Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 41

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 41
ið, í hinu lágu tvö lítil börn og sváfu. Þau hjúfruðu sig hvort að öðru. Minna barnið, lítill drengur, hafði rjóða hnef- ana á lofti kreppta um dýrlegan, dreymdan fjársjóð. Þetta var í gráma aftureldingarinnar. Glugginn sat fölur í svörtum veggnum, og eyrinn, óráðinn dagur seytlaði inn um fátækleg gluggatjöldin. Á rósóttum vaxdúknum á borðinu stóð diskur með tveimur þykkum brauð- sneiðum með smjöri og mysosti ofan á. Þar stóðu líka tveir smeittir blikkbollar með bláleitri mjólk. Annars var ekki stássinu fyrir að fara í stofunni. Á þilinu var mynd úr heimilisriti, nakin kona með sporði, — það var hafmey. Á dragkistunni stóðu tveir kettir úr bláu gleri og ljósmynd af ungri stúlku í dökkum fermingar- kjól og með fölt, sviplaust andlit. Þetta var líklega móðir barnanna og meira vissu þau sennilega ekki um hana. Nú tóku þau að láta á sér bæra yfir í rúminu. Litli snáðinn greip í fléttuna á systur sinni og kippti duglega í hana. Hún fór á fætur og hjálpaði honum að klæðast. Hún var smáleit, andlitið fölt og umburðarlyndi og seigla í svipnum, augun alvarleg og framkoman hæglát, ráðsett og fullorðinsleg — eins og jafn- an er um litlu, eldri systurnar í skugga- legu og óvistlegu súðarherbergjunum, sem liggja norðan í móti. Hún þvoði honum og áminnti hann og greiddi hon- um. AS því búnu settust þau að snæðingi. Þau voru búin að gefa guði þökkina, og Nils sat nú og talaði lágt og kump- ánlega við blikkdósina Kolumbus. En Kristín sat auðum höndum, því að nú var sunnudagur. Kolumbus hafði upphaflega verið málaður fögrum litum, rauður og blár og gulur og grænn, — en nú var máln- ingin því sem næst alveg dottin af. Hann var beyglaður og illa farinn. En bak við hið óbrotna og tilkomulitla út- lit leyndust sjaldgæfir kostir, sem Nils einn kunni skil á. Það hafði einu sinni verið brjóstsykur í dósinni. Hún var hnöttótt eins og kúla, þess vegna hét hún Kolumbus. En að lokum hafði Nils heldur ekkert til þess að taka sér fyrir hendur, og það var grafkyrrð í stofunni. Þau voru orð- in svöng aftur, en amma kom ekki. Þau sátu og biðu. Það varð löng bið. Nils settist hjá Kristínu og fór að kjökra. — Fer ekki amma að koma heim? — Jú, nú fer amma alveg að koma, sagði Kristín. En sjálf var hún líka smeyk. Þetta var svo undarlegt. Tíminn var svo hræðilega lengi að líða, jafnvel ennþá lengur en í kirkjunni, og hvergi hafði Kristín vitað hann silalegri en þar. Myrkrið skall á. Börnin sátu grafkyrr hvort við annars hlið á stóra skemlin- um. Það dimmdi æ meira, og þau hjúfr- uðu sig æ fastar hvort að öðru. Þau sátu þarna og horfðu í áttina til glugg- ans, sem smám saman sogaði alla birtu úr stofunni. Loks varð hann ekki annað en dauf, hvít tafla með svörtum krossi. I J! : | I i< í — STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið. Vikan verður góð og skemmtileg. Þér hittið sérstaklega mikið af gömlum kunningjum og sömuleiðis eignizt. þér nokkra nýja og trausta vini. Útgjöld, sem þér þurfiö að greiða um miðja vikuna, virðast há í fyrstu, en síðar kemr ur í ljós, að þeir peningar renta sig vel. Nautsmerkiö. Þetta verður dálítið einkennileg vika og það er skynsam- legast fyrir yður að segja sem minnst. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, segir máltækið. Margir af þeim, sem þér þurfið að umgangast daglega, verða slæmir á taugum, og eitt lítið orð getur valdið mikilli sprengingu. Tvíburamerkið. Ýmsar hindranir verða á vegi yðar í þessari viku, en yður mun takast að sigrast á þeim öllum og leysa öll verk- efni vel og farsællega.----Þetta verður viðburðarík vika hjá ungu fólki, sérstaklega í málum hjartans. Nýr elskhugi kemur fram á sjónarsviðið og varpar skugga á alla fyrri slíka. K'rabbamerkið. Vikan verður góð, en krefst mikils af yður. Þér verðið að leggja yður allan fram, taka á öllum kröftum yðar. Gætið þess þó að ofgera ekki bæði heilsu yðar og heimilis- lífi. Reynið að sinna hvorttveggja í senn: hinni ábyrgðar- miklu og erfiðu vinnu og einnig skyldum og kröfum einka- lífsins. Ljónsmerkið. Þér fáið meðvind strax í byrjun vikunnar og eins og ævin- lega þegar vel gengur, skuluð þér vera varkár. Lofið ekki meiru, en þér getið staðið við og eyðið ekki meiri pening- um, en þér hafið ráð á. Þér lendið í þeirri aðstöðu, að sann- leikurinn verður óhagstæður fyrir yður. Fallið þó ekki fyrir þeirri freistingu, að grípa til hvítu lyginnar. Jómf rúarmerlcið. Vikan verður sérstaklega góð fyrir yður. Það bókstaflega gengur ekki á öðru en góðum fréttum og glæsilegum tæki- færum. Verið aðeins varkár, þegar um er að ræða skoðun yðar á ákveðnu máli. Ef þér látið hana allt of hörkulega í ljós, snýst einn af vinum yðar öndverður gegn yður. V o gars kálarmerkið. Upphaf vikunnar verður heldur skuggalegt, en það létt.ir til, þegar á líður. Fáizt ekki við verkefni, sem þér hafið enga þekkingu eða getu til þess að leysa sómasamlega af hendi og hættið yður ekki út í neitt fjármálarævintýri, að minnsta kost.i ekki í þessari viku. Sporðdrekamerkið. Hjá þeim, sem fæddir eru í nóvember, er útlitið sérstak- lega gott í þessari viku. Reynið að nota meðvindinn til þess að koma í gegn máli, sem lengi hefur verið látið sitja á hak- anum. Sýnið einkalífi yðar sértstaklega mikla umhyggju og alúð, ef þér viljið komast hjá óþægindum á því sviði. B o gmannsmerlcið. Þér eruð sérstaklega vel upplagður um þessar mundir og mikill hugur í yður til stórræða. Gætið þess þó vel að of- reyna yður ekki. Nokkrir af starfsfélögum yðar eru öfund- sjúkir og bera yður á brýn smjaöur gagnvart húsbændunum. Takið því með mestu ró og haldið áfram á sömu braut. Steinpeitarmerkið. Skapið hefur verið með lakara móti að undanförnu, og þess vegna mál til komið að hrista af sér drungann og líta örlít.ið hýrum augum á tilveruna. Þér hafið lent í margs konar erfiðleikum, en engan veginn svo miklum, að þér hafið ástæðu til þess að leggjast í ævarandi þunglyndi. V atnsberamerkið. Það er uggur og kvíði í yður, en það er ástæðulaust að mestu. Útlitið virðist dökkt í svipinn, en allt er þetta á bata- vegi og rætist ótrúlega vel úr hlutunum, þegar allt kemur til alls. — Þaö hleypur snurða á þráðinn hjá elskendum, en sættir takast í vikulokin. Fis kam e r kið. Margvísleg vandamál verða á vegi yðar í þessari viku og yður mun ekki takast að leysa þau öll upp á eigin spýt- ur. Dragið ekki of lengi að leita aðstoðar annarra. Þér þurf- ið engan veginn að skammast yðar fyrir það. Allir munu fúslega rétta yður hjálpandi hönd. IHíliílfBIfflMfflHB 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. JÚlH — 22. JÚLl 23. JÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.