Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 14

Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 14
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 Július Julinusson: Með „Elise Hoy“ Fyrsta sjóferð mín IfZíG kom cí stýrimannaskólann í Jl Bogö rjett fyrir jólin 1900 og bgrjaði þar á námi fyrst í janúar 1901. í desember 1901 hafði jeg lok- ið stýrimánnaprófi, og að því loknu fór jeg svo að lesa undir skipstjóra- próf, sem jeg lauk um miðjan maí 1902. Þegar það var um garð gengið vantaði mig 5 mánuði í þau fimm ár, sem útheimtust við sigtingar til þess að fá rjettindi að sigla sem stýrimaður, og eftir lögunum álti jeg að sigla þessa fimm mánuði á seglskipi. Tengdafaðir minn, þá tilvonandi, sem var gamall seglskipstjóri og hafði m. a. siglt sem skipstjóri á ísland í 28 ár, rjeð mjer til að fara til Hamborgar og sigla þaðan, uns jeg gæti fengið rjettindi min sem stýrimaður. Þetta var nú alt sam- an gott og blessað, en jeg var atveg auralaus og skuldaði skólanum 200 krónur. Skólastjóri bauð mjer þetta lán á sínum tíma, svo jeg gæti lokið skipstjóraprófi, þar eð mjer gekk vel á skólanum við stýrimannafræð- ina, en nú voru þeir peningar þrotn- ir. Tengdafaðir minn titvonandi lánaði mjer svo 50 krónur fyrir ferðinni til Hamborgar. Kvaddi jeg svo skólastjórann og mitt tilvonandi venslafólk og fór að reyna að ná í þessa blessaðu fimm mánuði, sem vantaði upp á mín fimm sigtingaár. Jeg kom svo nœsta dag til Ilam- borgar. Þá voru aurarnir að þrot- um komnir, en samt gat jeg þó borgað fyrir mat og húsnæði fyrstu tvo dagana. Jeg fór svo á sjómanna- hús, sem frú nokkur Paulli átti, og bað um að fá að vera, en peninga ætti jeg enga, en væri kominn hjer til þess að fá skiprúm, og vonaðist jeg til að geta fengið greitt fyrir- fram hálfsmánaðar kaup og mundi komast á siað von bráðar og þá borga alt sem jeg skuldaði. Þetta gekk alt vel og húsnæði og fæði fjekk jeg og var þarna með mörgum sjómönnum, sem svipað var ástatt fyrir og mjer. _ _ /jað dróst talsvert að fá skiprúm og fjekk jeg það ekki fyr en síðast í maímánuði, og þó var niaður altaf fyrstur á fælur á morgn- ana til að reyna fyrir sjer. Og allal varð skapið verra og verra. með hverjum deginum sem leið og vas- inn tómur. Jeg fjekk þó hálft mark hjá frúnni tvisvar i viku til þess að skemta mjer fyrir og var það nóg tit þess að komast á dansstað og fá sjer eitt glas af öli. En dansarnir urðu nú ekki margir því að lwer þeirra kostaði 5 pfenninga. Margir sjómenn voru þó betnr auraðir og meðal sjómanna eru margir attaf lijálpfúsir. Loks kom sá slóri dagur að jeg fjekk skiprúmið, og þá var nú skap- ið tjett. Jeg vissi ekki þá hvaða ferð þetta var og hvaða skipi jeg álti að vera um borð í næstu þrett- án mánuði, þvi að fyr komst jeg ekki af þessu lekahripi hvernig sem jeg reyndi, því að við vorum altaf i útlendri höfn. að loknu stýrimanna tíg nú fer hjer á eftir mín litla fcrðasaga frá þessum mánuðum: Það var ári'Ö 1902 í maí að lítii skonnortubrigg, „Elise Höj“ sigldi niður Eibe-f 1 jótið frá Hamborg hlað- in sykri, og var ferðinni heitið til St. Johns á Ný-Fundnalandi. Fljót- lega urðum við bess varir, þó sum- ar væri, að iitla fleytan okkar var ekki sem best þjett en lak töluvert, og máttum við standa við dælurnar dag og nótt, á vökunum. Skipshöfiiin var sjö menn, skip- stjóri og stýrimaður danskir, fjórir Þjóðverjar og jeg, sem var íslend- ingur. Ferðin gekk furðu vel vestur yfir, gott veður mest af leiðinni, enda tíka sá tími árs, sem best er að sigla yfir Atlantshafið, og kom- um við til St. Jolin um 20. júlí. Við byrjuðum svo að afferma, en þegar kom að neðsta lagi sykurs- ins voru þeir pokar sem lágu neðst í lestinni alveg' bráðnaðir af sjó- seltu. Meðan við lágum í St. Jolin var einliver uppálialdsdagur Ameríku- manna og var því stofnað til kapp- róðurs frá öllum skipum í liöfn- inni, en lítil skonnorta frá Nova Scotia, sem lá við hliðina á okkur, sigldi út úr höfninni kvöldið áður út á ytri höfnina, og gat því ekki tekið þátt í kappróðrinum. Morgun- inn eftir, þegar þetta átti að byrja, vildi skipshöfnin, eða sumir af henni, fá að fara í land, en skip- stjórinn neitaði, þvi að liann kvaðst bíða eftir byr, en logn var. Einn liásetinn fleygði sjer samt í sjóinn og ætlaði að synda í land, en skip- stjóri liljóp niður og náði í byssu og skaut á mannnn. Siðar var skip- stjóri sóttur í land af lögreglunni og veit jeg ekki hvernig máli þessu reiddi af. Við tókum þátt í kappróðrinum og hjengum i þvi að verða nr. 3, enda voru nú ekki bátar okkar vel til þess hæfir að róa þeim kappróð- ur og okkar menn heldur Ijelegir til þeirra hluta. Jeg var elstur þeirra, 24 ára. Við tókum síðan kjölfestu, feng- um kunnugan mann um borð, sem og tíðum mikið hnjask i ísnum. En í byrjun september komumst við • og skipstjóraprófi átti að leiðbeina okkur meðfram Labradorströndinni, þangað sem við áttum að fara lil þess að ferma Labrador-fisk til Ítalíu. Einnig álti liann að sjá um farminn, að raða lionum um borð. Fórum viö svo frá St. John 15. ágúst. Þegar við komum upp að Labradorströnd- inni var svo mikill ís þar að hvergi var fært að leggja til lands og var nú ekki um annað að gera en að bíða átekta. En skipstjórinn, sem ekki var alveg bindindismaður, þeg- ar honum bauð svo við að horfa, sigldi inn í isinn og þar sátum við fastir — lesandinn verður að taka til greina, að þessi hafís var ekkert s.vipaður okkar gamla hafís, þvi að ljetta var borgarís. Þarna í ísnum sátum við fastir í átta daga með okkar hrörlega fley, og fengum oft þó á ákvörðunarstað okkar í Salomon Bay og bjuggum alt undir að taka á móti farminum, sem eins og áður er sagt var Labradorfiskur. En fyrst þurfti nú að veiða fiskinn og mátt- um við því bíða á meðan. Meðan við biðuin eftir fiskinum fórum við að róa á Ijettbátnum og fá okkur í soðið, því að annað en físk, saltkjöt og skonrok fengum við aJdrei og ekki hægt að kaupa neitt í landi. Matarforðinn þvarr óðum og einn daginn þegar við frjettum, að skip væri komið að landi nokk- uð langt fyir norðan okkur var jeg látinn fara í stórbátinn með þrjá nienn með injer, þar á meðal hafn- sögumann okkar og fara innanskerja upp til Black Tikle til að sækja mat. Við lögðum svo af stað og komum þangað um kvöldið; fengum við þar góðar viðtökur, nóg að borða, tóbak og matarforða í bátinn, kornvöru og liveiti. Vorum við ferðbúnir klukkan 9 að kvöldi. En undir kvöld varð veðurbreyting og skipstjórinn á skipi því, sem við sóttum matinn í, þorði ekki að láta okkur leggja af stað, fjóra menn, og kanske hefir honnm ekki litist á liðið. Lánaði hann okkur ágætan og dugandi dreng, J.óta, með í bátinn. Við höfð- um ekki lengi farið þegar við feng- um á okkur þoku, og jafnframt tók svo að hvessa. Ekkert sjókort höfð- um við með okkur og aðeins lítinn bát-áttavita. Við rjerum og rjerum, árið 1902 en komumst bráll að þeirri niður- stöðu að við værum að villast; reyndum við þá eftir bestu getu að forðast sker og boða, sem þarna var mikið af. En klukkan 2 um nóttina skaut okkur lieldur en ekki skelk í bringu, er við fundum að við vorum komnir út í rúmsjó i jiessari kænu — út á Atlantsliaf. Við fund- uin það á því að talsverð alda var komin, sem ágerðist í sífellu. En undir morgun birti til og við sáum land framundan. Þá var nú tekið til að róa og róa eftir bestn getu, þótt við værum þreyttir, og jiegar við loks náðum landi vorum við stein- uppgefnir. Við lentum við hólma og hvíldum okkur liar, borðuðum nokkra skonroksbita, drukkum vatn úr drykkjariláti okkar, lögðunl svo af stað aftur, og undir kvöld kom- um við um borð í okkar gamla skip, og þá var nú ekki annað eftir en að komast i kojuna. Þann 15. október vorum við full- fermdir, gerðum sjóklárt og tíndum jiessa fáu fiska, sem við höfðum veitt, ofan á farminn í lestinni, því að eitthvað hugboð höfðum við um, að alt væri þetta seljanlegt á Ítalíu. Mest hugsuðum við um að kaupa ávexti þegar þangað kæmi, því að þá höfðum við ekki sjeð alt sumar- ið. En sá fiskur komst aldrei til Ítalíu, eins og síðar verður skýrt frá. . Við drógum akkerið upp og sung- um alla okkar sjómannásöngva, því að nú var almenn gleði yfir því að sleppa frá þessu kalda, óbygða landi, og ferðinni lieitið beint lil Genova. Við höfðum vestanvind alveg á eftir, svo að við gátum ekki fengið á- kjósanlegra veður, og' gamla skrifli'ð okkar (skipið var 40 ára) þaul af stað undir fullum seglum. En brátt jókst vindur og sjór, og við urðum að bjarga hverju seglinu eftir ann- að, en þess á milli lieilsuðum við upp á vinkonu okkar, „ungfrú Dælu“, því að nú var liróið okkar orðið verulega iekt og þoldi ekki langa bið án þess að dælt væri. Þriðja daginn vorum við búnir að taka öll segl nema yfir- og uiidir- merssegl, og var nú skriður á þeirri gömlu — um tíu mílna ferð, og lak hún þá tiltölulega minst. Fimla daginn var yfir-merssegl tekið og þann sjötta iensuðum við fyrir reið- anum. Þá var síðasta seglið tekið. Vindurinn var altaf rjett á eftir, hreinasta fárviðri með jeljagangi. Milli klukkan 1 og 3 voru allir við dælurnar og átti önnur vaktin þá að fara inn klukkan þrjú,en þá var ekki enn þurt við dælurnar og klukk an fjögur var eins ástatt. Fundum við nú að skipið var orðið alvarlega lekt. Var svo mæld vatnsstaðan i skip- inu og reyndist þá fimm feta sjór í lestinni. Við hjeldum svo áfram að dæla til klukkan tólf um nóttina og þóttumst þá skilja, að við gætum lialdið skipinu fljótandi með því að lialda áfram í sífellu og láta dæl- urnar aldrei stöðvast. Hjeldum við svo áfram að dæla alla nóttina, all- ir til skiftis; stundum var skip- stjórinn með — hann var stór og Þarna í ísnum sátum við fastir i átta daga.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.