Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 12
Konungshöllin í Noregi. Hann fékk í uppvexti sjóliðsforingja- menntun, tók sjóliðsforingjapróf 21 árs og var síðan starfandi liðsforingi á ýms- um dönskum herskipum og fór víða um lönd. Meðal annars kom hann til íslands um aldamótin á „Heimdalli“. Hinn 22. júlí 1896 kvæntist hann Maud Eng- landsprinsessu, dóttur Játvarðar kon- ungs VII. Einkabarn þeirra er Alexand- er Christian Frederik, núverandi Ólaf- ur konungur, fæddur í Appleton House í Englandi 2. júlí 1903, en þar bjuggu þau hjónin öðru hverju í þá daga. Það má segja að hin nýju konungs- hjón Noregs hafi komið ókunn í ríki sitt er þau stigu á land í Osló 25. nóv. 1905, réttri viku eftir að Stórþingið kaus hann til konungs. Hann valdi sér konungsnafnið Hákon 7, og syni sínum Ólafsnafnið og tengdi þannig saman hið forna og nýja konungsdæmi. En jafn- framt urðu vonbráðar sterk tengsl milli konungsfjölskyldunnar og þjóðar- innar. Nýi konungurinn varð fljótt vin- sæll, hann þótti alþýðlegur í viðmóti og karlmannlegur, og sagði meiningu sína hispurslaust við hvern sem var, oft á svo gamansaman hátt að frægt varð. Hann kynntist fljótt landi og þjóð, ferð- aðist mikið og kynntist mörgum. Hann var áhugasamur um íþróttir; siglinga- maður var hann ágætur frá forni fari, en í Noregi varð hann skíðamaður af lífi og sál og jafnan viðstaddur mótin á Holmenkollen og landsmót skíða- manna. Studdi hann eindregið að gengi íþróttanna og sýndi afreksmönnum í í- þróttum margan sóma. Hina löngu stjórnartíð hans urðu aldrei alvarlegir árekstrar milli hans og þings og stjórnar. Hann var lýðræðis- konungur í orðsins fyllstu merkingu og samvinna hans við ráðuneyti hans, hvaða flokks sem þau voru, var jafnan snurðulaus, enda varð hann undantekn- ingarlaust vinur allra ráðuneytisforseta sinna, og þeir hans. Frestandi neitunar- valdi, sem honum var heimilað í stjórn- arskránni beitti hann aldrei. í nær 35 ár hafði norska þjóðin feng- ið að lifa og þróast í friði, undir stjórn Hákonar konungs áður en alvarlegustu tíðindi þessarar aldar urðu í Noregi. Norðmönnum tókst að komast hjá fyrri heimsstyrjöldinni sem hernaðaraðili, þó að vísu misstu þeir meira en helm- ing flota síns og fjölda vaskra manna í sjóinn. En í styrjöld höfðu þeir ekki staðið talsvert á aðra öld þegar Þjóð- verjar réðust inn í land þeirra 9. apríl 1940, án þess að gera boð á undan sér með stríðsyfirlýsingu. r gr Islendingar fagna komu Olafs Noregs- konungs. Mætti koma hans styrkja þau vináttubönd, sem eru milli þjó&anna, og stuðla að auknum kynnum og samstarfi. Það var á þeirri örlagastundu, sem Hákon konungur fékk fullt tækifæri til að sýna, að þjóð er stundum nauðsyn að eiga konung. Ætlun Þjóðverja hafði verið sú, að ná konunginum á sitt vald og láta hann sitja í eins konar stofu- fangelsi til stríðsloka. Sú áætlun mis- tókst, bæði vegna þess að herskipið ,,Blucher“ var skotið í kaf skammt fyrir sunnan Osló og vegna þess að ríkis- stjórnin og C. J. Hambro stórþingsfor- seti urðu snarari í snúningunum en Þjóðverjar höfðu búizt við. Konungur og krónprins, ráðuneytið og þeir af þingmönnum sem til náðist, héldu þeg- ar á burt frá Osló og í Elverum sam- þykkti Stórþingið að gefa ríkisstjórn- inni einræðisvald þangað til löglegt þing gæti komið saman aftur. Þýzkur her elti þá feðga, Hákon konung og Ólaf með vélbyssuskothríð og munaði ekki > nema mjóu að þeir kæmust lífs af eftir að óvinirnir gerðu aðsúg að þeim við Nybergsund, þar sem þeir leituðu hæl- is í skóginum. Fræg er orðin myndin af þeim feðgum, með björkina á milli sín, sem tekin var við Nybergsund. Hún er táknræn: þeir standa vörð við björkina en björkin hlífir þeim. Þjóðverjar sóttu fram og í byrjun júní var andstaða norska hersins brotin á bak aftur í Suður-Noregi, og konung- ur og ríkisstjórn urðu að hörfa úr landi og lifa í útlegð í fimm ár. En þó kon- ungur væri fjarri voru áhrif hans á bar- áttukjark þjóðarinnar aldrei meiri en nú. Þegar Quistling hóaði saman mála- myndaþingi og skoraði á konung að leggja niður völd, svaraði hann því ein- dregið neitandi og ítrekaði að það væri útlegðarstjórnin í London, sem væri eina löglega stjórnin í landinu. Það varð aldrei nema hinn fámenni hópur Quislings, sem viðurkenndi stjórn hans — innan við 100.000 manns. En kon- ungurinn var sameiningartákn allra hinna. Og stjórnin í London kom á fót her, sem varð virkur aðili, og gerði út , meginið af skipaflota Noregs frá Eng- landi, en hann átti beztan þáttinn í því að sjá Bretum fyrir eldsneyti handa flugvélunum þegar mest,Já á, í orust- unni um England, sumarið 1940. Þann 14. maí 1945 kom Ólafur ríkis- * arfi heim til Noregs aftur úr útlegðinni, sem hæstráðandi herafla þess, sem bandamenn sendu til Noregs. Þýzki her- inn í Noregi hafði gefizt upp 8. maí. Liðsmenn andstöðuhreyfingarinnar tóku á móti honum og þá var fagnaðar- dagur í Noregi. Og eigi var fögnuður- inn minni er konungurinn kom heim úr útlegðinni, 7. júní. . „Det var engang en konge vi ga várt hjerte til,“ segir Inger Hagerup skáld- kona í gullfallegu kvæði, sem konungi var flutt á hátíð í Nationalteatret þá um haustið. Inger Hagerup er róttæk í skoðunum og var bókmenntaritstjóri kommúnistablaðsins Friheten. Og önn- ur fögur kvæði orktu skáldin Nordahl Grieg og Arnulf Överland til Hákonar 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.