Fálkinn - 18.12.1942, Síða 57
I
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942
Söguþæitir landpóstanna.
Það liai'a komið út margar ágæt-
ar bækur núna fyrir jólin, en að
öilum öðrum óiöstuðum kæmi- mjer
ekki á óvart þó að Söguþættir land-
póstanna yrði þeirra vinsælust. Því
að hjer er um svo merkilegt mál að
ræða,‘ að engum manni i'inst sjer
það óviðkomandi, jafnvel þó að
póstsamgöngurnar sjeu nú orðnar
með öðrum hætti en áður var og
framfarirnar i tækni liafi að surnu
leyti rýrt gildi póstanna.
ar. En póstferðirnar munu yfirleitl
hafa verið nólægt 15 ó hverju ári.
Þá var lijer lítið um vegi og brýr.
Póstarnir, sem fluttu landsbúum
brjef og blöð, urðu að þræða götu-
slóðana, sem hestarnir höfðu sjálf-
ir meitlað í lieiðar, urðir og sanda,
þeir.urðu að sundleggja he'stana sína
yfir stórárnar, hvernig sem veður
var, jafnvel þó jakaburður væri í
vötnunum og djúpt við skarirnar
undir báðum löndum. Þeir urðu að
Póslviii/nar Hans pósts oc/ Sigurðar Gislasonar.
Til þess að skilja hvers virði póst-
samgöngurnar voru fyrir liálfri öld
verða menn að minnast þess, að þá
var enginn sími i landinu og því síð-
ur útvarp. Fólk fjekk engar frjettir
i þá daga nema með póstunum.
Þeir fluttu Þjóðólf, ísafold, Fjallkon-
una og því um líkt, og hlöðin óttu
ekki þann keppinaut í þá daga, sem
þau eiga nú — þau voru lesin upp
til agna, ef svo mætti að orði kveða.
Enda voru þau minni fyrirferðar en
síðar varð. Þetta voru vikublöð, fjór-
ar blaðsíður og þær alls ekki stór-
rata óvarðaða vegi í btindhriðar
kafaldi.
Það eru til margar sögur af svað-
itförum póstanna, og ritið, sem hjer
er gert að umtalsefni, geymir marg-
ar þeirrg. Og það geymir líka lýs-
ingar á mönnunum sjálfum. Útgef-
andi hefir valið þó teiðina, að segja
Irá hverjum einstökum manni fyrir
sig, og skipar þeim í flokka eftir
landsfjórðungum. Só, sem þessar
tínur ritar, kyntist eingöngu póst-
um á Suðurlandsleiðinni, sem ýmsir
munu telja eina beslu póstleiðina á
Jón póstur i Galtarholti að teggja af stað i póstferð ásamt sainferðafóíki.
íslandi. Eftir að brýrnar komu á
Ölfusá og Þjcrsá, mátti lieita að
vatnsfallalausl væri austur í miðja
Rangárvallasýslu. En þaðan og
austur i Skaftafellssýslu vestri voru
ferleg vatnsföll. Þverá, Markarfljót,
Jökulsó á Sólheimasandi, Hafursá,
Klifandi, Fúlakvísl, Kúðafljót (en
póstlelðin tá jiá að sunnanverðu um
Mýrdalssand en ekki um Skaftár-
tunguna) voru öll óbrúuð. Og kom
það fyrir að pósturinn varð að liggja
úti á Mýrdalssandinum, milli ófærra
vatna á báða vegu.
Það er eins og póststarfinn liafi
gengið i ættir stundum, enda var
það ekki nema eðlilegt. Svo var t. d.
um Hannes póst og Hans son hans,
sem báðir önnuðust póstferðir bæði
á norðurleiðinni og austurleiðinni
fró Reykjavík. í bókinni birtist
skemtilegt brjef frá Hannesi póst, til
Þorsteins Erlingssonar, sem þá var
ritstjóri Arnfirðings. Hafði Þorsteini
borist fregn um að Hanues væri tát-
inn, og er það tilefni brjefsins, að
Hannes leiðrjettir þessa hviksögu.
Lýkur hann brjefinu á þessa leið:
„Ef þjeT vilduð nokkuð geta mín
oftar í btaði yðar, livorl heldur væri
meðan jeg er lifandi, eða þá, ef jeg
væri dauður, og þjer lifðuð, þá ætl-
ast jeg til, að þjer getið notað úr
þessu (brjefi) það, sem yður þykir
nýtilegt, og svo kastað ruglinu." En
lvristleifur fræðimaður á Kroppi
kemst þannig að orði um þó feðga,
Hannes og Hans: „Hannes og Hans,
sonur lians, voru um langt skeið
póstar. Þeir voru tiinir áreiðanleg-
ustu í öllum skuldaskilum ,höfðu
úrvalshesta og brutust yfir altar ó-
færur með einhug og kjarki. Ekki
tilheyrðu þeir þeim flokki manna,
sem með rjettu má kurteisa kalla.
Gátu þeir liaft kaldyrði og skæting
á reiðum Iiöndum, þegar þeim bauð
svo við að horfá, en undir þeim yf-
irborðsskráp áttu þeir góða parta.“
Útgefandi' bókarinnar, Helgi Val-
týsson, hefir valið þó leiðina, við
útgáfu þessarar bókar, sem rjettust
er, að safna frásögnum kunnugra
manna, hverjum á sínum stað, og
nota ummæli þeirra. Ekki verður
það talið hjer hve margir þeir eru,
en fjölbreytni er svo mikil í frásögn
og lýsingum, að bókin verður eftir-
tektarverð fyrir þó sök. Vigfús Guð-
mundsson á mikið í bókinni og liefir
m. a. skrifað innganginn að lienni.
Þá eru myndirnar, sem tekist hefir
að ná i bókina einkar mikils virði.
Birtast hjer sýnishorn af þeim. Alls
yfir má ýkjulaust segja það um Sögu-
þætti landpóstanna, að hjer er svo
mikill og góður fróðleikur saman
kominn, að hún er hinn mesti feng-
ur öllum þeim, sem látá sjer ant um,
að því sje haldið til liaga, sem vel
hefir verið gert. Hafi útgefandi og
forlagið bestu þakkir fyrir.
Útbreiðið „Fálkann“
i
IX
Endurminningarnm
Einar Benediktsson
Ein al' síðustu jólabókunum i ár
verður sennilega með þeim vinsæl-
ustu. Þar eru endurminningar frú
Valgerðar Benediktsson um mann
sinn, þjóðskáldið Einar Benedikts-
son. Guðni magister Jónsson liefir
skrásett þessar endurminningar, en
frásagnarstýll frú Valgerðar nýtur
sín fyllilega, því að það leynir sjer
ekki, að skrásetjarinn notar að jafn-
aði liennar eigin orð.
Það er fallegur óður, sem frú Val-
gerður kveður manni sínum i þess-
ari bók. Af engum íslendingi þess-
arar aldar hefir staðið jafnmikill
Ijómi og lionum. Gáfur hans og
glæsimenska voru þeim ágætum, að
enginn sem sá hann eða heyrði,
gleymir honum.
Ýmsir þjóðkunnir menn hafa lagt
til í bókina minningargreinar um
skáldið. Benedikt Sveinsson bóka-
vörður segir sannleika, er hann
kemst svo að orði, að hann liafi eng-
um manni kynst, „er hafi liaft
glæsilegri hugsjónir um hag íslands
og framtíð þjóðarinnar en Einar
Benediktsson. „Og margir munu þeir
vera, sem óska jiess, að liann hefði
lifað þessi árin, sem núna eru að
líða, bæði lil þess að sjá ýmsar
spár sínar rætast.
Ritið er prýtt myhdum eftir Jó-
hannes Kjarval, Ásgrím Jónsson,
Guðmund frá Miðdal, Gunnlaug
Blöndal, Eggert Guðmundsson og
Jón Epgilberts.
. J. V. Ðaístein:
Frostrósir.
Þegar loks jeg fer á fætur,
fáum kasta drauma-sýnum.
fíullinperlur, Dagsins dætur,
dragaSt fast að glugga mínum.
Undralönd þar er að lítu,
ótal sólir margra skugga.
Hefir skóga skjalla-hvíta
skrifað nótt á litinn glugga.
Þarna festi rósin rætur
rann svo undan dagsins eldi.
Fgrr en varir lif hún lœtur.
Lifnar aftur seint á kveldi.
Kuldi er úti, inni hlýja.
Andstæðurnar lífið skapa.
Enn vjll nóttin endurnýja
isuð blóm, sem áttu að hrapa.
Degi hallar. Stjörnur stara.
Stgnur frost i nætur-skúgga.
Kuldaskógar fölir fara
að festa rót á litlum glugga.
Úti veður illa lætur,
öldur falla þungt að dröngum.
En þegar frost á glugga grætur
gleðst það gfir mínum söngvum.
SÖGUÞÆTTIR L ANDPÓSTANNA er þ jóðlegasta jólag jöfin
Kaupið þessa sérstæðu bók strax í dag. Á morgun getur það orðið of seint.