Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 38

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 38
Veitihgakúá * deAtaurantA Opið alla daga frá morgni til kvölds. — Daglega um 50 rétti að velja. NAUST Vesturgötu 6—8, Rvík. Símar: 17758 og 17759. Evrqpsk keffimenning á hástigi WUHJfi SKDLAVÖRÐUSTÍG 3a' Hovedstadens nyeste og mest modeme restaurant og danselokaler. KLÚBBURINN Lækjarteig 2. JeftaAkrifatctfur + TcuriAt SuteauA TIL NOREGS-UM NOREG MEO 30 ferðir um Noreg bjóðum Við yð- ur á vegum norskrar ferðaskrifstofu. L&L FERÐASKRIFSTOFAN Lönd og Leiöir Reisebureau Austurstræti 8 Reykjavík . Box 176 FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS skipuleggur ferðir yðar heima og erlendis, selur far- seðla með flugvélum, skipum, járnbrautum og bif- reiðum, útvegar hótelpláss, efnir til hópferða innan lands og utan. — Margra ára reynsla að baki. — Örugg fyrirgreiðsla. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lækjargötu 3 . Sími 11540 — Ég þoli þetta ekki heldur. Ég svaf ekki dúr í nótt. Umræddur Oxenstand vakti líka slæman grun á sér. Hann sat um hvert tækifæri til að slá frú Anderson gull- hamra. Og hann lézt ekki sjá fyrrver- andi vinkonu sína, fegurðardrottning- una. Hann vék Otto Mengel, grósseranum, afsíðis og fór að tala við hann um pen- inga, meiri peninga, meira lán. — Nei, svaraði okurkarlinn, — það er þegar orðin nokkuð há upphæð. Þér eigið sennilega nógu erfitt með það, sem þér hafið þegar fengið. — Alls ekki, þar hafið þér rangt fyr- ir yður. Auk þess deyr frændi minn bráðlega. Ég hef nýlega fengið bréf. Hann deyr við fyrsta tækifæri. — Við skulum vona það, sagði Otto Mengel. En hann vildi ekki lána hetjunni meira. Og þetta var þrautadagur fyrir hetj- una. Hann hafði lofað að líftryggja sig hjá frú Anderson og gat nú ekki staðið við það. Loksins fékk hann einn daginn skeyti um að frændi hans væri dáinn, og grósserinn Otto Mengel, hafði þegar peninga á reiðum höndum. En enginn hafði ennþá orðið að borga þvílíka vexti. Og samt sagði Oxenstand ekki orð. Hann hafði sjálfur samið skeytið. Svo bar það við um dimma nótt, að gluggi frúarinnar opnaðist og maður hoppar út. Veslings Adami etatsráð liggur í leyni og sér þetta, en hann get- ur ekkert tekið sér fyrir hendur. En um morguninn víkur hann aðalræðismann- inum afsíðis. Þeir rannsaka sporin und- ir glugganum. — Það eru skór með járnhælum, sagði etatsráðið. — Það eru skór eins og bændur nota. Nóttina eftir rannsökuðu þeir skó gestanna úti fyrir dyrum herbergjanna. Þeir fundu skó með járnhælum. Það voru skór Andersons agents. Aldrei höfðu þessir gömlu húðarselir verið jafn undrandi. En báðir voru æstir og vildu ekki þola þetta lengur. Um morguninn gáfu þeir Anderson smá- pillur og þeir vægðu ekki frúnni held- ur. — Það var einhver úti fyrir gluggan- um yðar í nótt, sagði etatsráðið. — Já, sagði aðalræðismaðurinn, rétt fyrir neðan gluggann yðar í þreifandi myrkrinu um miðja nótt. — Hvað segið þér, sagði frúin. — Var það þjófur? — Það var feitur náungi um þrítugt, í dökkum fötum, með járnhæla undir skónum eins og bændur nota. — Ég þori ekki að sofa þarna lengur, sagði hún. Og hún svaf þar ekki lengur. Þegar á daginn leið, var frúin horfin. Stóllinn hennar við hádegisborðið stóð auður. Rétt hjá stóð annar auður stóll, stóll læknisins. Hvar voru þau? Hvað gat eiginlega hafa orðið af þeim? spurði 38 FALKINN !

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.