Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 6
 INGER LARSEN, sem var bú- sett hér á landi um sex ára skeið, en starfar nú við sjón- varpið danska, kom hingað til lands fyrir nokkru ásamt fleiri sjónvarpsmönnum til þess að taka upp efni um ísland. Þau dvöldust hér í fjórtán daga og tóku upp 5000 metra filmu af efni og úr því verða fimm dag- skrár. Sú fyrsta hefur þegar verið flutt, en hinar munu fylgja í kjölfarið á næstunni. Ein dagskráin verður eingöngu viðtal við Halldór Kiljan Laxness, sem Inger Larsen hafði við skáldið. Laxness segir í viðtalinu frá ritstörfum sínum, menningarlífi almennt á íslandi og minnist meðal annars á hættuna á „ameríkaniseringu“ vegna Keflavíkurflug- vallar. ★ EIGINKONA söngvarans fræga, Lauritz Melchiors, var nýlega að gera innkaup í Hollywood. í einum búðar- glugga kom hún auga á næf- urþunna, gagnsæja náttkjóla í ýmsum litum. Hún keypti einn fyrir sjálfa sig og annan, sem hún ætlaði til gjafar. Hún sendi hann vinkonu sinni í Þýzkalandi, sem hún hafði ekki séð nokkur ár. — Sér til mikillar furðu, móttók eigin- kona söngvarans, frú Kleinchen, þakkarbréf frá vinkonunni nokkru síðar. í bréfinu stóð: — Ég er því miður orðin of gömul til að ganga í svona kjólum. En ég gaf frænku minni kjól- inn og hún gerði mikla lukku í honum á balli í gærkvöldi! ★ FRANSKA greifynjan Berna- dotte, ættingi sænsku kon- ungsfj ölskyldunnar, hefur á- kveðið að taka tilboði upp á milljón gamla franka, — á að gizka 750 000 krónur — fyrir einn einasta kjölturakka. Það er Bandaríkjamaður, sem vill kaupa einn af kjölturökkum greifynjunnar fyrir þetta yfir- gengilega verð. Greifynjan hefur lengi háft mikið dálæt.i á hundum og á nú sem stend- ur rúmlega 50 hunda. Hvuttinn, sem seldur var, er af sérstaklega góðu kyni og hefur ver- ið alinn upp á hávísindalegan hátt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.