Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 40

Fálkinn - 31.05.1961, Blaðsíða 40
NÝJAR TEGUNDIR AF POND S Pond’s snyrtivörur eru við allra liæfi. Pond’s snyrti- vörur eru ódýrar og góðar vörur og fást í öllum snyrti- vöruverzlunum og lyfjabúðum um allt land. EINK AUMBOÐSMENN: G. HELGASON & MELSTED H'F 40 FALKINN tryggja sig, en konurnar snerust á sveif með Anderson agent og létu í ljós sam- úð sína með honum. í gleði sinni yfir því að þessi hættulegi keppinautur þeirra var horfinn af leikvanginum, gengu þær meira að segja svo langt, að þær hugguðu Anderson í raunum hans. — Hún kemur áreiðanlega aftur, sagði frú Milde. Hún kemst að því ein- hvern daginn, að þrátt fyrir allt, eruð þér eini maðurinn í heiminum. Þannig er það um mig og manninn minn. Og jafnvel frú Trampe, fegurðar- drottningin, sem hinn dökkeygði lækn- ir hafði leikið á, lýsti því yfir að hún hagaði sér eins við sinn mann. En Anderson agent leit á málið frá annarri hlið. — Auðvitað kemur hún aftur, sagði hann. Ég vonast eftir henni, því að hún er svo dugleg að líftryggja. En ef hún hleypur einu sinni enn burtu með premí- urnar, þá verður hún mér nokkuð dýr. Þrem vikum seinna kom líka bréf frá hinni brotthlaupnu konu. Nú kraup hún við hlið manns síns. Og það voru tár í augum hennar, stóð í bréfinu. Og spurðu mig ekki eftir lækninum. Hann er farinn, sína leið. Anderson agent kinkaði kolli. — Hvað sagði ég. Kom hún ekki aft- ur. En ef hún gerir þetta einu sinni enn og tekur kassann, þá lýsi ég eftir henni. Og Anderson agent fór heim til sín. Sama kvöldið gekk frú Trampe um og neri saman höndunum. Hún var svo heilbrigð. Hún hafði haft tíma til að gleyma lækninum og var aftur farin að líta á hetjuna Oxenstand. Og þar sem hetjan Oxenstand var líka orðinn svo heilbrigður af útiloftinu, þá urðu þau aftur ástfangin hvort í öðru. Hann tók utan um hana og sagði: — Nú er ekki hægt að flýja örlögin lengur. Hún hafði ekkert synjandi svar á reiðum höndum. Hún brosti og hvíslaði: — Undir sumarsól. Og hún gat ekki sagt nei. Adami etatsráð varð aftur að flýja á náðir frú Milde. En frúin hefndi sín fyr- ir það, að hann hafði viljað einu sinni umgangast hana sem bróður. í tvö kvöld talaði hún ekki um annað en hinn skáldlega aðalræðismann. En þriðja kvöldið sagði hún: — Til reynslu . . Og allt féll í ljúfa löð milli hennar og etatsráðsins. Ljósaskipti - Frh. af bls. 27 Smávaxin, samanhnipruð mannveran var aðeins talandi tákn mikillar og á- takanlegrar fátæktar. Blöðin höfðu runnið úr handarkrika hennar og lágu á gangstéttinni fyrir framan hana. í myrkrinu undir súðinni voru tvö rúm. Annað var mannlaust og óumbú-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.