Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 22
Norskur piltur og norsk stúlka í hátíðaskapi. Talið frá vinstri: Sigríður, kona Othars Ellingsens; Valgeir Björnsson, hafnarstjóri, og kona hanh Eva Björnsson, sem. er norsk og hefur dval- ið hér hátt upp í fjörutíu ár. Fremst til hægri: Sandberg, sendiráðsrit- ari, og kona hans; Othar Ellingsen og við hlið hans er kona Börde am- bassadors, sem gat ekki mætt á skemmtuninni vegna veikinda. FÁLKINN heimsæktr skemmt- un hjá Nordmanns- taget, 17. maí. NORDMANNSLAGET í Reykjavík er stofnað 1933, og er tilgangur félags- ins fyrst og fremst sá, að efla kynni og samvinnu Norðmanna sem hér eru búsettir. FÁLKINN fékk leyfi til að heimsækja félagið, er það hélt upp á þjóðhátíðar- dag Norðmanna í Þjóðleikhúskjallaran- um 17. maí s.l., og eru myndirnar hér á opnunni teknar við það tækifæri. í félaginu eru um 150 meðlimir eins og stendur. Félagsmenn koma saman til fundar í hverjum mánuði á tímabilinu október til 17. maí. Eins og mörgum mun kunnugt, á fé- lagið landssvæði í Heiðmörk, og hefur það reist þar bjálkakofa í norskum stíl. Árlega fara félagsmenn þangað til að gróðursetja trjáplöntur. Bjálkakofinn var skírður Torgeirsstaðir, í höfuðið á fyrrverandi ambassador Norðmanna a íslandi, en hann var mikill áhugamað- ur um skógrækt. Eins og skýrt hefur verið frá í mynda- texta, hefur Bernhard Petersen dvalið hér lengst núlifandi Norðmanna, en elzt-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.