Fálkinn - 18.12.1942, Síða 21
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942
15
draum. Henni virtist sem sæi hún
konu noklcura standa inni í herberg-
inu rjett hjá bænastólnum, sem þar
var, og var kona þessi klædd skín-
andi hvítum fötum, og var eins og
ljósbirtu iegði út frá fatnaði henn-
ar. En í höndunum hjelt hún á
kórónu, sem hún sýndi barninu,
um leið og hún spurði: „Viltu eign-
ast kórónu þessa‘?“ Litla' telpan ját-
aði því, en þá þrýsti konan kórón-
unni á höfuð barnsins svo fast og
djúpt, að það fann, hversu hringur
kórónunnar snart gagnaugað. Með
því hvarf sýnin.
En bæði Birgitta sjálf og umhverfi
hennar skildi síðar þetta fyrirbrigði,
ekki sem dráum heldur sem himn-
eska opinberun. Menn þóttust skiija,
að Himnadrotningin sjálf heföi sýnl
sig barninu og valið það til að
framkvæma mikilvægt hlutverk á
jörðunni. En metorðagirnd barns-
ins var vöknuð og það með þeirri
afleiðingu, að Birgitta vildi þegar
í bernsku fá ieyfi lil að lielga líf
sitt þjónustu drottins með bæna-
haldi og- frónium gjörðum, en þó
lielst með þvi að ganga i klaustur.
Og þessi löngun barnsins fjekk ríf-
lega næringu i nýjum draumvitrun-
um eða opinberunum: hún leit á
sjálfa sig sem útvalið verkfæri síns
himneska Herra, hún væri ein þeirra
manna, sem hefðu lilotið sjerstaka
vernd hinnar heilögu Maríu meyjar
og stæðu undir persónulegri hand-
leiðslu hennar eða jafnvel Krists
sjálfs. Það væru skipanir þeirra,
sem hún hlyti í mynd öpinberunar-
innar, og ætti að miðla mannkyn-
inu.
Faðir Birgittu Ijet hana einráða
um bænahald og fórnargjörðjir, en
h.ann vildi ekki verða við þeirri
ósk dótturinnar að fá að ganga i
klaustur. Hann hafði sem sje á-
kveðið að gifta hana Ulv Gudmars-
syni lögmanns í Næríki, en Ulv
var þá 18 ára gamall, og Birgitta
sj'álf aðeins 13 ára stúlkubarn. Á
miðöldunum var ekkert sjerstaklega
athugavert við það, þótt foreldrar
giftu börnin sin frá sjer þegar í
bernskunni. Ungu lijónin reistu bú
á einni jörð ættarinnár, sem var
Ulvása í Östergötjandi. Þó bjuggu
þau öðru hvoru á öðrum jörðum
sínum eins og áður er nefnt. En
við bæinn Ulvása eru tengdar sams-
konar þjóðsagnir og áður hefir ver-
ið getið um Ulvshamar.
Ulv GudmaVsson sýnist liafa ver-
ið maður góðlátur og næstum veik-
lyiHÍur, sem dáðist mjög mikið að
hinni ungu húsfreyju, enda varð
það brátt hennar vilji, sem stjórnaði
bæði eiginmanninum og öllum
bariiahóþnum, sem þeim hjónum
varð auðið, átta að tölu. Sem kenn-
ara handa börnum sinum rjeði hún
til sín ungan guðfræðing, Nikuiás
Hemanni að nafni, en hann varð
síðar biskup í Linköping í Öster-
götlandi. Á heimili sínu safnaði frú
Birgitta í kringum sig lieilum hóp
lærðra og guðhræddra manna, sem
með aðdáun litu upp til liinnar
viljasterku og fróðleikselskandi hús-
freyju. Meðal þeirra fræðimanna,
sem dvöldu á heimili Birgittu, var
meistari Matthias nokkur, en hann
varð síðar skriftafaðir og ráðgjafi
Birgittu, og þykir sennilegt að það
hafi einmitt verið Matthías þessi,
sem fyrir hvatningu liennar þýddi
fyrstur manna biblíuna á sænsku,
en af þessari þýðingu eru ennþá
til hinar fimm bækur Mósesar.
Meistari Matthias var lærðasti
guðfræðingurinn, sem þá var uppi
í Svíþjóð, og þótti mikið til hans
koma. Þessi maður fræddi Birgittu
um liina helgu hluti, kendi henni
kreddur kirkjunnar og leyfði henni
jafnvel að kynna sjer helstu trúar-
bragðahreyfingar samtiðar sinnar.
Hann var því sannkallaður læri-
faðir Birgittu.
En frú Birgitta var ekki ánægð
með trúarleg samtöl og guðfræði-
nám einungis, heldur vildi hún líka
sína guðhræðslu sina í verkum, ]).
e. a. s. með kristilegri líknarstarf-
semi, föstu, sjálfpyndingum og öðr-
um frómum gjörðum, sem hún og
húsbóndi hennar framkvæmdu.
Helgisagan segir svo frá, að þau
hjónin gerðu mjög strangar kröfur
til sjálfra sin í þeim hlutum. Til
dæmis kvað frú Birgitta vikulega
hafa þvegið fæturna á tólf fátæk-
um mönnum, án þess að láta hræða
sig frá verkinu af ódauni þeim, sem
stafaði af óhreinindum eða illkynj-
uðum og jafnvel smitandi sárum
þeirra, en þetta gerðist einmitt á
þeim tíma, sem holdsveikin geys-
aði sem mest i allri Evrópu og lika
í Svíþjóð. Ásamt húsbónda sínum
fór hún nokkrar pílagrímsferðir lii
heilagra staða, en siðustu sameigin-
legu ferð sína fóru þau til Santiago
di Compostella i Spáni. Á heimleið-
inni tók Ulv Gudmarson sótt mikla
og Birgitta varð gripin örvæntingu,
ein og verndarlaus með manninn
sinn veikan í ókunnu iandi. En þá
þóttist hún einu sinni sjá hinn heii-
aga Dionysíus koma til sín og heyrði
hann hvísla hughreystandi orðum í
eyru sín: hún, Birgilta, stæði undir
sjerstakri vernd drottins, og því til
sönnunar mundi manni hennar
batna af veikindunum og þau kom-
ast aftur heim til sín. Þetta rættist
líka, en skömimu efir heimkomuna
veiktist UÍv Gudmarsson aftur og
dó. Birgitta var rúmlega fertug þeg-
ar þetta gerðist.
Birgitta Iiafði aldrei verið heims-
ins barn, æskudraumar hennar
hljóta að hafa lifað i sálardjúpum
hennar, þótt ekki hefðu þeir getað
fengið þá útrás, sem hún hefði helst
kosið sjálf, en með dauða eigin-
manns hennar brast það band, sem
til þessa hafði tengt hana við ver-
aldarlífið, og liún var frjáls til að
láta kærasta bernskudraum sinn
rætast, sem var að helga alt lif sill
þjónustu drottins með bænahaldi 'og
frónium gjörðum, og þótt hún væri
orðin of gömul til að ganga i klaust-
ur, þá hafði hún engan veginn slept
klausturhugmyndinni, sem brátt
kom í ljós. Hún var ákveðin I því
að „þjóna hinum góða vilja“ það
sem eftir var æfi sinnar. Nokkrum
dögum eftir dauða Ulvs Gudmars-
sonar dró hún minnisliring lians af
hendinni, og þegar aðrir litu á þetta
athæfi sem vott kæruleysis og kulda
i garð mannsins, svaraði hún að-
eins þessu: „Er jeg Ijet jarða hús-
bónda minn, þá jarðaði jeg með
honum mina jarðnesku ást, því að
þótt jeg hai'i unnað honum eins og
sál minni, þá vildi jeg eigi gela
eins einasta eyris virði til þess að
endurkaupa lionum lífið gegn vilja
guðs. Svo lengi sem jeg var með
þennan hring á liendinni, var liann
mjer eins og byrði, af þvi að jeg
varð þá að iiugsa um hina horfnu
gleði. En upp frá þessu skal sál
mín beina allri ást sinni lil guðs,
og því vil jeg gleyma bæði hringn-
um og húsbónda mínum“.
Dag nokkurn skömmu síðar, stóð
Birgitta í kepellunni, tilbiðjandi guð.
Þá varð hún alt í einu gagntekin
krilningu, „iíkami hennar varð eins
og máttlaus, og styrkleiki allur eins
og tekinn frá henni“, en á þann hátt
liefir hún sjálf lýst þvr, sem kom
fyrir hana, en „sál hennar fyltist
fjöri og styrkleik til að sjá og heyra
og tala og þekkja þá hluti, sem and-
legir eru“. Og liún þóttist sjá Krist
sjálfan og heyra hann ávarpa sig:
„Þú ert brúður mín, og samtenging-
arliðurinn milli mín og manna. Þú
skalt lieyra og sjá það sem andlegt
er, og andi minn mun vera með þjer
til hins hinsta dags æfi þinnar“.
Með því vpru draumar Birgittu
frá bernskuárunum búnir að taka
á sig lifandi mynd: Kristur sjálfur
hafði opinberast fyrir henni og
kosið hana fyrir brúði, hún ætti að
vera verkfæri hans, og í gegnum
munn hennar vildi hann tala til
mannanna. Upp frá þessu komu op-
inberanir eins og skriða eða snjó-
flóð, og í þeim þóttist hún sjá ým-
ist Krist sjáll'an eða Maríu guðs-
móður.
Af þeim lærðu mönnum, sem mðð
henni voru, virtist enginn hafa ei'ast
um raunveruleika eða sannleiks-
gildi opinberananna, og meistari
Matthías sefaði efasemdir Birgittu
sjálfrar með þeirri skýringu, að op-
inberanir hennar væru henni vissu-
lega innmásnar af guði en ekki
blekkingar djöfulsins, eins og hún
óttaðist stundum.
Bæði meistari Matthias og hinir
síðari skriftafeður Birgittu, sem voru
Petrus Olavi ábóti frá Alvastra
klaustri, nafni hans meistari Petrus
Olavi frá Skenninge og síðastur
Spánverjinn biskup Alfonsus frá
Jaen, hafa umliyggiusamlega skrifað
upp lýsingar liennar á vitrunum
sinum, en slundum gerði hún það
sjálf, þótt ekki sé vitað um fleiri
en tvö blöð nteð hennar rithönd,
sem geymst liafa til vorra daga. Er
þannig var búið að skrifa upp vitr-
anir hennar eða opinberanir rjelt
eftir að þær voru um garð gegnar,
fóru skriftafeður Birgittu að leggja
þær út á latnesku — þó engan veg-
inn altaf orðrjett — til þess að gera
þær aðgengilegar og kunnar öllum
hinum kristna heimi. Síðar voru
þær þýddar aftur á sænsku úr
latneskunni, en það var gért handa
nunnunum i Vadstena-klaustrinu.
Þeir Petrus frá Alvastra og Alfonsus
biskup létu síðar sáfna saman þess-
um lýsingum á opinberunum Bir-
gittu í átta bindi, sem dreifðust í
afritum út um alla Evrópu, en árið
1492 kornú þær út á prent í Liibeck
ásamt aukabindi. Þessar opinberan-
ir, eða „Revelationes", bera okkur
nútímamönnum vott um fjörugt og
ríkt ímyndunaraíl stórskálda — en
líka um skelfandi sálarofraunir,
sem nálgast því að vera sálarsýki.
En hvað sem menn annars hugsa
um trúarlegt gildi opinberananna,
þá getur maður tæpast komist hjá
því að skilja, að hér sé u,m stór-
brotinn skáldskap að ræða.
Á tímabilinu næsteftir dauða Ulvs
Gudmarssons komu opinberanir Bir-
gittu jhfnt og þjett, og með köl'lum
daglega. Þær sýna glöggt og greini-
lega, að Birgitta leit á sjálfa sig
sem verkfæri guðs, hún hefði með-
tekið þá köllun drottins að tilkynna
vilja hans þeim mönnum, sem lifðu
i veröld vonskunnar og guðleysis-
ins, og ekki síst þegar vilji hans
var að refsa syndugum mönnum.
Það var þvi sem útvalinn sendiboði
guðs að hún þorði að koma fram
lyrir valdamenn þessa heims með
skipanir, hótanir og spádóma:
Skömmu áður en hin mikla plága,
svartidauðinn fór að geysa í land-
inu, en hann kom til Noregs 1349
og til Svíþjóðar 1350, sneri lnin
sjer til Svíakonungs, Magnúsar Ei-
ríkssonar, og tilkynti honum, að
drottinn ætlaði að leyfa að inikil
plága kæmi yfir landið og þjóðina
vegna synda hennar — og ekki
síst konungshjónanna. Hún skrifaði
konungunum i Frakklandi og Eng-
landi brjef með skipun drottins um
að hætta hinu ægilega blóðbaði og
gefa þjóðum sinum frið — en þvi
miður skeyttu þeir ekki um skip-
anir drottins — og eins sendi liún
páfanum, þá Klemenz VI., brjef me'ð
svipuðu innihaldi, en hann bjó í
Avignon í Frakklandi um þær
mundir, i „hinni Babýlónsku her-
leiðingu" — og það var atriði, sem
bæði henni og öðrum trúræknum
mönnum mislíkaði stórlega. Það
stappaði nærri guðlasti, og þvi gerði
Birgitta alt, sem hún gat, til þess
að binda enda á slika óhæfu, eins
og síðar verður nánar getið.
En Birgitta beindi refsingarorðuin
sinum ekki einungis til valdamanna
þessa heims heldur lika til alþýðu-
manna, ef þeir á annað borð höfðu
orðið fyrir reiði hennar. Það kom
fyri reinu sinni i Rómaborg, að ein-
hver helti vatni út um glugga, og
bar svo til, að vatnið lenti á brúði
Krists, hinni hábornu hefðarfrú frá
Norðurlöndum, en á eftir birtist
henni Kristur, er hún var við messu,
og sagði: „Maður sá, sem al' ljand-
semi helti vatni yfir þig, hann
þyrstir i blóð, liann þráir heiminn
cn ekki mig, hann mælir djarflega
á mót mjer. Hann tilbiður og elskar
sitt eigið hold í stað min, sins herra,
og útilókar rivig úr hjarta sinu. Gæti
hann sín, svo að hann deyi ekki fyr-
ir blóðs sakir“. En skriftafaðir Bir-
gittu, Petrus Olavi, hefir sagt frá
því, að maður þessi hafi dáið
skönnnu eftir — úr blóðnösum, „eins
og fyrir lionum hafði verið spáð“.
Það er því óhætt að halda þvi fram,
að Birgitta hafi ruglað saman per-
sónulegu hatri á fjandmönnum sin-
Frh. á bls. 32.
Klaustrið í Vadstena um 1500.