Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 24
Cltykýan FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH . ANNAR HLUTI „Já, þú ert að skrafa um þindina í þér, en mér er alveg sama um hana. Ég fékk alltaf velgju í skólanum, þegar við' vorum látin skoða þessar lituðu teikningar af mannslíkam- anum, innvortis og útvortis. Mér finnst það hálf ógeðslegt að sjá sjálfan sig að innan.“ „Cornell,“ muldraði Lock svo lágt að engir hinna gestanna í klúbbnum gátu heyrt til hans. Helen settist aftur. „Nú ferðu að taka sönsun, — hvað meira?“ „Ekkert méira. Ég sagði bara Cornell.“ „Ég heyrði það. Ég er kannske ekki eins mikið gáfnaljós og þú heldur. Það getur jafnvel komið fyrir blaðamenn að. heilavefurinn í þeim fari í flækju.“ „Ég vildi óska að þú segðir þessum blaðskratta upp vist- inni og kæmir í félag við mig,“ andvarpaði Meredith. „Á ég að skilja þetta sem hjúskapartilboð? . . . Ég verð að tala við málaflutningsmanninn minn áður en ég svara ...“ „Herra minn trúr... hver mundi dirfast að bjóða þér upp i hjónasæng með sér — annars Þekki ég mann, sem væri boðinn og búinn til að fremja sjálfsmorð út af þv...“ „Þú átt við . . .?“ spurði Helen og það vottaði fyrir brosi á vörunum á henni. Meredith benti á dyrnar. Án þess að þau tækju eftir hafði murrbjallan yfir afgreiðsluborðinu gefið hljóð frá sér, og þjónninn hafði þrýst á hnappinn svo að dyrnar opnuðust. Dave Dott hafði ljósmyndavélina sína í reim um öxlina. Hann var all-ferlegur ásýndum, því að án þess að hann vissi höfðu sótflyksur frá brunanum í loðskinnaverzluninni sezt á víð og dreif á andlitið á honum. Hitinn frá bálinu mun hafa komið út á honum svita og svo hefur hann Þurrkað sér í framan með vasaklútnum, um ennið og kinnarnar. Hann var líkur A1 Johnson þegar hann söng „Sonny Boy“ í kvikmyndinni forðum. „Afsakaðu að ég kem nokkuð seint,“ sagði hann við Helen. „Hefur þú fengið þér að borða?“ Hún kinkaði kolli. Dave settist á stólinn andspænis Lock Meredith. Lock horfði á blaðaljósmyndarann og rak upp skellihlátur. „Svarti Örn í fullum skrúða,“ skríkti hann. „Hvar hef- urðu náð í fyrirmyndina að þessari fallegu teikningu á enn- inu á þér?“ „Meredith var að enda við að biðja mín,“ sagði Dave þung- búinn. „Hann á sex konur fyrir.“ Helen brosti. „Þvættingur!“ urraði njósnarinn Meredith. Dave leit upp. „Segirðu þvættingur?“ spurði hann reiður. „Já, fjandinn fjarri mér -—- ég hef ekki beðið stelpunnar. Þetta var viðskiptamálefni og ekkert annað.“ „Ég þekki hann,“ sagði Dave og sneri sér að fréttastúlk- unni, „hann er meinhættulegur eins og skellinaðra. Viðskipta- málefni, svei attan . .. alræmdur hjúskaparsvikari, það er það sem hann er.“ „Cornell," sagði Meredith með áherzlu. Dave bað þjóninn um flesksneið og nýru, ásamt viskí og öli, alveg eins og Meredith. „Já, Cornell... verzlunin hans er brunnin. Það eru ýmsir, sem vita það nú orðið,“ sagði Dave Dott. „Ég vil ráðleggja Helen að vera dálítið hugulsöm við 24 FÁLKINN Cornell. Ég sá augnaráðið hans þegar hún fór til hans á gang- stéttina þarna við brunann.“' „Það er engin ástæða til þess að gera ungar stúlkur kvíða- fullar með svona sneiðum. Hver einasti blaðalesandi undir lögaldri sakamanna veit að New York er eins og frumskógur, þar sem þrjár milljónir kvensamra karlmanna sitja um hverja einustu laglega stúlku sem þeir sjá.“ Lock Meredith ýtti glösunum og diskunum til hliðar. Reyk- inn lagði upp frá pípunni hans í smágusum, eins og frá hrað- lest á fullri ferð. „Það vottar hvergi fyrir spori í þessum bölvuðum bruna- málum, sagði hann hátíðlega. „Spurðu hann góðvin þinn i lögreglunni, Pál Sanders... hann veit ekki hvað hann á til bragðs að taka. Tíu stórbrunar á tveimur mánuðum, vátrygg- ingarupphæðin rúmlega hálf önnur milljón dollarar samtals — og lögreglan finnur engin spor. Vátryggingarfélögin eru að tryllast af vonzku, því að þeim hefur aldrei til hugar kom- ið, að þau gætu orðið fyrir svona blóðtökum. Og svo láta þau gremju sína bitna á veslings njósnurunum sínum, sem þau hafa leigt til að hjálpa sér til með að gera útgjöldin sín sem allra minnst — og helzt engin. Og eigi að síður hafa sex vátryggingarfélög orðið að borga út hálfa aðra milljón doll- ara á tveimur vikum. Það er þetta, sem ég kalla kaupsýslu- mál.“ „Fyrir hvern?“ spurði Helen forviða. „Fyrir þann, sem hefur kveikt í,“ svaraði Meredith. Dave hafði fengið nýrun sín og fleskið og virtist vera týndur um- heiminum um stundar sakir. „Það er Þá eins og ég sagði,“ sagði Helen hreykin. „Allir þessir tíu brunar eru af manna völdum." „Vafalaust,“ sagði Meredith.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.