Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 31
KÖKUR QG KAFFI OG KÖKUR Þótt flestum körlum þyki ekki sérlega gaman að sitja í löngum kaffiboðum í fjölskyldunni eða hjá tengdafólkinu, þá er erfitt fyrir þá að bera of oft við yf- irvinnu eða lasleika, ef þeir vilja ekki valda stórmóðgunum. Þess vegna dratt- ast þeir með konura sínum, fúlir í skapi, en setja þó upp gervibros, þegar faðm- lögin byrja. „Skelfing er langt síðan ég sá sig síð- ast! Þú ert sjálfur orðinn svo fyrir- mannlegur; hárið þynnst og ýstran þykknað, ha, ha!“ Svo verður maður að ganga rúntinn og heilsa öllum með handabandi. Síðan er að finna sér stól til að tylla sér á, og velur maður gjarnan eitthvert hornið, þar sem aðrir þjáningabræður hafa hreiðrað um sig. Konurnar setjast gjarn- an í sófann og þar í kring, og er um að gera að láta ekki loka sig inni í sófanum í öllum kvennafansinum. í því hef ég einu sinni lent og langar ekki til þess aftur. í flestum svona boðum er haldið mjög stíft að manni tóbaki. Árvökul augu húsbændanna reika á milli gestanna, og um leið og einhver þeirra drepur í vindli eða sígarettu, þá er hinum sama boðið meira tóbak og ekki linnt látun- um fyrr en eldur er kominn í nýjan vafning. Þegar ég var yngri, og ekki byrjaður að reykja, lenti ég 1 því í svona kaffigilli, að ég var bókstaflega neydd- ur til að reykja tvo vindla. Það var bara hlegið að mér, þegar ég sagði, að ég reykti ekki. Loks varð ég að fara fram á klósett og gubba. Svo er talað. Konurnar eru háværar, enda eru þær á heimavelli, ef svo mætti að orði kveða. Þær segja kjaftasögur, tala um megrun og mat, djarfar, dansk- ar kvikmyndir og stundum jafnvel þjóðmál. Annars eru þær yfirleitt mjög ofstækisfullar í þjóðmálunum. Þær vilja láta banna alla mögulega hluti. í kaffiboðum hef ég heyrt konur, sem vilja láta banna kommúnisma, verk- föll, framhjáhald eiginmanna, fátækt o. m. fl. Karlarnir hafa heldur hægra um sig. Þeir stara í gaupnir sér og tuldra eitt- hvað um aflabrestinn, tíðarfarið og síð- asta svindlmálið. Stundum voga þeir sér að minnast lítillega á kokkteilpartí og kvensur, og þá líta þeir lymskulega hver til annars og glotta. Það er farið að bera inn kökurnar. Það er nú eitthvað annað en í gamla daga hjá henni ömmu, þegar ekki voru til á heimilinu nema þrenns konar kök- ur: kleinur, jólakökur og randaterta. Hér er sko orðin bylting, ef bylting er þá til. í engri grein þjóðlífsins hefur gróskan verið pressugerlegri og fram- farirnar stórstígari heldur en í heima- baksri íslenzkra húsmæðra. Enda er bakarastéttin alveg að þurrkast út. Af einskærri góðvild og skilningi á nauð- syn tilveru bakarastéttarinnar, hafa konurnar lofað bökurunum að halda bolludeginum og má segja, að þeir lifi á bollubakstri fyrir þann eina dag. „Má ekki biðja ykkur að gera svo vel að gera ykkur að góðu þetta fátæklega, sem fram er borið,“ segir svo húsmóðir- in og lítur sigri hrósandi yfir kökuborð- ið með fjórtán kökutegundum, og ein- hverju slangri af brauði. Konurnar steypa sér yfir borðið með hól á vörum og Jesúsandi sig bak og fyrir yfir mynd- arskap húsfreyju. Sjálf víkur hún ekki frá borðinu, en stendur þar og hellir bleksterku kaffinu í bollana, um leið og hún eggjar gestina að éta nú sem allra mest. Svo tilheyrir að yfirheyra húsmóðurina, um hvar hún hafi fengið þessa eða hina uppskriftina og hvað sé í þessari gómsætu tertu. Strax og maður hefur rennt úr fyrsta bollanum, kófsvitnar maður og veit strax, að andvökunótt muni vera fram- undan. Svo heiftarlega er kaffið sterkt. Meiri kökur, bæta í bollann, rjóma, smá flís af þessari nýju? Góðan vindil á eft- ir og slappa svo af? Hitinn í stofunni kemst nú upp í 30 stig og verður þá ill líft, enda bætir kófþykkur reykjar- mökkurinn ekki úr. Þá reynir maður að opna glugga og nær að teiga örlítið hreint loft, áður en kvennakvein heyr- ast um trekk, og þá skellir maður skján- um aftur og laumast skömmustulegur burt. í svona boðum eru það eiginmennirn- ir, sem byrja að gefa konum sínum hornauga og reyna að gera þeim ljóst, að þeir vilji fara að komast heim. Þetta heimferðaraugnaráð tilheyrir annars konunum, og þær beita því af kunnáttu og lagni, þegar karlar þeirra eru við skál í húsum.. Þegar heim er komið, ætlar maður aldrei að geta sofnað vegna árans kaff- isins. Það er eins og ég sagði við kon- una: Þegar maður er í kaffigilli, kemur maður fljótt heim, en sofnar seint, en sé maður á kennderíi, þá kemur maður seint heim, en sofnar fljótt. Dagur Anns. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.