Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 13
konungs, og voru þó báðir lýðveldis- sinnar í gamla daga. „Ditt löfte, Alt for Norge, det har Du trofast holdt. Mens vi stod fram pá torget og ropte pá revalt, —“ segir Överland í sínu konungskvæði. Ljósari sannanir fyrir hinum dæmafáu vinsældum verða ekki fengnar. í upp- hafi konungsdæmis sína var Hákon konungur sjöundi virtur og vinsæll, en þegar hann skildi við þennan heim, eft- ir 52. ára ríkisstjórn, 21. sept. 1957, var hann dáðari og elskaðri en nokkur þeirra fimmtíu Noregskonunga, sem á undan honum voru gengnir. Og aðeins einn þeirra, Kristján IV., ríkti lengur en hann. Maud drottning andaðist í London 20. nóvember 1938. ÓLAFUR KONUNGUR FIMMTI, sem nú heimsækir ísland ■—■ og er fyrsti Noregskonungur, sem stigið hefur hér fæti á land, — hefur alizt upp með þjóð sinni frá blautu barnsbeini, því að hann var aðeins rúmlega tveggja ára er hann kom á norska grund, á handlegg föður síns, haustið 1905. Hann er því sam- gróinn þjóðinni frá öndverðu og þekkir allar stéttir manna út í æsar. Frá barns aldri hefur hann verið ástmögur þjóð- arinnar. Hann gerðist fljótt afreksmað- ur í skíðagöngum og skemmtisiglingum og eignaðist vegna íþróttanna fjölda vina. Lagði stund á hermennsku og stjórnfræði og fór þegar eftir myndug- leikaaldur að taka þátt í ríkisráðsfund- um með föður sínum og var því orðinn gagnkunnugur stjórnarathöfninni löngu áður en hann tók ríki. Þann 21. marz 1929 gekk hann að eiga Marthu Svíaprinsessu, dóttur Carls hertoga og Ingeborg Danaprin- sessu. Mártha krónprinssessa var fædd í Stokkhólmi 28. marz 1901. Þeim Ólafi konungi varð þriggja barna auðið. Ragnhild Alexandra fæddist 9. júlí 1930 í höllinni í Osló. Hún giftist 14. maí 1953 Erling Sven Lorentzen forstjóra og eiga þau heima í Suður-Ameríku. Næst er Astrid Maud Ingeborg, fædd 12. febr. 1932, og giftist 12. janúar s.l. John Martin Ferner stórkaupmanni. Þó að báðar systurnar séu giftar mönnum úr borgarastétt halda þær prinsessutitlin- um eftir sem áður. Þriðja barn Ólafs konungs er ríkiserfinginn, Haraldur Noregsprins, fæddur 21. febrúar 1937. Hann er enn ókvæntur og stundar nám í Oxford. Mártha krónprinsessa andaðist 5. ap- ■ mmm . \i ... , v: . .' '..■■■. ; v > : - S : ríl 1954. Var þá þjóðarsorg í Noregi, því að krónprinsessan var vinsæl svo af bar, fyrir ljúfmennsku við alla og frá- bæran áhuga fyrir ýmsum nytsemdar- málum, ekki sízt því, sem miðaði að því að bæta kjör þeirra sem bágt áttu og hlúa að sjúku fólki. í þeim anda starfar stofnun, sem við hana er kennd: Kronprinssesse Mártha Minneford. Krónprinsessan varð að flýja land til Ameríku á stríðsárunum ásamt börn- um sínum, og starfaði þar ótrauðlega að bæta hag norskra manna, sem dvöldu þar um stundarsakir. Norskur höfðingi, Wedell Jarlsberg gaf Ólafi þáverandi krónprins óðalsetr- ið á Skógum (Skaugum) í brúðkaups- gjöf. Þar bjó krónprinsinn lengstum meðan hann var krónprins, en síðan í konungshöllinni í Osló. Þriðji konungs- bústaðurinn er Bygdö kongsgárd, en þar dvaldi Hákon konungur að sumar- lagi. í Bergen er og konungsbústaður fyrir utan borgina, gefinn af stjórn- málaforingjanum Chr. Michelsen. Ástsæll er Ólafur konungur, ekki síð- ur en faðir hans. Hann er maður glögg- ur og víðsýnn, frjálslyndur í skoðunum og þýður í samvinnu við stjórn sína. Hann gerir sér mikið far um að halda sem beztum tengslum og kynnum við þjóðina og ferðast því mikið og er ólat- ur að verða við óskum víðsvegar að, þegar vígja skal mannvirki eða reisa minnismerki. En honum er lítið gefið um ytri viðhöfn. Þannig lét hann ekki krýna sig til konungs í Niðarósi, svo sem gert höfðu næstu konungar á und- an honum, en fór hins vegar til Niðar- óss og lét signa sig í dómkirkjunni þar, og í sambandi við það fór hann um marga staði sunnan Þrændalaga. Og aðra ferð fór hann síðar, alla leið norð- ur á landsenda ríkis síns. — Þó að Ólafur konungur sé fyrsti Noregskonungur, sem til íslands hefur komið, kemur hann þó ekki á ókunnar slóðir er hann heimsækir íslenzku þjóð- ina. Sem krónprins kom hann hingað í júlí 1947 og afhjúpaði líkneski Snorra í Reykholti 20. júlí. — „Minnismerkið er til þess gert og þess vegna afhjúpað hér í dag, að við Norðmenn viljum lýsa á varanlegan hátt, í hve mikilli þakkar- skuld við teljum okkur vera við þenn- an ódauðlega sagnaritara,“ mælti hann þá. íslendingar fagna komu þessa æðsta manns þjóðar þeirrar, sem okkur er skyldust allra. Mætti koma konungsins verða til þess að styrkja þau vináttu- bönd, sem eru milli þjóðanna, og stuðla að auknum kynnum og samstarfi. Sk. Sk. Á Eiðsvelli, sem er 65 km norður frá Osló, var í febrúar 1914 hald- inn fundur 112 fulltrúa, sem kosn- ir voru af kjörmönnum í sveitum og borgum. Fundurinn lýsti því yfir, að Noregur skyldi vera algerlega sjálfstætt ríki. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.