Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 34

Fálkinn - 19.12.1936, Blaðsíða 34
Jólaheímsókn híá vitaveiröieiim 0 M inn! — Góðan daginn, frændi! — Jæja, loksins kemnrðu! Sæll og blessaður. Og vertu vel- kominn! Gamli vitavörðurinn á Skers- ey stóð upp úr stólnum sínum við gluggann og rjetti bróður- syni sínum hnýtla höndina. — Jú eiginlega fanst mjer jeg kannast við seglin og bál- inn lijelt liann áfram. Jeg sá ykkur í kíkirnum mínum allan tímann, þangað til þið fóruð að liverfa bak við Stormodda, við innsiglinguna. Svo að auðvitað liefði jeg átt að koma ofan i fjöru og taka á móti ykkur, en jeg var að lagfæra þessa línu fyrir ijóskerið áður en það fer að dimma. — Jæja, en hvað kemur til, að þú ert á ferðinni hjerna í dag? Hefirðu ekki nóg að hugsa heima hjá þjer núna undir hátíðina — það er að- fangadagur á morgun, ef jeg man rjett. — Jeg er nú búinn að koma þvi öllu frá, frændi. Og svo var veðrið svo fallegt í dag, að mjer fansl jeg mega til að skreppa til þín með svolítið af bókum og blöðum. Jeg hjelt að þjer mundi þykja vænt um að fá eitthvað til að lita í núna í skammdeginu — og svo lang- aði mig auðvitað til að koma sjálfur og taka í hendina á þjer og óska þjer gleðilegra jóla. — Þú segir vel um það, drengur minn, það var fallega hugsað af þjer. — Jæja, hjerna er nú bóka- böggullinn, jeg legg hann hjerna á skipskistuna. Gerðu svo vel! — Þakka þjer fyrir, drengur minn. Þú ert góður bróðurson- ur, að hugsa altaf til okkar hjerna út á skerinu, gömlu karl- anna! Það kom sjer vel að fá eitthvað til að líla í, þvi að jeg er að kalla búinn með það, sem jeg fjekk frá þjer seinast. En mjer þykir verst, að þú skyldir ekki koma til mín i vikunni sem leið, því að þá átti jeg úr- vals þorsk, það máttu sveia þjer upp á. Við höfðum lagt þrjú hundruð öngla lóðarstubb úti á Bátatangadjúpi hjerna fyrir vestan vitann, og fengum yfir fjögur hundruð pund. Og þar voru nú dolpungar innan- um, karl minn, það segi jeg þjer satt. Mjer var dálítið kalt á lúk- unum þegar jeg var að draga lóðina, en gaman var það, eigi að síður. Jeg skal láta þig fá nokkra upp úr salti með þjer heim, jeg vona að þeir bragðist. Já, jeg þakka þjer fyrir, frændi,-en það er nú alveg ó- þarfi. — Jæja, þá skal jeg láta þig fá fleiri, drengur minn, sagði vitavörðurinn og kímdi og hjelt svo áfram: — Hver var það, sem var með þjer í bátnum? — Það var hann Þórir á Breiðum. Hann skrapp upp að Espilundi með eitthvað smá- vegis frá henni móður sinni, en ætlaði að líta inn hjerna eftir dálitla stund. — Ojæja. Var það hann Þór- ir! Sonur hans Hákonar? Jæja, þá hefirðu pilt með krafta í kögglum með þjer,ef hannkynni að hvessa. En það er nú lítið útlit til þess því að sjóinn lægir og loftvoginn stígur. Og mikil guðsblessun er það. Því að þá sleppum við vonandi í þelta sinn við voðann sem gerðist um þetta leyti fyrir sextán árum. — Hvað gerðist þá, frændi? — Það var þá sem við björg- uðum áhöfninni á barkinum bjerna úti á Djúpagrunnsboð- um, í ofsaroki á norðaustan. Það fór nú alt saman vel, en ekki var það neinn barnaleikur samt. Steytti hann á grynning- um? — Nei, hami sigldi bara upp í þreifandi byl. Og merkilegt var það. Því að mig óraði fyrir að eitthvað mundi ske nóttina þá. — Segirðu mjer satt, frændi? Já, víst segi jeg þjer satt, drengur, svaraði vitavörðurinn og lyfti vísifingrinum. Við fá- um stundum forboða hjerna úti. Það er að segja — það erum bara við hjerna í vitanum, sem verðum varir við þesskonar, en það bregst aldrei. I bvert skifti, sem eitthvað fer á kreik þarna uppi í vitanum, — eitthvað ó- lireint, sem maður kallar — þú í/erist eitthvað. Svona var það þegar liann „Carolus“ strand- aði hjerna úti á skerinu í nóv- ember veðrinu forðum daga og brotnaði í spón, og svona var það lika þegar liann, danskur- inn, skonnortan frá Marstal tók niðri úti á Máhnrifi og sökk með manni og mús. Og svo síð- ast, þegar „Fringilla“ —- Árósa- barkurinn — strandaði á Djúpa grunnsboðum, ójú, þá heyrði jeg það líka. — Ilvað heyrðirðu, frændi? — Ójú, þeir segja, að gamall vitavörður, Jakob Ostwaldt, gangi aftur bjerna. — Og trúir þú því, frændi? — Ójá, maður verður að trúa því, sem maður tekur á. Þú mátt trúa því, drengur minn, að það ganga margar sögur um hann. Og með þvi að gera vart við sig, þá er liann að gefa manni til kynna, að nú megi maður vera við öllu búinn. Hann vakir meira að segja og lítur eftir því, að enginn sofi á verðinum. Hann Holst, sem dó hjerna i vor, varð einu sinni fyrir því að sofna á verði og hann var vakinn — og það mátti ekki seinna vera, þvi að rjett á eftir komst ólag á brenn- arann í stóra ljóskerinu. ójá. Hann er á róli hjerna um vit- ann og litur eftir að alt sje i lagi, bæði ljóskerin og merkja- stöðin og þokulúðurinn. — Þetta finst mjer stórmerki- legt, frændi. En livað var það sem gerðist fyrir sextán árum? A K T U nú eftir, drengur minn, svaraði gamh maður- inn og hallaði sjer aftur á bak í stólnum sínum, svo að birtan úr glugganum fjell á lirukkótt og veðurbarið andlitið. Það var nú svona, að aðfaranótt að- fangadagsins var jeg á verði og hjelt mig uppi í ljóskerarúminu og var að dútla við hitt og ann- að. Vindurinn var norðan-út- norðan, það var dauður sjór, en norðurhimininn var eitthvað svo einkennilega glæfralegur. Jeg hafði lokið við að athuga alt og var sannfærður um, að alt væri í Iröð og reglu og settist svo og fór að skrifa atliuga- semdir mínar i dagbókina. En það var einhver undarleg óværð í skrokknum á mjer þessa nótt. Jeg gat ekki setið kyr nema stutta slund í einu og gat ekki haft hugann við neitt — þóttisl verða að l'ara út hvað eftir ann- að og fanst einhvernveginn á mjer, að eitthvað væri að fara i baklás. — En svo skeði víst ekki neitt frændi? Bíddu nú hægur, drengur. Jú, víst skeði sitt af hverju! Það gerðist klukkan tvö. Jeg hafði hallað mjer á veggbrík- ina þarna uppi, eftir að jeg bafði gengið nýja umferð og þá heyrði jeg, að eitthvað var verið að rjátla við járnhurðina hjerna niðri í vitanum, og svo heyrði jeg einhvern þramma upp stigann. Jæja, þetta er víst hann Groth, aðstoðarmaðurinn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.