Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 10

Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 10
4 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 5uðm. Finnbogasun: ÍKISSTJÓRINN Það er vandi að vera æðsti inaður þjóðar sinnar. Þjóð- höfðinginn verður fulltrúi og ímynd þjóðarinnar inn á við og út á við. Hann kemur fram í nafni þjóðarinnar á helstu við- hafnarstundum hennar, þegar veita skal einhverjum mönnum, stofnunum eða minningum sæmd. Hann heldur uppi risnu af hálfu þjóðarinnar, tekur á móti tignum erlendum gest- um, er ósjálfrátt dæma ])jóð- ina að nokkru eftir háttum fulltrúa hepnar. 1 lýðveldislönd- um er ])að hlutverk þjóðhöfð- ingjans að grípa fram í og greiða úr, þegar stjórnmálin komast í öiigþveiti, stjórnar- skipti eða annan vanda ber að höndum. Hann er fulltrúi þjóð- arheildarinnar og samhengis- ins í !ífi hennar. Hann stendur uppi, þó að stjórn falli, og hans er að hnýta þræðina á ný, er þeir slitna i bili. — Af öllu þessu er auðsætt, hver nauðsyn er á því, að i slíka stöðu veljist inaðuf, sem reynd- ur.er að góðvild, glöggskyggni, festu og fögrum háttum. Það vekur traust og von um góða úrlausn, 'er vanda ber að liönd- um, og í því andrúmslofti geng- ur alt betur en ella. Það er oss íslendingum mik- ið lán, að fyrsti ríkisstjóri ís- Bessastaðir. lands er þeim kostum búinn, sem nú voru taldir. Oss er margt hetur gefið en viljinn til að viðurkenna aðra menn, meðan þeir starfa mitt á meðal vor. En um val ríkisstjórans hafa menn verið mjög sammála. Það er að vísu engin tilviljun. Starfsferill Sveins Björnssonar hefir Verið óvenjulega heillaríkur og glæsi- legur. Sem málaflutningsmaður í yfirdómi og hæstarjetti, sem bæjarfulltrúi og alþingismaður Reykjavíkur, sem trúnaðarmað- ur margra fyrirtækja og einn af aðalforgöngumönnum þriggja þjóðnytjafjelaga: Eimskipafje- lags Islands, Brunabótafjeiags íslands og Sjóvátryggingafjelags Islands, vann hann sjer það traust manna úr öllum fiokkum og stjettum, að hann þótti manna best fallinn til þess að verða fyrsti sendiherra vor erlendis. Þá stöðu hefir liann skipað með þeim ágætum, að hann hefir notið fullkomins trausts allra þeirra stjórna, sem hann hefir slarlað fyrir, og með framkomu sinni í hvívetna aflað þjóð vorri álits og vina erlendis. Betri und- irbúningur til ríkisstjórastöðu verður naumast kosinn. Jeg hefi stundum rifjað upp fyrstu minningar mínar inn Svein Björnsson. Jeg sá hann þá í sundlaugunum hjerna við Reykjavík. Hann var þá ungur drengur. Mjer varð starsýnt á það, live hreyfingar lians í vatn- inu voru mjúklegar. Svo sje jeg hann fyrir mjer i drifhvítum leikfimisklæðum í drengjahópi, sem enskur maður, Ferguson að nafni, hafði kent íþróttir á slá (bar). Það var l)æði mjúk- leilcur og öryggi í sveiflum hans á slánni. Síðan fjekk jeg þá á- nægju að vera sambýli.smaður hans, fyrsta námsár lians við háskólann í Kaupmannahöfn en síðasta námsár mitt. Það var skemtilegur vetur. Sveinn var svo þýður i umgengni. Hann lað- aði alla að sjer. Og svo hefir jafnan verið síðan. Altaf glað- ur og góður og yfirlætislaus. Hann hefir aldrei þúrft að sækjast eftir hylli manna og trausti. Hvorttveggja iiefir kom- ið til hans sjálfkrafa og ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hann hefir og verið svo lánsamur að eiga konu samhenta sjer í öllu. Heimili þeirra hefir jafnan ver- ið yndislegt, og allir hinir mörgu, sem þar liafa komið, innlendir og útlendir, munu eiga þaðan ljúfar minningar. Það er gotl að eiga slíkan mann í öndvegi þjóðar vorrar á þeim vandatímum, sem nú eru fyrir stafni. Guðm. Finnbogáson. Bústaður rikisstjóra. Sveinn Björnsson ríkisstjóri.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.