hendi og þurfi einskis skrauts við, þá hafa flestir það fyrir sið að skreyta þau á ýmsan háttt með gullhári, mislit- um pappir og flöggum, vatti og glingri. að ógleymdum þó öllum litlu kert- unum, sem eru mesta prýðin. Ýms- ar tilraunir eru gerðar til þess að láta trjen glitra, eins og hrím hafi lágst á þau og get jeg kent ykkur að- ferð til þess, sem þið þekkið liklega ekki áður. Þið sjóðið lút úr sóda, heila litla fötu af muldum sóda og eins mikið vatn iog hann þarf til að bráðna í. Þegar lútin er orðin köld er henni dreift yfir trjeð, en það verðið þið að gera úti, því að lútin skemmir gólfin og sýður sundur málningu. Þegar lútin storknar mynd- ar hún smáa krystalla á trjenu, sem glitra, þegar búið er að kveikja á lcertunum. Svo skulum við nú víkja að jóla- skrautinu. Þið vitið, hvernig þið eig- ið að fara að búa tii körfur og kram- arahús lir mislitum pappír, svo það þarf jeg ekki að minnast ú. En nú skulum við búa til nýjar pappírs- fljettur á trjeð í ár og hafa þær úr eintómum jólasveinum. Fljetta úr jálasveinum. Við klippunr 6 sm. breiðan renning úr pappír og leggjum hann saman eins og sýnt er á I i harmonikufell- ingar og á dýptin á fellingunum að vera jafnbreið jólasveininum þegai' hann rjettir út hendurnar; svo er renningurinn lagður saman tvöfald- ur eins ,og sýnt er á II. Jólasveins- myndin er teiknuð með kalkerpapp- ír ú efsta brotið, þannig að miðlín- an liggi í brotinu (IV). Svo klippir maður gegnum allan pappírinn í einu eftir teikningunni og þegar maður teygir úr ræmunni aflur er komin á hariá löng runa af jólásveinum, sem mynda samfelda rijð og lialdast i liendur. Ef maður klippir jólasvein- ana í grófan umbúðapappír er gotl að' mála þá á eftir með rauðum lit, en annars getur maður notað rauðan gljápappír í þá. Lítil blóm sóma sjer vel á jólatrjenu ef þau eru vel gerð, og jólarósina sem þið sjáið lijerna á myndinni er iítill vandi að búa til. Þið búið til snið úr þunnum pappa eftir teikn- ingunni. í blómið er notaður þunn- ur og hrjúfur pappír, sem er skor- inn niður i 8 sm. breiðar lengjur og lengjunum brotið i ferhyrninga. inarga saman, því þá getið þið klipt marga i einu, er maður hefir teikn- að sniðið á þunna pappirinn. Blóm- botninn er úr ljósgrænum pappír, kringlóttur um 4 sm. i þvermál og með smáum tökkum í jáðarinn. En í duftberana er notaður 10 sm. langur renningur úr gulum silkipappír og eru kliptar frunsur í amian jaðarinn. Hann er svo vafinn saman og vafið utan um hann mjóum vír að neðan — það er leggurinn. svo stingið þið leggnum gegnum blöðin og blóm- bötninn og þá er blómið komið. Iíjerna sjáiff þiff hana vinstúlku ykkar, Shirley Temple. A gamlárskvöld. jjegar klukkan slær tólf, stelst hún upp i'ir rúminu og kveffur áriö með því, að taka niffur töluna 6 í ártalinu. tíorffskraut. Við fyllum jólaborðið með jóla- sveinum, sem láta sjer líða vel milli grenigreinanna og ljósanna. Loðnir piþuhreinsarar, sem fást hjá tóbaks- kaupmönnum eru ágætt efni í jóla- sveina. Þið sjáið á myndinni hvernig maður gerir X úr tveimur pipu- hreinsurum og snýr þá svo saman þangað til „mannsmynd" er komin á þá. Skeggið búið þið til úr vatli og svo málið þið á þá augu. Hettuna gerið þið rauða með rauðu bleki. Þið sjáið á myndunum að það er fleira en jólasveinar, sem þið getið búið til úr pípuhreinsurum. Þið get- ið búið til kött og þið getið búið til önd eða jólagæs! Tóta frœnka. Þessi enski sjóliði er að fara í land úr herskipinu „Nelson", með trjehest undir hendinni. Hann á litli dreng- urinn hans að fá. Síminn hringdi í sífellu og MöIIer læknir greip heyrnartólið. — Æ, læknir komið þjer strax hingað, var sagt með drengjarödd, -— þetta er hann Tommi, Tommi hans Níelsen kaupmanns. — Hver er veikur hjá ykkur, Tommi? — Allir, allir 'nema jeg. Jeg var nefnilega óþekkur og þess vegna fjekk jeg ekkert af sveppunum, sem hanri pabbi hafði týnt i gær. MILLI HUSMÆÐRA: — Mannin- um minum þykir svo vænt um i hvert skifti sem hann fær niðursuðu, segir önnur. — Já, jeg segi sama. Jeg er altaf mesti klaufi að búa til mat, sVarar hin. — Mamnia, jeg hefi verið ósköp duglegur í dag, jeg hefi leikið póst- bera og jeg liefi Jiorið brjef i hvern einasta póstkassa í allri götunni. — Iir það satt. En hvar fjekstú þá brjefin? — Jeg fann þau i skúffunni þinni, — það var rautt silkibánd utan um höggulinn. Ó i i Jólarósir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.