Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 10
Skúlí Skúiason, fyrrverandi ritstjóri FÁLKANS: TVEIR NOREGSKO Fyrir tæpum 700 árum urðu stórtíð- indi í sögu íslands. Þjóðin gekk Noregs- konungi á hönd og gerði Gamla sátt- mála við Hákon konung gamla, sem að vísu ekki varð eins gamall og ætla mætti af viðurnefninu, því að hann dó í herferð gegn Alexander Skotakonungi árið 1263, aðeins 59 ára. En „gamli“ var hann nefndur til aðgreiningar frá Há- koni syni sínum, sem hann hafði gefið konungsnafn árið 1240, en dó fjórum árum á undan honum, svo að Magnús, næstelzti sonur Hákonar gamla erfði ríkið og var kallaður lagabætir. Kemur hann mikið við íslenzka lagasetningu. Tveir synir hans, Eiríkur og Hákon, réðu ríkjum eftir hann í tæp fjörutíu ár, til 1319, en þá dó út karlleggur kon- ungsættar Sverris og Haralds hárfagra. En Ingibjörg sonardóttir Magnúsar laga. bætis giftist Eiríki Fólkungahertoga hinum sænska og Magnús sonur þeirra varð síðar konungur í Noregi, en fól Hákoni VI. syni sínum konungsvaldið Ólafur konungur V. varð konungur 1957. Á myndinni sést konungurinn og Haraldur krónprins yfirgefa dóm- kirkjua í Þrándheimi eftir að bless- un hafði verið lýst yfir starf kon- ungs fyrir land og þjóð. að nokkru leyti 1355, og stýrði hann ríkinu til dauðadags, haustið 1380. Há- kon VI. kvæntist Margarete Valdimars- dóttur Danaprinsessu og af því hjóna- bandi hlutust hin stjórnarfarslegu te’ngsl Dana og Norðmanna. Árið 1370 eignuðust þau ríkiserfingjann Ólaf, sem Margarethe lét taka til konungs í Dan- mörku árið 1375, en Noregskonungur varð hann við lát föður síns, fimm ár- um síðar, en raunverulega stjórnaði Margarethe báðum ríkjunum. Ólafur konungur IV. dó 1387. Síðan varð langt hlé á því vinsæla konungsnafni: 570 ár. — ísland hefur þannig haft fjóra al- norska konunga og þrjá af Fólkunga- ætt áður en hin danska konungsætt settist í hásætið. — Undir dönskum konungum voru Norðmenn síðan í meira en 400 ár og undir sænskum í nær 100 ár, en við íslendingar héldum konungssambandi við Dani í meira en hálfa sjöttu öld. Tuttugasta öldin hefur gefið Noregi innlendan konung á ný, og íslandi stjórnarfyrirkomulag, sem svip- ar til þess, sem í fyrstu var ætlast með stofnun Alþingis. Þegar sambandsslitin urðu milli Nor- egs og Svíþjóðar vorið 1905, voru marg- ir þeirrar skoðunar, að Noregur mundi verða lýðveldi. Noregur átti enga syni, sem ætternis vegna gátu gert tilkall til ríkis, lagalega eða siðferðislega, og Norðmenn voru taldir róttæk þjóð, stjórnarskrá þeirra var frjálslegri en annarra norðurlandaþjóða og sambúðin við Dani og Svía hafði stundum ekki verið sem bezt til þess fallin að auka dálæti á konungum. Ýmsir talsmenn lýðveldisins, þjóðfræg skáld og andans höfðingjar, mæltu eindregið með lýð- veldisstjórn. En svo rík voru áhrif sögunnar að Norðmenn aðhylltust mjög einhuga konungsstjórnina þegar á átti að herða. Ég hef heyrt mæta Norðmenn segja, að það hafi öllum öðrum fremur verið Snorri Sturluson, sem réði úrslitum at- kvæðagreiðslunnar um konungsdæmi 1905, og svo mikið er víst að hann hefur öðrum fremur haldið lifandi endur- minningunni um hina fornu Haralda, Ólafa og Hákona, svo að ljómi stafar af þeim enn í meðvitund hvers þjóðræk- ins norsks manns. Noregs konunga sög- ur sagnritarans í Reykholti urðu norskri þjóðernismeðvitund sá orkugjafi, sem þeir búa að enn í dag. Á yfirborðinu var það utanríkismála- deila, sem olli skilnað Norðmanna og Svía. En í rauninni voru Norðmenn orðnir leiðir á sambúðinni. Þeir stóðu út á við í skugga Svía. En allan síðari ■ & : -v ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.