Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 25
„Hvers vegna eru þá þeir, sem hafa grætt á brunanum ekki fangelsaðir? Ég á við þessa, sem kallað er að hafi orðið fyrir tjóni?“ Lock tók báðum höndum um höfuð sér. „Af því maður hefur engar sannanir gegn þeim. Þeir eru allir í sínum augljósa rétti að fá tryggingarféð greitt. Jafn- vel allra rækilegustu yfirheyrslur hafa ekki leitt neitt í ljós. Ekki annað en að stórar fjárhæðir hafa verið teknar út af bankainnstæðu þeirra, „sem tjónið biðu“, nokkru eftir að þeir hafa fengið greitt tryggingarféð.“ „Glæsilegt tækifæri fyrir njósnarastofur,“ sagði Dave Dott með hrifningu. Meredith gretti sig vonzkulega. „Hugsa þú um nýrun þín meðan ég tala .... Það er vitanlega ekki óhugsandi, að sumir af þessum brunum séu eðlilegir og ekkert grunsamlegt við þá. En á hinn bóginn er heldur ekki nokkur vafi á því, að meira en sex af Þess- um tíu verzlunum gengu illa af ýmsum ástæðum, svo að brunabæturnar voru vel þegnar.“ „Hvers vegna haldið þið ekki vörð sem næsta íkveikja á að verða og gómið þrjótinn eftir að hafa staðið hann að verkinu?“ sagði Dave ofursakleysislega. Lock stóð upp og urraði eins og rándýr. Helen greip í handlegginn á honum. „Ég held að ég verði að bregða mér heim til Ben Cornell í kvöld,“ sagði hún brosandi. Blaðaljósmyndarinn tók við- bragð. „Það er ágætt efni á kvennasíðuna að spyrja hann um verðið á brunnu feldunum, kápunum og yfirleitt allri grá- vörunni. Heldur þú, Lock Meredith, að hann fái tryggingar- féð greitt núna strax, fyrir kvöldið?“ „Ég er handviss um það,“ sagði Lock hrifinn og þrýsti handlegginn á henni. „Eins og ég sagði áðan, góða, — hvenær sem þú verður leið á ritstjórnarskrifstofunni, þá veiztu hvar þú átt að koma til að fá spennandi og fróð- legt starf, sem bíður þín.“ „Kemur hann ekki aftur með þessar grímubúnu ástarjátn- ingar sínar, bölvaður!“ sagði Dave Dott. Þetta sama kvöld klukkan um hálf átta náði Helen Truby sér í bíl og ók heim til Ben Cornells á East Avenue. Hún vildi ógjarnan kannast við það fyrir sjálfri sér að í raun og sannleika var henni talsvert órótt, þegar hún brunaði í lyftunni upp á 12. hæð, en þar var íbúð piparsveinsins og feldakaupmannsins. Áður en hún hringdi bjöllunni, tók hún upp vasaspegilinn og athugaði á sér andlitið. Hún hafði gert allt, sem í hennar valdi stóð til þess að vera eins heillandi ásýndum og henni var hægt. Og árangurinn, sem brosti við henni í speglinum, var mjög viðunandi. Augu hennar voru dimm og ginnandi. Varirnar ofurlítið rauðari en hún var vön að hafa þær dagsdaglega. Á jörpu hárinu sat ofurlítill laglegur hattur, sem hlaut að verka eggjandi á alla sem sáu. Hún var í loðkápu, sem jafnvel fagmenn hlutu að dáðst að. Þegar hún loksins hringdi, lék sigurvissubros um varir hennar. Enginn kom til dyra og sigurbrosið lognaðist bráðlegt út af. Ef Cornell væri nú alls ekki heima? Úr því að hann var einhleypur maður, þá var það sennilegast að hann borð- aði miðdegisverð utanhúss í einhverjum veitingastaðnum og færi að svo búnu í kvikmyndahús eða í klúbbinn sinn. Nema því aðeins .... Það voru vitanlega þau líkindi, sem Lock Meredith hafði reiknað með. Það voru ef til vill ekki nema fáir útvaldir, sem fengu að hitta Ben Cornell. Henni fannst hún heyra hljóðlegt fótatak inni í ganginum og hringdi því aftur. Og nú heyrðist greinilegt skóhljóð fyrir innan dyrnar. Samt leið nokkur stund áður en opnað var. Gægjugat var á hurðinni. Helen reyndi að sýnast svo eðlileg sem henni var hægt, því að hún þóttist sannfærð um, að einhver horfði rannsóknaraugum á hana innan frá. Það var Ben Cornell sjálfur, sem opnaði dyrnar. Það var spurnarsvipur á andlitinu. Eiginlega var þetta allra lagleg- asti maður — í grádropóttum tweed-fötum og með kvoðu- greitt hár í eðlilegum liðum yfir háu enni. Hann var með logandi vindling í hendinni. Helen tók eftir að fingur hans voru dökkbrúnir af tóbakseitri. Hún brosti glaðlega til hans. „Mér þykir afar leitt að gera yður ónæði,“ sagði hún. „Hvernig getið þér vitað að þér gerið mér ónæði, ungfrú?“ svaraði Cornell. Hann hafði þekkt hana aftur þegar í stað, og gat ekki gert að því að honum fannst hún ljómandi lagleg. „Þér gerið mér mikinn greiða með því að lofa mér að eiga viðtal við yður,“ hélt Helen áfram. „Skemmtilegt rabb um loðskinn, fíkn kvenfólksins í dýra feldi og allt í þeirri grein. Þetta getur líka orðið góð auglýsing fyrir verzlun yðar, þegar þér byrjið brunaútsöluna eða takið til starfa á nýjum stað.“ „Ég er nú eiginlega talsvert tímabundinn þessa stundina,11 sagði hann með semingi. Helan vafði að sér loðkápunni og vatt sér fram hjá hon- um inn í ganginn. „Ljómandi er íbúðin yðar falleg .... ég má til að ná í ljósmyndara. Þetta verður fyrsta flokks matur fyrir kvenna- líðuna — og rokna auglýsing fyrir firmað Cornell.“ „Ég er ekki vissi um að ég þurfi á neinni auglýsingu að halda,“ sagði Cornell og lagði hurðina hægt aftur. „Sannast að segja á ég von á kunningja mínum. Gætum við ekki lát- ið þetta samtal bíða þangað til seinna?“ „Þér eruð alls ekki þægilegur,“ tautaði Helen og setti á sig strút. „Jæja, við skulum þá ljúka því af í flýti.“ Cornell tók sér teyg úr vindlinum. „Þér eruð á villigötum, ungfrú Truby .... “ „Ó, þér vitið þá hvað ég heiti?“ „Já, ég les stundum „Morning Star“ af tilviljun,“ sagði hann og brosti. Hann opnaði dyrnar að dagstofunni og sýndi á sér snið til að hjálpa henni úr kápunni. Helen lét hann hjálpa sér. Hún var í ljómandi fallegum síðdegiskjól undir kápunni. Hvar var það sem hún hafði lesið einhvern tíma að enginn maður á jarðríki gæti staðizt svartan kjól með ofurlitlum nettum, hvítum kraga? Hún sá í stóra speglinum í ganginum að Cornell horfði aðdáunaraugum á hana. Svo gekk hún á undan honum inn í dagstofuna. Húsgagnaskipunin var fremur sviplaus, klunna- legir, leðurfóðraðir stólar og bókaskápar meðfram öllum veggjum. Það leit ekki út fyrir að bækurnar hefðu nokkurn tíma verið snertar. Cornell ýtti vínfangaskáp í fílslíki með sperrtum rana að stólnum, sem hún hafði sezt á og leit spyrjandi á hana. „Þurran Martini,” hvíslaði hún ofur feimnislega. „Þér eruð duglegur glæpafregnaritari, ungfrú Truby, og það er víst mjög sjaldan sem þér leggið yður niður við að skipta yður af kvennasíðunni,“ sagði hann með brosi, sem var ekki eintóm alúð. „Hvaðan hafið þér það?“ spurði hún. Cornell yppti öxlum. Frh. á bls. 33 Hún vildi ógjarnan kannast vii þal fyrir sjálfri sér að í raun og sannleika var henni talsvert órótt, þegar hún brunaii í Syft- unni upp á 12. hæi, en þar var íhúi piparsveinsins og felda- kaupmannsins... FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.