Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 37

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 37
Undir sumarsól - Frh. af bls. 26 Það kom í ljós, að þessir tveir gestir, sem fyrst höfðu kynnzt hér á sumar- gistihúsinu, skildu hvort annað mæta- vel. Það var víst hinu heilnæma lofts- lagi að þakka. — Hvað kemur þér frú Anderson við, kæri, sagði frú Milde. — Ég þoli það ekki, svaraði etatsráð- ið. Maður verður að hafa frið á nótt- unni. Frú Milde grét og kastaði sér í faðm hans og bað hann að hugsa bara um sig eina. Annars gæti hún ekki lifað. — Svona, svona, sagði etatsráðið. Auðvitað hugsa ég ekki um neina aðra en þig. En frú Milde grét ennþá meira og á- sakaði hann fyrir það, að hann léti hvern daginn líða eftir annan, án þess að hitta hana. Og hún sagði: — Þú hugsar ekki um annað en þessa ókunnu konu og lætur þér vera sama um mig. — Geturðu sagt mér, hver þessi labbakútur er, sem er að heimsækja hana á nóttunni? sagði etatsráðið hugs- andi. Þá hrópaði frú Milde: — Sko til, þarna hugsaðirðu um hana aftur. Nei, ég lifi þetta ekki af. Etatsráðið varð að vera hjá henni í rúman hálftíma til þess að hugga hana. Áður en hann fór, sagði hann: ■— Ég held að reki að því, að við verðum að umgangast hvort annað eins og systkini. Og þó að einkennilegt mætti virðast, var frú Milde orðin svo hamingjusöm, að hún gat hlustað á orð hans án þess að tárast. Hún sat eftir á legubekknum og sofnaði værum svefni. En etatsráðið fór til aðalræðismanns- ins með leyndarmál sitt. Það var nú líka meiri heimskan að snúa sér til kvenmanns með svona vandamál. — Ég hef yður ekki grunaðan um að vera þessi maður, sem ég sá í nótt, sagði hann við aðalræðismanninn. — Og þér grunið mig vonandi ekki heldur? — Nei, aldrei, sagði aðalræðismaður- inn og varð skáldlegur. Og þeim vöknaði báðum um augun af þessu gagnkvæma trausti. Þeir ræddu málið og gátu upp á hetj- unni Oxenstand. Etatsráðið var gerður út til þess að líta eftir gluggum frúar- innar eftirleiðis. — Það er nú reyndar sorglegt, að þessi Oxenstand skuli fá að heimsækja hana á nóttunni, sagði etatsráðið. — Það vorum þó sannarlega við, þú og ég, sem vorum henni vinir í raun. — Ef það er Oxenstand, þá skal ég tala við veitingakonuna, sagði aðalræð- ismaðurinn. Hann skal út úr húsinu. Ég þoli þetta ekki. Etatsráðið1 svaraði: VeitiwqakúA + (ZeAtaurantA Þúrscafé Dans- og veitingahús. Opið á hverju kvöldi. Þúrscafé Brautarholti 20 . Reykjavík . Sími 23333 Veitingahús — Samkomuhús. Snorrabraut 37 . Simi 19611, 18457. Framkvæmdast. Sigurgeir Jónasson, sími 11378. Félög, starfsmannahópar, fyrirtæki og einstaklingar: Við lánum út sal, sem tekur 150 manns í sæti, til eftirfarandi afnota: Dansleikja — Árshátíða — Fundahalda o. fl. Enn fremur tökum við aö okkur alls konar veizlur. Hringið í síma 19611 milli kl. 2 og 4 og þér fáið allar upplýsingar, sem þér óskið. Gömlu dansarnir verða í sumar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum Bingó verður á þriðjudögum. SÍLFURTUNGLIÐ Reykjavíks mest exclusive restaurant Shem,mliJ) yllur í Sfálpitœ&ióhú uótnu. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ TJARNARCAFÉ, Restaurant 1 hjarta bæjarins. — Miðstöð samkvæmanna. Salir leigðir út fyrir samkvæmi og fundahöld. TJARNARCAFÉ, Restaurant ODDFELLOWHÖLLINNI, Reykjavík. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.