Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 34

Fálkinn - 18.12.1942, Qupperneq 34
28 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 j ólablaö bar<*aft Jðrgen Block: ÞEGAR NONNI SÓTTI JÓLIN SJÁLFUR. EINU sinni var alveg eins og jólin ætluöu ekki að koma. Nonni spurði hæði pabba og mömmu, því að þau vissu alt. En þau gátu ekki heldur skilið livað var orðið af jólunum. Það er víst af því að ekki er kominn neinn snjór, hugsaði Nonni; en svo fór að snjóa og samt komu engin jól. — Jólasveinninn hefir sofið yfir sig, skaltu sanna, sagði mamma. Að hugsa sjer ef það reyndist nú vera svo! Að hugsa sjer ef það færi nú svo, að engin jól yrðu i vetur? Og Hans spurði hann pabba sinn, hvort hann gæti ekki farið og vakið jóla- sveininn. En pabbi hristi bara höfuðið það væri ógerningur að fara í svoleiðis ferðalag á þessum tíma árs. Og með það varð Nonni að fara í bólið. EN svo vaknaði hann um miðja nótt. Tunglsljósið lagði inn um gluggann og í tunglsljósinu stóð jólasveinn með rauða húfu og sítt skegg. Það er bara jeg, sem á heima hjerna nppi á loftinu og sje um, að alt fari vel fram hjerna í húsinu, sagði litli jóla- /sveinninn. — En segðu mjer, Nonni litli, hversvegna fæ jeg engan jólagraut i ár? Það er vegna þess, að jól- in eru ekki komin ennþá, sagði Nonni. Hún mamma heldur, að jólasveinninn liafi sofið vfir sig. Þá fer nú í verra, sagði jólasveinninn. — Því að fái jeg ekki jólagrautinn minn eins og vant er, þá get jeg ekki litið eftir húsinu eins og á að vera. Og það vildi jeg ekki láta spyrjast um mig. Nonna fanst þetta skelfing leiðinlegt líka og honum lá við að gráta. Honum datt í hug að hlaupa fram úr og vekja hann pabba sinn, en þá kom jóla- sveininum gott ráð í hug. — Hvernig væri að við sækt- um jólin sjálfir? spurði hann. TVT ONNI fjelst undir eins á ’ þetta og nú flýtti hann sjer í fötin. En á meðan fann jóla- sveinninn sleða úr pappa, sem mamma hafði búið til banda Nonna kvöldið áður úr göml- um laufagosa. Svo blístraði hann ofur lágt og þá kom ljóm- andi falleg, grá mús hlaupanli fram úr ofnskotinu, og henni beitti hann fyrir sleðann. Nonni settist í sleðann en jólasveinn- inn stóð aftan á. Og svo óku þeir af stað. Þetta var meiri hraðinn. Mús- in hljóp svo hratt, að livorki vindurinn nje snjóflygsurnar höfðu við henni. Eftir dálitla stund komu þau að húsi. Þar var kornvisk handa fuglunum undír burstinni og í glugganum voru hnetur og rauð epli, sem áttu að fara á jóla- trjeð. — Purr-purr, sagði jóla- sveinninn, — þú skalt sanna til, að hjerna eiga jólin lieima. Og svo barði bann að dyrum. Það var opnað og íkornapabbi kom á skyrtunni fram á þröskuld- inn og hneigði sig. — Við jólasveinninn erum komnir hingað til að sækja jól- in, sagði Nonni. — Jólin eiga ekki lieima lijerna, það er bara jeg og mitl fólk, sem á heima hjerna, sagði íkorninn. — Við höfum látið bæði epli og bnetur í gluggann, svo að jólin skyldu koma, en það hefir ekki dugað, sagði i- korninn. — Jólin hljóta að hafa sofið yfir sig, sagð Nonni. — Það hjelt hún mamma líka, en nú verðum við að sækja þau, liverju sem tautar. — Góðu vinir, lofið þið mjer að kóma með ykkur, sagði í- korninn og svo vatt hann sjer i snatri í vetrarfeldinn sinn og steig svo á annan sleðameiðann að aftan, og svo hjelt sleðinn af stað aftur, svo hratt að tunglsljósið liafði ekki einu sinni við þeim. Nú komu þeir að torfbæ með bvítum strompi og upp úr strompinum vall reykur og neistaflug. Og eiminn af gæsa- steik og rauðkáli lagði að vit- um þeirra. — Purr-purr, sagði jóla- sveinninn. — Iljerna eiga jól- in áreiðanlega beima! Og svo drápu þeir á dyr. Það var opn- að áður en varði og í dyrunum stóð tófumamma og kinkaði kolli til þeirra. — Jólin eigi ekki heima hjerna, sagði hún, — við eigum ein heima hjerna, og jeg á bæði steik og kál í pottinum, en samt koma engin jól. — Jólin hafa sofið yfir sig, en við ei’um staðráðnir í að sækja þau, sagði Nonni. — Hún mamma segir þetta lika. — Blessuð börnin, lofið þið mjer að koma með ykkur, sagði tófumamma og vafði loðkrag- anum um hálsinn á sjer og setti upp hattinn sinn og steig á hinn sleðameiðann. Og svo þutu þau af stað aftur, svo hratt að mús- in sýndist eins og grátt strik i hvítum snjónum. "F'jEGAR þau höfðu ekið góða * stund komu þau inn í svarta skóginn. Það var sífell dimmara og dimmara og Nonni fór að verða áhyggjufullur. En þá birti alt í einu og svörtu grenitrjen fóru að líkjast risa- vöxnum jólatrjám. Stjörnurnar voru eins og kertaljós á greiiigreinunum og klakadrönglarnir voru eins og englahár. Og liugsið þið ykkur: alt í einu brunaði sleðinn upp að yndislegu húsi. Veggirnir voru úr stórum piparkökum, dyrnar úr súkkulaði, revkháf- urinn úr brjóstsykri og glugga- rúðurnar úr gulum og rauðum karamelluin. En í hundahúsinu við gaflinn lá lílill marsípangrís og steinsvaf. Og við garðshliðið stóð sleðinn jólasveinsins, Iilað- inn bögglum með jólagjöfum, tilbúinn til að fara af stað. Nú þurfti i Nonni ekki að spyrja, því að þarna hlutu jól- in að eiga heima. Jú, ekki bar á öðru, þarna ^at sjálfur jóla- sveinninn í afastólnum, bann sást greinilega gegnum glugg- ann. Og steinsvaf! Alveg. ems og marnma hafði Iialdið! — Nonni skreið upp á hnjeð á honum og íkornapabbi og tófumamma silt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.