Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 11
NUNGAR hluta 19. aldar hafði meiri gróska ver- ið í norsku þjóðlífi, bæði andlega og efnalega, en nokkurn tíma áður. Norð- menn eignuðust heimsfræga syni — Ib- sen, Björnson og Grieg og „hin hvítu segl“ og síðar eimskipin sýndu norskt framtak í höfnum allra norskra þjóða. Og þegar Oscar II. — síðasti sænski Noregskonungurinn — neitaði að stað- festa lög um skipun norskra ræðis- manna erlendis, stóðust Norðmenn ekki mátið lengur. Þann 7. júní 1905 lýsti Stórþingið yfir því, að konungsvaldið væri úr gildi fallið í Noregi og fól Chr. Michelsen og stjórn hans að fara með það fyrst um sinn. í ágúst um sumarið fór fram þjóðaratkvæði um sambands- slitin og greiddu 368.208 atkvæði með þeim en aðeins 184 á móti. Gegn svo einróma þjóðarvilja vildu Svíar ekki berjast, en gengu að samningaborði með Norðmönnum í Karlstad um haustið og þar var sætzt á skilnaðarmálið. Ráðandi menn í Noregi komu sér saman um að leita hófanna hjá Carl prins, næstelzta syni Friðriks krón- prins (síðar Friðriks VIII.), hvort hann vildi taka við konungsdæmi í Noregi. Var boðinu tekið líklega, eitt skilyrði setti prinsinn fyrir því að gerast Nor- egskonungur: — að þjóðaratkvæði færi fram um hvort Norðmenn vildu hann fyrir konung, og að sú atkvæðagreiðsla sýndi skýran meirihluta. Þetta skilyrði var táknrænt fyrir allan konungdóm Hákonar VII. síðar: hann varð þjóðkon- ungur í beztu merkingu og tókst svo vel að fullnægja öllum sanngjörnum lýð- ræðiskröfum þó hann um leið væri þéttur fyrir og stöðugur í rásinni. Þjóðaratkvæðið um konungsdæmið í október 1905 fór þannig, að nær 260 þúsund greiddu atkvæði með konungs- stjórn en aðeins rúm 69 þúsund kusu lýðveldið. Lýðveldissinnar reyndust miklu liðfærri en búist var við og kröfu konungsefnisins um þjóðarviljann var þannig ríkulega fullnægt. Og meira en hálfrar aldar ríkisstjórn Hákonar konungs sjöunda ber kom- andi tímum vitni um, að Norðmenn voru heppnir í valinu. Nær 52 ára rík- isstjórnarsaga konungsins varð saga batnandi tíma, markvissra framfara og þjóðlegrar reisnar. Hákon sjöundi var næstelzti sonur Friðriks, síðar Danakonungs áttunda og bróðir hins síðasta konungs íslendinga. Hann fæddist í Charlottenlund-höll 3. ágúst 1872 og var skírður Christian Frederik Carl Georg Valdimar Axel. 7. júní 1945 kom Hákon konungur heim úr útlegðinni og var þá fagn- aðardagur um gervallan Noreg. Myndin er tekin við þetta tækifæri. Til hægri handar við konung stendur Mártha prinsessa og Ólafur krónprins ásamt börnum þeirra, Ragnhildi prinsessu, Haraldi prinsi og loks Ats- rid prinsessu, sem stendur á bak við föður sinn. 1 apríl 1940 komust þeir feðgar Hákon konungur og Ólafur krónprins naumlega undan, er Þjóðverjar gerðu aðsúg að þeim við Nybergsund, þar sem þeir leituðu hælis í skóginum,.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.