Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Side 9

Fálkinn - 18.12.1942, Side 9
jlólalhiigleíðin liííir sícra Ión Thorarensen Jeg byrja með því að segja ykkur jólasögu frá Dafunörku. Það var komið aðfan'gadags- kvöld. Jörðin var alhvít, það var milt veður og logn. Úr fjar- tægðinni heyrðust hinir mjúku hljómar kirkjuklukknanna. Há- tíðin var komin. Öðru hvoru fjellu til jarðar stórar snjó- flygsur. Þær komu eins og hvít fiðrildi niður á jörðina, eins og litlir sendiboðar friðárins, og vöktu töfra og helgi, sem hrein mjötlin frá himnum gjörir altaf þegar hún er samferða komu jólanna. Eftir þjóðveginum, sem lá frá borginni upp í sveitina kom rnaður einn gangandi. Hann hafði verið atvinnulaus lengi og var heimilislaus, mat- arlaus og klæðlítill. IJann var að flýja borgarþysinn og borg- arskrautið, því einveran og kvöldkyrðin hafði sefandi á- hrif á hann. Hann fór að hugsa um það liðna, og hann var bljúgur er hann fór að hugsa um jólih á æskuárum sínum heima hjá foreldrum sínum. Nú voru þau dáin og Iiann einn eft- ir. — Hann gekk áfram. Hjer og þar sáust tjós frá heimilum meðfram veginum. Alt í einu heyrðist honum kallað: „Komdu með mjer". Hann lcit upp og sá unglingsmann, sem nokkuð á undan honum beygði út af veginum heim að einum bæn- um. Ilann herti gönguna á eft- ir honum heim að bænum. En er að bæjardyrunum kom var pilturinn farinn eða horfinn, svo að hann sá hann ekki. í því var dyrunum lokið upp. Öldruð kona stóð í dyrunum, sem bauð honum gleðileg jól og spurði hvert væri erindi hans. Það kom fát á hann, en hann sagði henni aðeins að hann hefði ekki barið að dyr- um hjá henni, heldur gengið þangað í hugsunarleysi, og bað hana að fyrirgefa og bjóst til þess að fara. Þá spurði konan hann hvert hann væri að fara í kvöld. Maðurinn sagði henni þá, að hann ætti engan sama- stað. IJún bað hann þá að koma inn og dvelja þar um kvöldið og nóttina. Hann þáði það. 1 húsinu bjuggu öldruð hjón. Þau höfðu átt einn son. Hann hafði farið í siglingar. Þau höfðu mist hann fyrir tæpu ári. Jólahátíðin var byrjuð, en hjá þeim ríkti sorg því sætið hans var autt. Um kvöldið sagði hann hjónunum frá þessum at- burði er olli því, að hann fór heim að bæ þeirra. Frásögn hans veitti þeim gleði og liuggun á jólahátíðinni. Þau fundu að þessi maður var send- ur þeirn til huggunar úr því að komu hans bar að á þennan hátt. Sonur þeirra var að vissu leyti kominn heim. Maðurinn setlist í sæti son- arins við borðið, hann var svo hjá gömlu hj&nunum alla jóla- hátíðina. Þessi jólasaga bregður tjósi yfir það, sem mestu máli skiftir á jólunum. Hún er aðeins lítitl dropi samanborið við það djúp Guðs kærleika er hann gaf oss son sinn Jesúm Krist. Þegar Guðssonur fæddist hingað á jörðu þá mátti segja að heim- urinn væri eins og nú í dag: eitt allsherjar sorgarheimili, þar sem bræðralag, fórnarlund og kærleika vantaði, og því var sagt um þá þjóð er fjekk að njóta hjervistar Krists á jörðu: Sú þjóð er í myrkri sat, hefir sjeð mikið tjós, og þeim er sátu í landi og skugga dauðans er Ijós upp runnið. Eins og Kristur kom til þess að hugga, styðja og frelsa menn- ina á erfiðum og sorglegum brautum þess lífs, — og eins og maðurinn i sögunni varð einnig óaf vitandi til þess kallaður, eins er það hlutverk allra ungra og gamalla að láta það á sjer sann- ast, að þeir bæði vitandi og ó- afvitandi komi nú á þessum jól- um og alla tíma, lwert sem spor þeirra liggja til þess að hugga styðja og gleðja-þá, sem eru mæddir af raunum og and- streymi þessa lífs og líka hina, sem eru glaðir, hraustir og he.il- brigðir, svo að sama þýðing jólanna megi tengjast hugar- fari mannanna alt cirið um kring, og vjer öll verða góð börn vors himneska föður bæði þessa heims og annars. fíleðileg jól! í Jesú nafni. Amen.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.