Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 30
UTL^i Í3AGAN EYRA BRYTANS Hann tók alltaf í eyrnasnepilinn á sér meðan hann hugsaði sig um ... Gimsteinaþjófurinn hafði farið snyrti- lega að öllu. Þarna í stóru íbúðinni sást ekkert, sem gat bent á að þjófar hefðu verið í næturheimsókn. Þjófurinn hafði farið beina leið að litla geymslu- hólfinu í þilinu, sem dýrgripir fjölskyld- unnar voru geymdir í, og stolið úr því. Og þetta var maður, sem vissi hvað hann söng. Allir dýrmætustu gimstein- arnir höfðu verið valdir úr. Sérfróðu mennirnir í Chicagolögregl- unni höfðu haft ýmislegt af þessu tagi með höndum upp á síðkastið, en ekki náð í þjófana. Og einnig í þessu til- felli virtist erfitt að rekja nokkur spor. Larkin fulltrúi yfirheyrði heimafólkið sjálfur. En enginn hafði orðið var við neitt grunsamlegt. Sumt af þjónustu- fólkinu hafði verið ráðið svo til nýlega, og vitanlega yfirheyrði Larkin það sér- staklega ítarlega. Chambers bryti var einn af þeim nýrri. Fulltrúanum leizt vel á hann — hann sagði rólega og greinilega frá, svaraði öllum spurning- um greiðlega og sýndi í öllu, að hann væri stöðu sinni vaxinn. Hann kvaðst harma það, að geta ekki gefið neinar upplýsingar, sem gagn væri í. Larkin var í þann veginn að hætta yfirheyrslunni, þegar hann tók eftir kæk, sem brytinn hafði. Hann tók alltaf í eyrnasnepilinn á sér meðan hann hugs- aði sig um hverju svara skyldi. Og nú rofaði fyrir gamalli endur- minningu hjá Larkin: Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann séð auglýst eftir manni, sem grunaður var um morð .... — Uss-suss! Ekkert svona kyssirí héma! Hann mundi ekki hvar og ekki nánari atvik. En eitt mundi hann: í lýsingunni var getið um að þessi sakamaður nugg- a'ði á sér eymasne'pilinn, þegar hann væri að hugsa um eitthvað .... — Viljið þér skreppa með okkur á lögreglustöðina sem snöggvast? sagði Larkin við brytann. Það eru nokkur smáatriði eftir, sem við þurfum að spyrja yður um. Larkin sá ótta bregða fyrir í augum brytans rétt í svip. Og nú þóttist hann vita, að brytinn þyrfti eitthvað að dylja.------- Larkin fulltrúi ók með brytann á stöðina, og lét hann bíða meðan hann skrapp frá til að blaða í auglýsingum um glæpamenn. Hann var ekki margar mínútur að sjá, að hann hafði fengið feitan drátt á öngulinn. Hann hafði náð í morðingja — og auk þess mann, sem vafalaust var viðriðinn marga gim- steinaþjófnaði í Chicago! Chambers bryti var enginn annar en alþjóðlegur glæpamaður og útfarinn gimsteinaþj ófur — sem hét réttu nafni Howard de Weese! Ári áður hafði de Weese skráð sig í gestabók hótels í Salt Lake City ásamt dömu, sem hann sagði að væri konan sín. Hann kvaðst vera kaupsýslumaður, og engum datt í hug að setja hann í samband við gimsteinaþjófnaðina, sem framdir voru skömmu eftir að hann kom í borgina. Heimafólkið í gistihús- inu þóttist vita, að hjónin væru mjög rík. Frúin var hlaðin dýrustu djásnum. Einn góðan veðurdag var maðurinn horfinn. Og konan fannst myrt í her- berginu þeirra. Lögreglan rak augun í að engir af dýrgripum hennar voru þarna. Líklega var hér um ránmorð að ræða. Það tók langan tíma að finna morðingjann. Loks komst það upp, að hann var enginn annar en Howard de Weese, sem hafði falsað nafn sitt. Konan var rík frú frá New York, sem hafði orðið ástfangin af de Weese og hafði ekki hugmynd um hvílíkur óbóta- maður hann var. Hann hafði flekað hana með sér í „brúðkaupsferð“ og síð- an myrt hana til þess að komast yfir gimsteina hennar með hægu móti. Það var líkast og jörðin hefði gleypt de Weese. Lýsing á honum hafði verið send öllum lögreglustöðvum. Margsinnis áður hafði verið lýst eftir honum út af gimsteinaþj ófnaði, en Þetta var al- varlegra. Þetta var morð. Og nú var birt nákvæmari lýsing en áður á mann- inum og háttalagi hans. Meðal annars var þess getið, að hann tæki í eyrna- snepilinn á sér þegar hann hugsaði. Þessi smákækur, sem hann vissi ekki um sjálfur, varð til þess að Chicago- lögreglan tók de Weese fastan þennan sama dag. Hann þrætti lengi fyrir morð- ið og aðra glæpi sina, en loks fannst honum ráðlegast að meðganga. Hann hlaut líftjón fyrir afbrot sín. Á þumalfingrinum. 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.