Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Side 22

Fálkinn - 18.12.1942, Side 22
jólablað fálkans 1942 16 PARiDÍM ÁJÖRÐd Gripir úr eign Blighs skipstjóra, sem enn eru til. KYRRAHAFSEYJAN PITCAIRN ER VERÖLD FYR- IR SIG. ÞAR LIFA UM 200 MANNESKJUR í EINSKON- AR PARADÍSARÁSTANDI, SEM ALLIR ÖFUNDAST YFIR. ÞETTA FÓLK ER KOMIÐ AF SAMSÆRISMÖNN- UM AF SKIPINU „BOUNTY“, SEM KOM TIL PIT- CAIRN FYRIR 150 ÁRUM. — piTCAlRN heitir smáey i Kyrra- liafi. Hún er heimur fyrir sig og þar býr þjóð fyrir sig. Tæplega lcga 200 manneskjur, en þær hafa komið sjer þannig fyrir, að þeir sem koma til Pitcairn öfunda þær af tilverunni. Þar er hið fullkomna þjóðfjelag — það liefir reynst að hægt er að koma á fulkominni þjóð- fjelagsskipun þegar ekki eiga fleiri hlut að máli. Á Pitcairn er engin óánægð manneskja til, er sagt; þar græðir enginn fje og þar borgar enginn skatta, hver fjölskylda á sitt hús, sinn garð og sínar skepn- ur — nægilegt til að lifa góðu iífi, en heldiu- ekki meira. Engum utan- aðkomandi „menningarstraumum" er ieyfð landvist, en þó kunna allir að lesa og skrifa — allir hafa feng- ið þá mentun, sem ekki verður kom- ist af án, en svo ekki meira. Þarna eru frjálsustu og hamingjusömustu manneskjurnar undir sólinni, heil- brigðstu, sterkustu og — er víst ó- hætt að segja — skynsömustu mann- eskjurnar sem hægt er að hugsa sjer. Þær hafa fengið alt sem þær jrnrfa og öfunda engan. Þær eru i Paradis. Hverskonar þjóðfélag er þetta? Fæstir kannast við Pitcairney, eða rjettara sagt sögu núverandi íbúa hennar, og þó er hún einkennilegri en nokkur skáldsaga. Hún er spenn- andi eins og sjóræningjaæfintýri eftir Marryat, enda hafa ýmsir höf- undar notað sjer þetta 'sannsögu- lega efni. Á Taliiti eru til dæmis tveir enskir rithöfundar, Norman og Hall blaðamaður (hann var á ferð lijer á landi 1925), sem hafa skrif- að afar spennandi skáldsögu, er „Samsæri" heitir, um frumsögu eyjaskeggja. Og Byron hefir skrifað m j ■ wmm ! '; , * ti Z uíÆæi - ií ' tSfW ; ■*' - r ' tPm Bligh skipstjóri, sem samsærið var gert gegn. tiiþrifamikið kvæði, sem lýsir sam- særinu á „Bounty“. Sagan liefst í Englandi árið 1787 Stjórnin hafði fengið þær upplýs- ingar frá rikum plantekrueigendum í Vesturindíum, að á eynni Tahiti yxi afarmikið af hinu svonefnda bráuðaldintrje, og væri, ávöxturinn bæði ódýr og nærandi fæða, sem iriundi vera mjög hentug handa þrælunum á plantekrunum vestan hafs. Þessvegna höfðu ekrueigend- urnir beðið ensku stjórnina um að- stoð til að sækja brauðaldintrje til Tahiti og gróðursetja þau i Vestur- angursmenn, því að þeim var í fersku minni koma James Cooks nokkrum árum áður, en hann hafði kynt sig vel. Þarna ljek alt i lyndi þessar sex vikur sem skipið lá á Tahiti og þegar skipið var ferðbúið komu höfðingjarnir ineð ríkmann- legustu gjafir. Skipshöfnin hafði vanist hóglífi og kunni því aganum um borð enn ver en áður. Ýmsir liöfðu líka reynt að strjúka af skip- inu meðan það lá i Tahiti og þess- vegna var Bligh skipstjóri enn ó- mýkri og þrælslegri en hann Iial'ði verið á útleiðinni. Bitnaði jietta Sjómaðurinn Alexander Smith eða John Adams, sem varð sálusorgari Pitcairnbúa. ii.'díum. Stjórnin fjelst á þetta og nú var tygjað stórt skip, sem „Bounty" hjet og skipaður yfir það ungur sjóliðsforingi, William Bligh að nafni, sem áður hafði verið með James Cook landkönnuði á ferðum hans um Kyrrahaf. Bligh var dug- andi sjómaður en mesti þjösni eins og flestir skipstjórar þeirra tíma og l'ram úr hófi dutlungafunur og harðleikinn. Hann hundsaði skips- höfnina eins og hún væri skepnur og gerði sjer ekki siður dælt við stýrimennina en hásetana. Lagðist því fljótt hatur á hann, þó að eng- inn drægi dugnað hans i efa. Eftir erfiða ferð frá Spithead í Englandi komst skipið loks eftir sex mánuði til Tahiti. Þar þótti skipverjum gott að vera — það var eins og þeir væru komnir í annan heim. Ensk- ur grasafræðingur, sem hjet David Nelson valdi brauðaldintrjen sem tekin voru, en liinir innfæddu liöfð- ingjar og alþýða voru hinir greið- viknustu og hjálpsömustu við leið- ekki sist á 1. stýrimanni, Fletcher Christian, sem var ungur maður og glaðvær en viðkvæmur i lund. Vildi hann ekki láta bjóða sjer meðferð þá sem Bligh beitti hann. Christian var líka duglegur sjómaðiir, sem mátti treysta, og það er algerlega rangt að reyna að gera úr honum mannliund, þó að hann stjórnaði samsærinu á „Bounty“. Samsærið hófst einn aprílmorgun vorið 1789 og hafði eflaust verið lengi i und- irbúningi. Samsærið. Þennan morgun hafði Bligh móðg- að stýrimann sinn svo, eftirminni- lega að hann greip til vopna gegn harðstjóranum. Með hnífinn blik- andi á lofti neyddi harin skipstjór- ann ofan i lítinn bát. F'lestir hinir stýrimennirnir vissu hve samsæri er hegningarvert, og þó að þeir hefðu mestu óbeit á framferði Blighs kusu þeir þó að fylgja skipstjór- anum. Alls fóru 19 manns i bátinn,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.